Borgin hafi mögulega greitt of mikið fyrir fasteign í Vesturbænum Sylvía Hall skrifar 26. júní 2019 20:36 Húsið stendur á horni Hringbrautar og Hofsvallagötu. Já.is Borgarráð samþykkti kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem mun verða íbúðakjarni fyrir fatlað fólk. Húsið er samtals 395,3 fermetrar að stærð og var kaupverðið 230 milljónir króna. Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali, segir kaupverðið vera töluvert yfir því sem gengur og gerist með eignir af þessari stærðargráðu á þessum stað í borginni. Undanfarna tíu mánuði hafi fermetraverð verið í kringum 480 þúsund krónur. „Ég sá að hún fór þarna á rétt upp undir sexhundruð þúsund krónur á fermetra, það eru ekki mörg fordæmi fyrir því að eignir af þessari stærðargráðu hafi verið að fara á yfir sexhundruð þúsund krónur á fermetra,“ segir Páll Heiðar í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort hann telji að seljandi hafi ákveðið að hækka verðið þar sem um var að ræða opinberan aðila segir Páll Heiðar það alveg mega spyrja sig hvort Reykjavíkurborg hafi greitt of mikið fyrir eignina. „Við erum öll eins með það að vilja fá sem mest fyrir eignina og kaupendur borga sem minnst,“ segir Páll Heiðar. Hann hafi sjálfur selt til að mynda Félagsbústuðum eignir áður og þar sé farið vel yfir málin áður en kaup eru gerð. „Ég veit að þeir vinna þetta öðruvísi, þeir skoða fermetraverð og bera saman og taka verðfundi og þeir hafa unnið þetta nokkuð vel,“ segir Páll Heiðar og segir það vera vinnubrögð sem allir ættu að tileinka sér við kaup á fasteign, sama hvort um sé að ræða einstaklinga eða opinbera aðila. Hægt er að hlusta á viðtalið við Pál Heiðar í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Borgin kaupir hús á Hringbraut fyrir fatlað fólk á 230 milljónir króna Borgarráð hefur samþykkt kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. júní 2019 12:40 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Borgarráð samþykkti kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem mun verða íbúðakjarni fyrir fatlað fólk. Húsið er samtals 395,3 fermetrar að stærð og var kaupverðið 230 milljónir króna. Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali, segir kaupverðið vera töluvert yfir því sem gengur og gerist með eignir af þessari stærðargráðu á þessum stað í borginni. Undanfarna tíu mánuði hafi fermetraverð verið í kringum 480 þúsund krónur. „Ég sá að hún fór þarna á rétt upp undir sexhundruð þúsund krónur á fermetra, það eru ekki mörg fordæmi fyrir því að eignir af þessari stærðargráðu hafi verið að fara á yfir sexhundruð þúsund krónur á fermetra,“ segir Páll Heiðar í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort hann telji að seljandi hafi ákveðið að hækka verðið þar sem um var að ræða opinberan aðila segir Páll Heiðar það alveg mega spyrja sig hvort Reykjavíkurborg hafi greitt of mikið fyrir eignina. „Við erum öll eins með það að vilja fá sem mest fyrir eignina og kaupendur borga sem minnst,“ segir Páll Heiðar. Hann hafi sjálfur selt til að mynda Félagsbústuðum eignir áður og þar sé farið vel yfir málin áður en kaup eru gerð. „Ég veit að þeir vinna þetta öðruvísi, þeir skoða fermetraverð og bera saman og taka verðfundi og þeir hafa unnið þetta nokkuð vel,“ segir Páll Heiðar og segir það vera vinnubrögð sem allir ættu að tileinka sér við kaup á fasteign, sama hvort um sé að ræða einstaklinga eða opinbera aðila. Hægt er að hlusta á viðtalið við Pál Heiðar í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Borgin kaupir hús á Hringbraut fyrir fatlað fólk á 230 milljónir króna Borgarráð hefur samþykkt kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. júní 2019 12:40 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Borgin kaupir hús á Hringbraut fyrir fatlað fólk á 230 milljónir króna Borgarráð hefur samþykkt kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. júní 2019 12:40