Af hverju erum við ekki í uppnámi út af PISA? Stefán Jökulsson skrifar 27. júní 2019 13:21 „Hvað er að í skólakerfi okkar?“ spyr Styrmir Gunnarsson í grein sem var birt í Morgunblaðinu 15. júní síðastliðinn. Þar ræðir hann um skólakerfið á Íslandi, einkum þá veikleika þess sem sagt er að PISA-kannanir hafi leitt í ljós. Segir Styrmir að Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD, hafi nýlega talað svo skýrt um þessa bresti í frétt mbl.is að það kalli á frekari umræðu. Ég tel rétt að nýta PISA-niðurstöður eftir föngum en bendi á að Schlecher er ekki óskeikull og PISA-kannanir ekki hafnar yfir gagnrýni. Haft er eftir Schleicher í fréttinni á mbl.is að Víetnamar standi sig mjög vel í PISA-könnunum því þeir viti að skólakerfi þeirra í dag verði efnahagskerfi þeirra á morgun. Með þessum orðum tengir hann menntun fyrst og fremst við peninga og þegar hann segir að menntamálin séu engin geimvísindi lætur hann að því liggja að þau séu ekki ýkja f lókin. Málið verður hins vegar margfalt flóknara ef við lítum svo á að menntun varði allt undir sólinni, náttúru jafnt sem mannlíf, og snúist ekki aðeins um hagvöxt heldur einnig um heill og hamingju ólíkra einstaklinga og hópa í fjölbreytilegum samfélögum. Styrmir Gunnarsson spyr í grein sinni hvers vegna íslenskt samfélag sé ekki í uppnámi vegna hins slæma mats frá alþjóðlegri stofnun. Ekki veit ég það með vissu en skýringin kann að einhverju leyti að vera sú að við Íslendingar teljum menntamál ekki „grjóthörð“ mál, sem við þurfum að fylgjast grannt með og taka afstöðu til, heldur mál í mýkri kantinum. Stundum æsum við okkur yfir einhverju í nokkra daga en þykjumst þó vita, þrátt fyrir niðurstöður PISA, að við séum „með’etta“ og björgum okkur yfirleitt. Og ekki getum við smitast af áhuga fjölmiðla- og stjórnmálafólks á þessum málaflokki. Í fjölmiðlum er enginn hörgull á fréttum og öðru efni um verslun og viðskipti en því fer fjarri að miðlar geri menntamálum jafn hátt undir höfði. Í miðlum má nefnilega skekkja veruleikann, og gera mikilvæg mál léttvæg, með því að fjalla lítið um þau eða gera það á yfirborðslegan máta. Hvað stjórnmálin áhrærir verður það saga til næsta bæjar þegar ekki tekst að mynda ríkisstjórn vegna ágreinings flokka um einstaklingsmiðað nám eða málþóf á Alþingi snýst um lesskilning íslenskra ungmenna. Skoðanaskipti um menntun á Íslandi lifna ekki við, og uppnámið verður ekkert, fyrr en hún verður viðvarandi umræðu- og viðfangsefni í skólum, fjölmiðlum og öðrum kimum almannarýmisins. Umræða um PISA-kannanir verður heldur ekki nógu gjöful fyrr en við, fræðafólk á vettvangi menntunar, höfum farið yfir niðurstöðurnar, samhengið og aðferðirnar með gagnrýnari hætti en við höfum gert, og miðlað niðurstöðum okkar til almennings. Höfundur er lektor við HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál PISA-könnun Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
„Hvað er að í skólakerfi okkar?“ spyr Styrmir Gunnarsson í grein sem var birt í Morgunblaðinu 15. júní síðastliðinn. Þar ræðir hann um skólakerfið á Íslandi, einkum þá veikleika þess sem sagt er að PISA-kannanir hafi leitt í ljós. Segir Styrmir að Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD, hafi nýlega talað svo skýrt um þessa bresti í frétt mbl.is að það kalli á frekari umræðu. Ég tel rétt að nýta PISA-niðurstöður eftir föngum en bendi á að Schlecher er ekki óskeikull og PISA-kannanir ekki hafnar yfir gagnrýni. Haft er eftir Schleicher í fréttinni á mbl.is að Víetnamar standi sig mjög vel í PISA-könnunum því þeir viti að skólakerfi þeirra í dag verði efnahagskerfi þeirra á morgun. Með þessum orðum tengir hann menntun fyrst og fremst við peninga og þegar hann segir að menntamálin séu engin geimvísindi lætur hann að því liggja að þau séu ekki ýkja f lókin. Málið verður hins vegar margfalt flóknara ef við lítum svo á að menntun varði allt undir sólinni, náttúru jafnt sem mannlíf, og snúist ekki aðeins um hagvöxt heldur einnig um heill og hamingju ólíkra einstaklinga og hópa í fjölbreytilegum samfélögum. Styrmir Gunnarsson spyr í grein sinni hvers vegna íslenskt samfélag sé ekki í uppnámi vegna hins slæma mats frá alþjóðlegri stofnun. Ekki veit ég það með vissu en skýringin kann að einhverju leyti að vera sú að við Íslendingar teljum menntamál ekki „grjóthörð“ mál, sem við þurfum að fylgjast grannt með og taka afstöðu til, heldur mál í mýkri kantinum. Stundum æsum við okkur yfir einhverju í nokkra daga en þykjumst þó vita, þrátt fyrir niðurstöður PISA, að við séum „með’etta“ og björgum okkur yfirleitt. Og ekki getum við smitast af áhuga fjölmiðla- og stjórnmálafólks á þessum málaflokki. Í fjölmiðlum er enginn hörgull á fréttum og öðru efni um verslun og viðskipti en því fer fjarri að miðlar geri menntamálum jafn hátt undir höfði. Í miðlum má nefnilega skekkja veruleikann, og gera mikilvæg mál léttvæg, með því að fjalla lítið um þau eða gera það á yfirborðslegan máta. Hvað stjórnmálin áhrærir verður það saga til næsta bæjar þegar ekki tekst að mynda ríkisstjórn vegna ágreinings flokka um einstaklingsmiðað nám eða málþóf á Alþingi snýst um lesskilning íslenskra ungmenna. Skoðanaskipti um menntun á Íslandi lifna ekki við, og uppnámið verður ekkert, fyrr en hún verður viðvarandi umræðu- og viðfangsefni í skólum, fjölmiðlum og öðrum kimum almannarýmisins. Umræða um PISA-kannanir verður heldur ekki nógu gjöful fyrr en við, fræðafólk á vettvangi menntunar, höfum farið yfir niðurstöðurnar, samhengið og aðferðirnar með gagnrýnari hætti en við höfum gert, og miðlað niðurstöðum okkar til almennings. Höfundur er lektor við HÍ
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun