Undanþágan sem Höllin er á fellur úr gildi á endanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2018 08:00 Þurfa strákarnir okkar að spila í Danmörku á næstu árum? vísir/eyþór Evrópska handknattleikssambandið (EHF) hefur fellt úr gildi undanþágu sem gerði Færeyingum kleift að spila keppnisleiki sína í íþróttahöllinni á Hálsi í Þórshöfn. Færeyjar mæta Danmörku í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 karla í lok október og fer leikurinn fram á heimavelli danska úrvalsdeildarliðsins Skjern. Höllin á Hálsi uppfyllir ekki lágmarkskröfur EHF um fjölda áhorfenda. Í höllinni komast 1.800 manns fyrir í sæti en EHF gerir kröfur um 2.000 sæti. Laugardalshöllin hefur verið á undanþágu í mörg ár, bæði frá EHF og FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandinu. Höllin var vígð 1965 og er meðal þeirra elstu í Evrópu. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, hefur ekki áhyggjur af því að EHF felli undanþágu Íslands úr gildi í undankeppni EM 2020 en það muni gerast á endanum, fái Íslendingar ekki nýja keppnishöll. Kröfurnar frá EHF séu alltaf að aukast og sambandið sé byrjað að grípa til aðgerða, eins og í tilfelli Færeyinga. „Eftir að hafa rætt við EHF tel ég að við fáum undanþágu til að spila heimaleikina í næstu undankeppni í Laugardalshöll. Við erum nánast öruggir með það. Hins vegar er ljóst að við erum á undanþágu og eðli þeirra er að einhvern tímann verða þær felldar úr gildi,“ sagði Róbert í samtali við Fréttablaðið.„EHF mun jafnvel auka kröfurnar og því verður alltaf erfiðara fyrir okkur að uppfylla þær. Við getum ekki breytt Laugardalshöllinni. Þetta er rúmlega 50 ára gamalt hús og barn síns tíma. Undanþágan sem við erum á snýr aðallega að grunngólffletinum og þrengslunum í kringum völlinn. Það er stutt út í veggina, engin vinnuaðstaða fyrir fjölmiðla og sjónvarp og á endanum, með auknum kröfum, tel ég hættu á að undanþágan detti út.“ Þrátt fyrir ástandið liggur ekkert fyrir hvenær, eða hvort, ný keppnishöll, sem uppfyllir alla staðla EHF og FIBA, verður reist. Þau mál þokast áfram á hraða snigilsins. „Við höfum óskað eftir viðræðum við ríki og borg um nýjan þjóðarleikvang en ekki fengið mikil viðbrögð. Í vor stóð til að stofna samráðshóp ríkis, borgar, HSÍ og KKÍ en það hefur ekki verið skipað í hann enn,“ sagði Róbert. Ný keppnishöll myndi líka leysa vandamál landsliðanna þegar kemur að æfingatímum. Í dag eru þau komin upp á náð og miskunn aðildarfélaganna hvort þau séu tilbúin að hýsa landsliðsæfingar. „Ákjósanlegast væri ef nýja höllin yrði líka æfingahöll. Oft á tíðum erum við að æfa hingað og þangað um bæinn. Það er ekki kjörstaða fyrir lið sem eru að berjast um að ná árangri á stórmótum,“ sagði Róbert að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
Evrópska handknattleikssambandið (EHF) hefur fellt úr gildi undanþágu sem gerði Færeyingum kleift að spila keppnisleiki sína í íþróttahöllinni á Hálsi í Þórshöfn. Færeyjar mæta Danmörku í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 karla í lok október og fer leikurinn fram á heimavelli danska úrvalsdeildarliðsins Skjern. Höllin á Hálsi uppfyllir ekki lágmarkskröfur EHF um fjölda áhorfenda. Í höllinni komast 1.800 manns fyrir í sæti en EHF gerir kröfur um 2.000 sæti. Laugardalshöllin hefur verið á undanþágu í mörg ár, bæði frá EHF og FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandinu. Höllin var vígð 1965 og er meðal þeirra elstu í Evrópu. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, hefur ekki áhyggjur af því að EHF felli undanþágu Íslands úr gildi í undankeppni EM 2020 en það muni gerast á endanum, fái Íslendingar ekki nýja keppnishöll. Kröfurnar frá EHF séu alltaf að aukast og sambandið sé byrjað að grípa til aðgerða, eins og í tilfelli Færeyinga. „Eftir að hafa rætt við EHF tel ég að við fáum undanþágu til að spila heimaleikina í næstu undankeppni í Laugardalshöll. Við erum nánast öruggir með það. Hins vegar er ljóst að við erum á undanþágu og eðli þeirra er að einhvern tímann verða þær felldar úr gildi,“ sagði Róbert í samtali við Fréttablaðið.„EHF mun jafnvel auka kröfurnar og því verður alltaf erfiðara fyrir okkur að uppfylla þær. Við getum ekki breytt Laugardalshöllinni. Þetta er rúmlega 50 ára gamalt hús og barn síns tíma. Undanþágan sem við erum á snýr aðallega að grunngólffletinum og þrengslunum í kringum völlinn. Það er stutt út í veggina, engin vinnuaðstaða fyrir fjölmiðla og sjónvarp og á endanum, með auknum kröfum, tel ég hættu á að undanþágan detti út.“ Þrátt fyrir ástandið liggur ekkert fyrir hvenær, eða hvort, ný keppnishöll, sem uppfyllir alla staðla EHF og FIBA, verður reist. Þau mál þokast áfram á hraða snigilsins. „Við höfum óskað eftir viðræðum við ríki og borg um nýjan þjóðarleikvang en ekki fengið mikil viðbrögð. Í vor stóð til að stofna samráðshóp ríkis, borgar, HSÍ og KKÍ en það hefur ekki verið skipað í hann enn,“ sagði Róbert. Ný keppnishöll myndi líka leysa vandamál landsliðanna þegar kemur að æfingatímum. Í dag eru þau komin upp á náð og miskunn aðildarfélaganna hvort þau séu tilbúin að hýsa landsliðsæfingar. „Ákjósanlegast væri ef nýja höllin yrði líka æfingahöll. Oft á tíðum erum við að æfa hingað og þangað um bæinn. Það er ekki kjörstaða fyrir lið sem eru að berjast um að ná árangri á stórmótum,“ sagði Róbert að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira