Hljómsveitarmeðlimir voru þakklátir fyrir tækifærið sem þeim var veitt til að spila á Íslandi og voru heit strengd þess efnis að sveitin skyldi snúa aftur til landsins síðar meir.
Meðlimir sveitarinnar, will.i.am, apl.de.ap, Taboo og Jessica Reynoso, hafa undanfarna daga farið á Langjökul auk þess að þau skelltu sér að sjálfsögðu í Bláa Lónið.
Mikla lukku vakti leynigestur sveitarinnar sem var enginn annar en hjartaknúsarinn Aron Can sem flutti lag sitt Fullri Vasar við góðar undirtektir.
Stemmingin á svæðinu var frábær á meðan að á tónleikunum stóð og var svæðið troðfullt.
