Eigendur spenna bogann með metarðgreiðslu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 25. júní 2019 07:30 Gísli Gíslason hafnarstjóri segir ljóst að afkoman í ár verði ekkert í líkingu við afkomuna í fyrra. Fréttablaðið/Eyþór „Við ráðum við þetta núna, þetta sleppur til eins og maður segir,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, aðspurður hvort eigendur séu að skera sér of stóra sneið með arðgreiðslu upp á 694 milljónir króna í ár. Gísli segir fyrirtækið, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Borgarbyggðar og Skorradalshrepps, hafa kallað eftir í því mörg ár að eigendur setji sér skýra arðgreiðslustefnu til framtíðar. Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í Reykjavík í stjórn Faxaflóahafna, vöruðu við upphæð arðgreiðslunnar í bókun á fundi stjórnar fyrir helgi. Aðrir fulltrúar eigenda í stjórn segja fyrirtækið hins vegar hafa alla fjárhagslega burði til að standa undir arðgreiðslunni, sem nemur 50 prósentum af reglulegum hagnaði ársins 2018 og 25 prósentum af óreglulegum hagnaði. Aðspurður segir Gísli að árið 2018 hafi að sumu leyti verið óvenjulegt hvað afkomu varðar, enda er tillagan um arðgreiðslu nær tvöfalt hærri en síðustu tvö ár þar á undan og fjórfalt hærri en árið þar áður. „Það var tekjuauki af farþegaskipum og síðan af auknum flutningum. Við sáum um mitt ár í fyrra að það var komið ákveðið jafnvægi. Við sjáum ekki fram á að árið 2019 verði með sama hætti og 2018. Þá er maður ekki að spá neinum heimsenda en það verður ekki sama afkoma í ár,“ segir Gísli. Akranes Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Hvalfjarðarsveit Reykjavík Skorradalshreppur Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
„Við ráðum við þetta núna, þetta sleppur til eins og maður segir,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, aðspurður hvort eigendur séu að skera sér of stóra sneið með arðgreiðslu upp á 694 milljónir króna í ár. Gísli segir fyrirtækið, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Borgarbyggðar og Skorradalshrepps, hafa kallað eftir í því mörg ár að eigendur setji sér skýra arðgreiðslustefnu til framtíðar. Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í Reykjavík í stjórn Faxaflóahafna, vöruðu við upphæð arðgreiðslunnar í bókun á fundi stjórnar fyrir helgi. Aðrir fulltrúar eigenda í stjórn segja fyrirtækið hins vegar hafa alla fjárhagslega burði til að standa undir arðgreiðslunni, sem nemur 50 prósentum af reglulegum hagnaði ársins 2018 og 25 prósentum af óreglulegum hagnaði. Aðspurður segir Gísli að árið 2018 hafi að sumu leyti verið óvenjulegt hvað afkomu varðar, enda er tillagan um arðgreiðslu nær tvöfalt hærri en síðustu tvö ár þar á undan og fjórfalt hærri en árið þar áður. „Það var tekjuauki af farþegaskipum og síðan af auknum flutningum. Við sáum um mitt ár í fyrra að það var komið ákveðið jafnvægi. Við sjáum ekki fram á að árið 2019 verði með sama hætti og 2018. Þá er maður ekki að spá neinum heimsenda en það verður ekki sama afkoma í ár,“ segir Gísli.
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Hvalfjarðarsveit Reykjavík Skorradalshreppur Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira