Fordæmi fyrir því að hægt sé að fá ösp nágrannans fellda Andri Eysteinsson skrifar 28. júní 2019 22:05 Hver veit nema einhverjar nágranna erjur stafi vegna þessa trjáa. Vísir/Vilhelm Trjágróður á það til að spretta upp og sums staðar úr hófi, á einhverjum stöðum má sjá garðeigendur hamast við að grisja gróðurinn í garðinum en hvenær eru tré orðin of há? Hvenær eru tré farin að valda skemmdum eða spilla sólartíma nágranna? Þessum spurningum veltu Þorgeir, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis fyrir sér og fengu til sín formann Húseigendafélagsins Sigurð Helga Guðjónsson til að svara þeim spurningum sem brunnu á. Sigurður Helgi segir slík mál koma nær daglega á borð húseigendafélagsins að sumri til, málin séu oft mjög illvíg og hatrömm enda séu miklar tilfinningar að baki. „Það er í raun tvöfalt reglukerfi sem gildir um þetta, annars vegar byggingarlöggjöf. Það eru reglur í byggingarreglugerð sem banna að planta hávöxnum trjátegundum á lóðamörkum, ekki nær þeim en fjórir metrar. Ef það er nær mega trén ekki vera meira en 180 sentimetrar á hæð, segir Sigurður Helgi og bætir við upplýsingum um hitt kerfið. „Grenndarréttur og nábýlisréttur, óskráðar reglur sem byggjast á dómafordæmum og fræði kenningum. Meginreglan þar er sú að ekki þurfi að þola meira ónæði en gengur og gerist, mörkin þar á milli eru hárfín og mér finnst hér skorta almenna löggjöf um þessi efni.“ En gæti nágranni, sem finnst ösp í næsta garði skyggja heldur mikið á sig, vísað í reglugerð og fengið hana fellda?„Já, það eru fordæmi fyrir því. Það er gömul saga og ný að svona hávaxin tré geta verið einum til yndis en öðrum til baga og ekki er allt sem vel er grænt. Hávaxin tré geta dagsljósi í dimmu breytt, segir Sigurður.Þá segir Sigurður að málin snúi að mestu leyti að öspum. Aspir eigi ekki heima í þröngum húsagörðum og limgerði eins og tíðkast hér á landi. „Það dettur engum í hug að setja górillu í hamstrabúr,“ segir Sigurður. Hægt er að skjóta málum sem þessum til yfirvalda á grundvelli byggingarreglugerða. Sigurður segir mál af þessum toga hafa farið fyrir dómstóla og aspareigendum gert að fella tré. Þó megi ekki taka lögin í sínar eigin hendur, að fella ösp nágrannans sé brot á almennum hegningarlögum sem kallist gertæki. Grípa verði til lagalegra úrræða í þessum efnum, samkvæmt Sigurði Helga Guðjónssyni, formanni Húseigendafélagsins. Heyra má umræður í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan. Reykjavík síðdegis Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Trjágróður á það til að spretta upp og sums staðar úr hófi, á einhverjum stöðum má sjá garðeigendur hamast við að grisja gróðurinn í garðinum en hvenær eru tré orðin of há? Hvenær eru tré farin að valda skemmdum eða spilla sólartíma nágranna? Þessum spurningum veltu Þorgeir, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis fyrir sér og fengu til sín formann Húseigendafélagsins Sigurð Helga Guðjónsson til að svara þeim spurningum sem brunnu á. Sigurður Helgi segir slík mál koma nær daglega á borð húseigendafélagsins að sumri til, málin séu oft mjög illvíg og hatrömm enda séu miklar tilfinningar að baki. „Það er í raun tvöfalt reglukerfi sem gildir um þetta, annars vegar byggingarlöggjöf. Það eru reglur í byggingarreglugerð sem banna að planta hávöxnum trjátegundum á lóðamörkum, ekki nær þeim en fjórir metrar. Ef það er nær mega trén ekki vera meira en 180 sentimetrar á hæð, segir Sigurður Helgi og bætir við upplýsingum um hitt kerfið. „Grenndarréttur og nábýlisréttur, óskráðar reglur sem byggjast á dómafordæmum og fræði kenningum. Meginreglan þar er sú að ekki þurfi að þola meira ónæði en gengur og gerist, mörkin þar á milli eru hárfín og mér finnst hér skorta almenna löggjöf um þessi efni.“ En gæti nágranni, sem finnst ösp í næsta garði skyggja heldur mikið á sig, vísað í reglugerð og fengið hana fellda?„Já, það eru fordæmi fyrir því. Það er gömul saga og ný að svona hávaxin tré geta verið einum til yndis en öðrum til baga og ekki er allt sem vel er grænt. Hávaxin tré geta dagsljósi í dimmu breytt, segir Sigurður.Þá segir Sigurður að málin snúi að mestu leyti að öspum. Aspir eigi ekki heima í þröngum húsagörðum og limgerði eins og tíðkast hér á landi. „Það dettur engum í hug að setja górillu í hamstrabúr,“ segir Sigurður. Hægt er að skjóta málum sem þessum til yfirvalda á grundvelli byggingarreglugerða. Sigurður segir mál af þessum toga hafa farið fyrir dómstóla og aspareigendum gert að fella tré. Þó megi ekki taka lögin í sínar eigin hendur, að fella ösp nágrannans sé brot á almennum hegningarlögum sem kallist gertæki. Grípa verði til lagalegra úrræða í þessum efnum, samkvæmt Sigurði Helga Guðjónssyni, formanni Húseigendafélagsins. Heyra má umræður í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira