Fordæmi fyrir því að hægt sé að fá ösp nágrannans fellda Andri Eysteinsson skrifar 28. júní 2019 22:05 Hver veit nema einhverjar nágranna erjur stafi vegna þessa trjáa. Vísir/Vilhelm Trjágróður á það til að spretta upp og sums staðar úr hófi, á einhverjum stöðum má sjá garðeigendur hamast við að grisja gróðurinn í garðinum en hvenær eru tré orðin of há? Hvenær eru tré farin að valda skemmdum eða spilla sólartíma nágranna? Þessum spurningum veltu Þorgeir, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis fyrir sér og fengu til sín formann Húseigendafélagsins Sigurð Helga Guðjónsson til að svara þeim spurningum sem brunnu á. Sigurður Helgi segir slík mál koma nær daglega á borð húseigendafélagsins að sumri til, málin séu oft mjög illvíg og hatrömm enda séu miklar tilfinningar að baki. „Það er í raun tvöfalt reglukerfi sem gildir um þetta, annars vegar byggingarlöggjöf. Það eru reglur í byggingarreglugerð sem banna að planta hávöxnum trjátegundum á lóðamörkum, ekki nær þeim en fjórir metrar. Ef það er nær mega trén ekki vera meira en 180 sentimetrar á hæð, segir Sigurður Helgi og bætir við upplýsingum um hitt kerfið. „Grenndarréttur og nábýlisréttur, óskráðar reglur sem byggjast á dómafordæmum og fræði kenningum. Meginreglan þar er sú að ekki þurfi að þola meira ónæði en gengur og gerist, mörkin þar á milli eru hárfín og mér finnst hér skorta almenna löggjöf um þessi efni.“ En gæti nágranni, sem finnst ösp í næsta garði skyggja heldur mikið á sig, vísað í reglugerð og fengið hana fellda?„Já, það eru fordæmi fyrir því. Það er gömul saga og ný að svona hávaxin tré geta verið einum til yndis en öðrum til baga og ekki er allt sem vel er grænt. Hávaxin tré geta dagsljósi í dimmu breytt, segir Sigurður.Þá segir Sigurður að málin snúi að mestu leyti að öspum. Aspir eigi ekki heima í þröngum húsagörðum og limgerði eins og tíðkast hér á landi. „Það dettur engum í hug að setja górillu í hamstrabúr,“ segir Sigurður. Hægt er að skjóta málum sem þessum til yfirvalda á grundvelli byggingarreglugerða. Sigurður segir mál af þessum toga hafa farið fyrir dómstóla og aspareigendum gert að fella tré. Þó megi ekki taka lögin í sínar eigin hendur, að fella ösp nágrannans sé brot á almennum hegningarlögum sem kallist gertæki. Grípa verði til lagalegra úrræða í þessum efnum, samkvæmt Sigurði Helga Guðjónssyni, formanni Húseigendafélagsins. Heyra má umræður í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan. Reykjavík síðdegis Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Trjágróður á það til að spretta upp og sums staðar úr hófi, á einhverjum stöðum má sjá garðeigendur hamast við að grisja gróðurinn í garðinum en hvenær eru tré orðin of há? Hvenær eru tré farin að valda skemmdum eða spilla sólartíma nágranna? Þessum spurningum veltu Þorgeir, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis fyrir sér og fengu til sín formann Húseigendafélagsins Sigurð Helga Guðjónsson til að svara þeim spurningum sem brunnu á. Sigurður Helgi segir slík mál koma nær daglega á borð húseigendafélagsins að sumri til, málin séu oft mjög illvíg og hatrömm enda séu miklar tilfinningar að baki. „Það er í raun tvöfalt reglukerfi sem gildir um þetta, annars vegar byggingarlöggjöf. Það eru reglur í byggingarreglugerð sem banna að planta hávöxnum trjátegundum á lóðamörkum, ekki nær þeim en fjórir metrar. Ef það er nær mega trén ekki vera meira en 180 sentimetrar á hæð, segir Sigurður Helgi og bætir við upplýsingum um hitt kerfið. „Grenndarréttur og nábýlisréttur, óskráðar reglur sem byggjast á dómafordæmum og fræði kenningum. Meginreglan þar er sú að ekki þurfi að þola meira ónæði en gengur og gerist, mörkin þar á milli eru hárfín og mér finnst hér skorta almenna löggjöf um þessi efni.“ En gæti nágranni, sem finnst ösp í næsta garði skyggja heldur mikið á sig, vísað í reglugerð og fengið hana fellda?„Já, það eru fordæmi fyrir því. Það er gömul saga og ný að svona hávaxin tré geta verið einum til yndis en öðrum til baga og ekki er allt sem vel er grænt. Hávaxin tré geta dagsljósi í dimmu breytt, segir Sigurður.Þá segir Sigurður að málin snúi að mestu leyti að öspum. Aspir eigi ekki heima í þröngum húsagörðum og limgerði eins og tíðkast hér á landi. „Það dettur engum í hug að setja górillu í hamstrabúr,“ segir Sigurður. Hægt er að skjóta málum sem þessum til yfirvalda á grundvelli byggingarreglugerða. Sigurður segir mál af þessum toga hafa farið fyrir dómstóla og aspareigendum gert að fella tré. Þó megi ekki taka lögin í sínar eigin hendur, að fella ösp nágrannans sé brot á almennum hegningarlögum sem kallist gertæki. Grípa verði til lagalegra úrræða í þessum efnum, samkvæmt Sigurði Helga Guðjónssyni, formanni Húseigendafélagsins. Heyra má umræður í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira