Utan vallar: Þjóðarskömmin í Laugardalnum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. júní 2019 11:30 Það þarf að umbreyta aðstöðunni í Laugardalnum en sem betur fer hentar svæðið vel til breytinga til framtíðar. vísir/anton Það virðist ekki lengur vera spurning hvort heldur hvenær landsliðin okkar í stærstu boltaíþróttunum munu þurfa að spila heimaleiki sína erlendis. Sá dagur er fyrsti heimaleikur Íslands í stórkeppni fer fram á erlendum vettvangi verður svartur dagur í íslenskri íþróttasögu. Tíminn er runninn út og er í raun löngu runninn út. Landsliðin okkar í handbolta og körfubolta spila á undanþágum í Laugardalshöll og Laugardalsvöllur uppfyllir ekki allar kröfur UEFA og FIFA um þjóðarleikvang. Ef knattspyrnulandslið karla þarf að spila í umspili um laust sæti á EM í mars á næsta ári er ekki víst að Ísland geti spilað í Dalnum miðað við núverandi aðstæður. Viðvörunarljósin hafa blikkað um árabil en ráðamenn hafa flotið sofandi að feigðarósi. Bent hver á annan í stað þess að láta verkin tala. Það er allt á sömu bókina lært. Þó svo það yrði byrjað að byggja nýja þjóðarleikvanga í dag þá myndi það líklega ekki duga til. Undanþágurnar út af handónýtum þjóðarleikvöngum verða ekki endalausarFramsýni íslenskra stjórnmálamanna já. Hann var samt kóngurinn. pic.twitter.com/V6slxKUQK8 — Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) February 1, 2019 Við vorum rækilega minnt á það á dögunum hversu alvarlegt ástandið er þegar Evrópska handknattleikssambandið, EHF, ákvað að veita Íslandsmeisturum Selfoss í handbolta ekki keppnisleyfi í Meistaradeildinni þar sem ekki er til leikvangur á Íslandi sem uppfyllir lágmarkskröfur sambandsins. Það er hreinlega ömurlegt. EHF hefur sýnt að þolinmæði þess gagnvart þjóðum sem draga lappirnar í aðstöðumálum sínum er langt frá því að vera endalaus. Því fengu Færeyingar að kynnast á síðasta ári er EHF setti þeim stólinn fyrir dyrnar og lokaði heimavelli nágranna okkar fyrir landsleikjum. Þeir spila núna í Danmörku. Færeyingar voru á undanþágu eins og Ísland.Allir til Esbjerg Sömu örlög bíða strákanna okkar eins og staðan er í dag. HSÍ gæti þurft að auglýsa hópferð á heimaleik með strákunum okkar í Skjern eða Esbjerg. Eru ekki allir spenntir fyrir því? Það er til reglugerð um viðurkenningu þjóðarleikvanga hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem virðist ekki tekin mjög alvarlega. Þar stendur meðal annars í 3. grein: „Þjóðarleikvangur skal hafa heildarumgjörð og búnað sem krafist er til þess að halda viðurkennda viðburði í alþjóðakeppnum viðkomandi íþróttagreinar.“ Laugardalshöll er fjarri því að uppfylla þessi skilyrði sem og önnur er koma fram í reglugerðinni. Það hefur hún ekki gert í mörg ár. Reykjavíkurborg óskaði eftir viðræðum við ríkið þann 13. apríl í fyrra. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ítrekaði svo beiðni sína til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þann 8. mars á þessu ári. Ekki er vitað til þess að svör hafi borist þaðan. Ótrúlegt ef satt reynist.Við viljum svör @Althingi. Hefur mennta- og menningamálaráðuneytið tekið afstöðu til bréfs frá borgarstjórn dags. 13. apríl 2018 og ítrekun sama bréfs dags. 8. mars 2019? Þar er óskað eftir viðræðum við ríkið um nýjan þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir. #höllinerúreltpic.twitter.com/8uXUZdPPO8 — Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) June 12, 2019 Við skulum kíkja aðeins á nokkrar staðreyndir um Laugardalshöllina. Hún var tekin í notkun árið 1965. Íþróttahallir sem voru byggðar á þeim tíma hættu að uppfylla nútímakröfur í síðasta lagi í kringum 1990. Þjóðarleikvangar í Vestur-Evrópu hafa aldrei náð 50 ára aldri. Laugardalshöllin er 54 ára! Nánast allar þjóðir eiga þjóðarleikvang í dag sem er byggður á þessari öld. Twitter-síðan „Höllin er úrelt“ hefur fjallað ítarlega um þjóðarskömmina sem Laugardalshöllin er og stungið upp á úrlausnum. Hér má sjá Höllina okkar í félagsskap með öðrum forngripum.Þetta eru fjórar elstu þjóðarhallir í Evrópu. Þær tilheyra Úkraínu, Georgíu, Íslandi og San Marínó en þær voru allar reistar á 7. áratuginum. Flestar Evrópuþjóðir hafa reist nútímalegar keppnishallir í takt við nýjar kröfur og reglugerðir. #hsí#kkí#handbolti#körfubolti#karfanpic.twitter.com/Fe2aLb2ojS — Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) July 30, 2018 Laugardalshöllin tekur um 2.300 manns í sæti í dag. Er hún opnaði árið 1965 tók hún við 2.700 manns og er best lét var pláss fyrir 5.000 áhorfendur í húsinu. Fyrir um áratug var pláss fyrir 3.000 áhorfendur. Áhorfendaplássum fækkar á meðan Íslendingum fjölgar. Til samanburðar má nefna að hin 78 þúsund manna þjóð Andorra á þjóðarleikvang sem rúmar 5.000 áhorfendur og dvergríkið Liechtenstein (íbúafjöldi 38 þúsund) er að byggja þjóðarleikvang sem rúmar fleiri en Laugardalshöll. Svo er sturluð staðreynd frá sjálfum arkitekt hallarinnar að ákveðið var að minnka Höllina á sínum tíma því það yrði pottþétt komið nýtt hús 20 árum síðar.Gísli Halldórsson, arkitekt Laugardalshallarinnar. ,,Höllin upphaflega teiknuð svolítið stærri en hún er og það endaði með því að fallist var á að minnka hana. Menn féllust á það vegna þess að allir töldu víst að eftir 20 ár yrði komin enn stærri höll." #hsi#kki#höllinerúrelt — Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) September 17, 2018 Það eru margar ástæður fyrir því að Laugardalshöllin er óboðleg með öllu. Ekki bara að hún sé ólögleg og hreinlega hættuleg. Svo er hún enginn heimavöllur fyrir landsliðin okkar. Þau eru undantekningalaust á hrakhólum með æfingaaðstöðu fyrir landsleiki. Landsliðin eru í raun heimilislaus."Stuð" á rúntinum hjá landsliðsstelpunum okkar á æfingum þessa dagana...4 æfingar í 4 húsum á 4 dögum.. þessi aðstaða er ekki boðleg afreksfólkinu okkar...takk kærlega þið 4 félög og fleiri reyndar a næstu dögum fyrir að bjarga okkur svo landsliðið okkar geti æft #korfuboltihttps://t.co/gg2iUMIGpW — Hannes S.Jónsson (@hannes_jonsson) May 7, 2019 Afreksfólkið okkar er að æfa út um allt höfuðborgarsvæðið og forráðamenn HSÍ og KKÍ þurfa að grenja út tíma í íþróttahúsum fyrir landsliðin. Það er algjörlega galið. Forráðamenn KKÍ og HSÍ hafa reynt að láta í sér heyra á undanförnum árum með Hannes S. Jónsson, formann KKÍ, í broddi fylkingar. Hann hefur öskrað manna hæst um þessa þjóðarskömm en ekki einu sinni fengið stuðning frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Þar þaga menn þunnu hljóði og virðast lítið gera í þessari sjálfsögðu baráttu fyrir boðlegum þjóðarleikvangi.Samböndin eiga að vinna saman að lausn Þjóðarleikvangarnir okkar í Laugardalnum eru báðir úr sér gengnir. Þeir eru þjóðarskömm. Úreltir og óðboðlegir. Þess vegna er leiðinlegt að fylgjast með umræðunni sem að mínu viti er á villigötum. KSÍ berst fyrir nýjum Laugardalsvelli á meðan HSÍ og KKÍ vilja nýja Laugardalshöll. Umræðan á ekki að vera um hvor þjóðarleikvangurinn fær yfirhalningu á undan. Umræðan á að snúast um hvernig við getum byggt glæsilega leikvanga fyrir alla aðila. Ég persónulega vil sjá heildarúrlausn á vandamálinu. Fjölnotaíþróttahöll sem er byggð við knattspyrnuleikvang. Alvöru framtíðarlausn. Í þeirri byggingu gætu líka verið skrifstofur sérsambanda, fræðslumiðstöð, verslun, hótel og annað sem tíðkast í slíkum byggingum. Við getum ekki haldið áfram að setja endalausa plástra á vandamálið. Þeir halda ekki lengur. Íþróttaþjóðin Ísland er á gulu spjaldi vegna aðstöðuleysis og það er aðeins tímaspursmál þar til okkur verður sýnt rauða spjaldið. Íþróttir Laugardalsvöllur Reykjavík Tengdar fréttir Undanþágan sem Höllin er á fellur úr gildi á endanum Færeyingar fá ekki að spila heimaleiki sína í undankeppni EM 2020 í handbolta í íþróttahöllinni á Hálsi því hún stenst ekki kröfur EHF. 24. ágúst 2018 08:00 Tólf sambönd með tillögu um nýjan þjóðarleikvang Tólf sérsambönd ætla að leggja fram tillögu um nýjan þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir á íþróttaþingi ÍSÍ um helgina. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30 Guðni: Raunverulegur möguleiki að heimaleikir íslenskra liða verði leiknir utan landsteinanna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, skrifar pistil inn á heimasíðu KSÍ, þar sem hann fer yfir fyrstu tuttugu mánuðina í starfi sínu í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands. 12. nóvember 2018 14:30 Fimm æfingar í fjórum bæjarfélögum: Ríkisvaldið þarf að vakna Íslensku landsliðin í handbolta og körfubolta þurfa nýjan heimavöll. Laugardalshöllin er ekki lengur í stakk búin til þess að þjóna sem heimavöllur liðanna. 15. nóvember 2018 08:00 Fimm æfingar kvennalandsliðsins fara fram í fjórum mismunandi íþróttahúsum Það hefur verið mikið púsluspil fyrir kvennalandsliðið í körfubolta að hefja æfingar fyrir Smáþjóðaleikana sem fara fram í lok mánaðarins. Aðstöðuleysi gerir liðinu erfitt fyrir og þurfa bestu körfuboltakonur landsins að treysta á velvilja frá félögum. 9. maí 2019 17:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Sjá meira
Það virðist ekki lengur vera spurning hvort heldur hvenær landsliðin okkar í stærstu boltaíþróttunum munu þurfa að spila heimaleiki sína erlendis. Sá dagur er fyrsti heimaleikur Íslands í stórkeppni fer fram á erlendum vettvangi verður svartur dagur í íslenskri íþróttasögu. Tíminn er runninn út og er í raun löngu runninn út. Landsliðin okkar í handbolta og körfubolta spila á undanþágum í Laugardalshöll og Laugardalsvöllur uppfyllir ekki allar kröfur UEFA og FIFA um þjóðarleikvang. Ef knattspyrnulandslið karla þarf að spila í umspili um laust sæti á EM í mars á næsta ári er ekki víst að Ísland geti spilað í Dalnum miðað við núverandi aðstæður. Viðvörunarljósin hafa blikkað um árabil en ráðamenn hafa flotið sofandi að feigðarósi. Bent hver á annan í stað þess að láta verkin tala. Það er allt á sömu bókina lært. Þó svo það yrði byrjað að byggja nýja þjóðarleikvanga í dag þá myndi það líklega ekki duga til. Undanþágurnar út af handónýtum þjóðarleikvöngum verða ekki endalausarFramsýni íslenskra stjórnmálamanna já. Hann var samt kóngurinn. pic.twitter.com/V6slxKUQK8 — Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) February 1, 2019 Við vorum rækilega minnt á það á dögunum hversu alvarlegt ástandið er þegar Evrópska handknattleikssambandið, EHF, ákvað að veita Íslandsmeisturum Selfoss í handbolta ekki keppnisleyfi í Meistaradeildinni þar sem ekki er til leikvangur á Íslandi sem uppfyllir lágmarkskröfur sambandsins. Það er hreinlega ömurlegt. EHF hefur sýnt að þolinmæði þess gagnvart þjóðum sem draga lappirnar í aðstöðumálum sínum er langt frá því að vera endalaus. Því fengu Færeyingar að kynnast á síðasta ári er EHF setti þeim stólinn fyrir dyrnar og lokaði heimavelli nágranna okkar fyrir landsleikjum. Þeir spila núna í Danmörku. Færeyingar voru á undanþágu eins og Ísland.Allir til Esbjerg Sömu örlög bíða strákanna okkar eins og staðan er í dag. HSÍ gæti þurft að auglýsa hópferð á heimaleik með strákunum okkar í Skjern eða Esbjerg. Eru ekki allir spenntir fyrir því? Það er til reglugerð um viðurkenningu þjóðarleikvanga hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem virðist ekki tekin mjög alvarlega. Þar stendur meðal annars í 3. grein: „Þjóðarleikvangur skal hafa heildarumgjörð og búnað sem krafist er til þess að halda viðurkennda viðburði í alþjóðakeppnum viðkomandi íþróttagreinar.“ Laugardalshöll er fjarri því að uppfylla þessi skilyrði sem og önnur er koma fram í reglugerðinni. Það hefur hún ekki gert í mörg ár. Reykjavíkurborg óskaði eftir viðræðum við ríkið þann 13. apríl í fyrra. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ítrekaði svo beiðni sína til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þann 8. mars á þessu ári. Ekki er vitað til þess að svör hafi borist þaðan. Ótrúlegt ef satt reynist.Við viljum svör @Althingi. Hefur mennta- og menningamálaráðuneytið tekið afstöðu til bréfs frá borgarstjórn dags. 13. apríl 2018 og ítrekun sama bréfs dags. 8. mars 2019? Þar er óskað eftir viðræðum við ríkið um nýjan þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir. #höllinerúreltpic.twitter.com/8uXUZdPPO8 — Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) June 12, 2019 Við skulum kíkja aðeins á nokkrar staðreyndir um Laugardalshöllina. Hún var tekin í notkun árið 1965. Íþróttahallir sem voru byggðar á þeim tíma hættu að uppfylla nútímakröfur í síðasta lagi í kringum 1990. Þjóðarleikvangar í Vestur-Evrópu hafa aldrei náð 50 ára aldri. Laugardalshöllin er 54 ára! Nánast allar þjóðir eiga þjóðarleikvang í dag sem er byggður á þessari öld. Twitter-síðan „Höllin er úrelt“ hefur fjallað ítarlega um þjóðarskömmina sem Laugardalshöllin er og stungið upp á úrlausnum. Hér má sjá Höllina okkar í félagsskap með öðrum forngripum.Þetta eru fjórar elstu þjóðarhallir í Evrópu. Þær tilheyra Úkraínu, Georgíu, Íslandi og San Marínó en þær voru allar reistar á 7. áratuginum. Flestar Evrópuþjóðir hafa reist nútímalegar keppnishallir í takt við nýjar kröfur og reglugerðir. #hsí#kkí#handbolti#körfubolti#karfanpic.twitter.com/Fe2aLb2ojS — Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) July 30, 2018 Laugardalshöllin tekur um 2.300 manns í sæti í dag. Er hún opnaði árið 1965 tók hún við 2.700 manns og er best lét var pláss fyrir 5.000 áhorfendur í húsinu. Fyrir um áratug var pláss fyrir 3.000 áhorfendur. Áhorfendaplássum fækkar á meðan Íslendingum fjölgar. Til samanburðar má nefna að hin 78 þúsund manna þjóð Andorra á þjóðarleikvang sem rúmar 5.000 áhorfendur og dvergríkið Liechtenstein (íbúafjöldi 38 þúsund) er að byggja þjóðarleikvang sem rúmar fleiri en Laugardalshöll. Svo er sturluð staðreynd frá sjálfum arkitekt hallarinnar að ákveðið var að minnka Höllina á sínum tíma því það yrði pottþétt komið nýtt hús 20 árum síðar.Gísli Halldórsson, arkitekt Laugardalshallarinnar. ,,Höllin upphaflega teiknuð svolítið stærri en hún er og það endaði með því að fallist var á að minnka hana. Menn féllust á það vegna þess að allir töldu víst að eftir 20 ár yrði komin enn stærri höll." #hsi#kki#höllinerúrelt — Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) September 17, 2018 Það eru margar ástæður fyrir því að Laugardalshöllin er óboðleg með öllu. Ekki bara að hún sé ólögleg og hreinlega hættuleg. Svo er hún enginn heimavöllur fyrir landsliðin okkar. Þau eru undantekningalaust á hrakhólum með æfingaaðstöðu fyrir landsleiki. Landsliðin eru í raun heimilislaus."Stuð" á rúntinum hjá landsliðsstelpunum okkar á æfingum þessa dagana...4 æfingar í 4 húsum á 4 dögum.. þessi aðstaða er ekki boðleg afreksfólkinu okkar...takk kærlega þið 4 félög og fleiri reyndar a næstu dögum fyrir að bjarga okkur svo landsliðið okkar geti æft #korfuboltihttps://t.co/gg2iUMIGpW — Hannes S.Jónsson (@hannes_jonsson) May 7, 2019 Afreksfólkið okkar er að æfa út um allt höfuðborgarsvæðið og forráðamenn HSÍ og KKÍ þurfa að grenja út tíma í íþróttahúsum fyrir landsliðin. Það er algjörlega galið. Forráðamenn KKÍ og HSÍ hafa reynt að láta í sér heyra á undanförnum árum með Hannes S. Jónsson, formann KKÍ, í broddi fylkingar. Hann hefur öskrað manna hæst um þessa þjóðarskömm en ekki einu sinni fengið stuðning frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Þar þaga menn þunnu hljóði og virðast lítið gera í þessari sjálfsögðu baráttu fyrir boðlegum þjóðarleikvangi.Samböndin eiga að vinna saman að lausn Þjóðarleikvangarnir okkar í Laugardalnum eru báðir úr sér gengnir. Þeir eru þjóðarskömm. Úreltir og óðboðlegir. Þess vegna er leiðinlegt að fylgjast með umræðunni sem að mínu viti er á villigötum. KSÍ berst fyrir nýjum Laugardalsvelli á meðan HSÍ og KKÍ vilja nýja Laugardalshöll. Umræðan á ekki að vera um hvor þjóðarleikvangurinn fær yfirhalningu á undan. Umræðan á að snúast um hvernig við getum byggt glæsilega leikvanga fyrir alla aðila. Ég persónulega vil sjá heildarúrlausn á vandamálinu. Fjölnotaíþróttahöll sem er byggð við knattspyrnuleikvang. Alvöru framtíðarlausn. Í þeirri byggingu gætu líka verið skrifstofur sérsambanda, fræðslumiðstöð, verslun, hótel og annað sem tíðkast í slíkum byggingum. Við getum ekki haldið áfram að setja endalausa plástra á vandamálið. Þeir halda ekki lengur. Íþróttaþjóðin Ísland er á gulu spjaldi vegna aðstöðuleysis og það er aðeins tímaspursmál þar til okkur verður sýnt rauða spjaldið.
