Borgin hafi mögulega greitt of mikið fyrir fasteign í Vesturbænum Sylvía Hall skrifar 26. júní 2019 20:36 Húsið stendur á horni Hringbrautar og Hofsvallagötu. Já.is Borgarráð samþykkti kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem mun verða íbúðakjarni fyrir fatlað fólk. Húsið er samtals 395,3 fermetrar að stærð og var kaupverðið 230 milljónir króna. Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali, segir kaupverðið vera töluvert yfir því sem gengur og gerist með eignir af þessari stærðargráðu á þessum stað í borginni. Undanfarna tíu mánuði hafi fermetraverð verið í kringum 480 þúsund krónur. „Ég sá að hún fór þarna á rétt upp undir sexhundruð þúsund krónur á fermetra, það eru ekki mörg fordæmi fyrir því að eignir af þessari stærðargráðu hafi verið að fara á yfir sexhundruð þúsund krónur á fermetra,“ segir Páll Heiðar í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort hann telji að seljandi hafi ákveðið að hækka verðið þar sem um var að ræða opinberan aðila segir Páll Heiðar það alveg mega spyrja sig hvort Reykjavíkurborg hafi greitt of mikið fyrir eignina. „Við erum öll eins með það að vilja fá sem mest fyrir eignina og kaupendur borga sem minnst,“ segir Páll Heiðar. Hann hafi sjálfur selt til að mynda Félagsbústuðum eignir áður og þar sé farið vel yfir málin áður en kaup eru gerð. „Ég veit að þeir vinna þetta öðruvísi, þeir skoða fermetraverð og bera saman og taka verðfundi og þeir hafa unnið þetta nokkuð vel,“ segir Páll Heiðar og segir það vera vinnubrögð sem allir ættu að tileinka sér við kaup á fasteign, sama hvort um sé að ræða einstaklinga eða opinbera aðila. Hægt er að hlusta á viðtalið við Pál Heiðar í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Borgin kaupir hús á Hringbraut fyrir fatlað fólk á 230 milljónir króna Borgarráð hefur samþykkt kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. júní 2019 12:40 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Sjá meira
Borgarráð samþykkti kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem mun verða íbúðakjarni fyrir fatlað fólk. Húsið er samtals 395,3 fermetrar að stærð og var kaupverðið 230 milljónir króna. Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali, segir kaupverðið vera töluvert yfir því sem gengur og gerist með eignir af þessari stærðargráðu á þessum stað í borginni. Undanfarna tíu mánuði hafi fermetraverð verið í kringum 480 þúsund krónur. „Ég sá að hún fór þarna á rétt upp undir sexhundruð þúsund krónur á fermetra, það eru ekki mörg fordæmi fyrir því að eignir af þessari stærðargráðu hafi verið að fara á yfir sexhundruð þúsund krónur á fermetra,“ segir Páll Heiðar í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort hann telji að seljandi hafi ákveðið að hækka verðið þar sem um var að ræða opinberan aðila segir Páll Heiðar það alveg mega spyrja sig hvort Reykjavíkurborg hafi greitt of mikið fyrir eignina. „Við erum öll eins með það að vilja fá sem mest fyrir eignina og kaupendur borga sem minnst,“ segir Páll Heiðar. Hann hafi sjálfur selt til að mynda Félagsbústuðum eignir áður og þar sé farið vel yfir málin áður en kaup eru gerð. „Ég veit að þeir vinna þetta öðruvísi, þeir skoða fermetraverð og bera saman og taka verðfundi og þeir hafa unnið þetta nokkuð vel,“ segir Páll Heiðar og segir það vera vinnubrögð sem allir ættu að tileinka sér við kaup á fasteign, sama hvort um sé að ræða einstaklinga eða opinbera aðila. Hægt er að hlusta á viðtalið við Pál Heiðar í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Borgin kaupir hús á Hringbraut fyrir fatlað fólk á 230 milljónir króna Borgarráð hefur samþykkt kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. júní 2019 12:40 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Sjá meira
Borgin kaupir hús á Hringbraut fyrir fatlað fólk á 230 milljónir króna Borgarráð hefur samþykkt kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. júní 2019 12:40