Íþróttir Laugardalsvöllur Reykjavík Tengdar fréttir Undanþágan sem Höllin er á fellur úr gildi á endanum Færeyingar fá ekki að spila heimaleiki sína í undankeppni EM 2020 í handbolta í íþróttahöllinni á Hálsi því hún stenst ekki kröfur EHF. 24. ágúst 2018 08:00 Tólf sambönd með tillögu um nýjan þjóðarleikvang Tólf sérsambönd ætla að leggja fram tillögu um nýjan þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir á íþróttaþingi ÍSÍ um helgina. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30 Guðni: Raunverulegur möguleiki að heimaleikir íslenskra liða verði leiknir utan landsteinanna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, skrifar pistil inn á heimasíðu KSÍ, þar sem hann fer yfir fyrstu tuttugu mánuðina í starfi sínu í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands. 12. nóvember 2018 14:30 Fimm æfingar í fjórum bæjarfélögum: Ríkisvaldið þarf að vakna Íslensku landsliðin í handbolta og körfubolta þurfa nýjan heimavöll. Laugardalshöllin er ekki lengur í stakk búin til þess að þjóna sem heimavöllur liðanna. 15. nóvember 2018 08:00 Fimm æfingar kvennalandsliðsins fara fram í fjórum mismunandi íþróttahúsum Það hefur verið mikið púsluspil fyrir kvennalandsliðið í körfubolta að hefja æfingar fyrir Smáþjóðaleikana sem fara fram í lok mánaðarins. Aðstöðuleysi gerir liðinu erfitt fyrir og þurfa bestu körfuboltakonur landsins að treysta á velvilja frá félögum. 9. maí 2019 17:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Sjá meira
Undanþágan sem Höllin er á fellur úr gildi á endanum Færeyingar fá ekki að spila heimaleiki sína í undankeppni EM 2020 í handbolta í íþróttahöllinni á Hálsi því hún stenst ekki kröfur EHF. 24. ágúst 2018 08:00
Tólf sambönd með tillögu um nýjan þjóðarleikvang Tólf sérsambönd ætla að leggja fram tillögu um nýjan þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir á íþróttaþingi ÍSÍ um helgina. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30
Guðni: Raunverulegur möguleiki að heimaleikir íslenskra liða verði leiknir utan landsteinanna Guðni Bergsson, formaður KSÍ, skrifar pistil inn á heimasíðu KSÍ, þar sem hann fer yfir fyrstu tuttugu mánuðina í starfi sínu í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands. 12. nóvember 2018 14:30
Fimm æfingar í fjórum bæjarfélögum: Ríkisvaldið þarf að vakna Íslensku landsliðin í handbolta og körfubolta þurfa nýjan heimavöll. Laugardalshöllin er ekki lengur í stakk búin til þess að þjóna sem heimavöllur liðanna. 15. nóvember 2018 08:00
Fimm æfingar kvennalandsliðsins fara fram í fjórum mismunandi íþróttahúsum Það hefur verið mikið púsluspil fyrir kvennalandsliðið í körfubolta að hefja æfingar fyrir Smáþjóðaleikana sem fara fram í lok mánaðarins. Aðstöðuleysi gerir liðinu erfitt fyrir og þurfa bestu körfuboltakonur landsins að treysta á velvilja frá félögum. 9. maí 2019 17:00