Raketta án priks Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 29. júní 2019 11:45 Hraustur vinur minn, sem vikum saman hefur flækst stynjandi frá lækni til læknis í von um að fá bót sársaukafullra íþróttameina, líkir heilbrigðiskerfinu á Íslandi við priklausa rakettu. Því miður virðist hann hafa nokkuð til síns máls. Hann hefur velt fyrir sér í alvöru, heilræðum vinkonu sinnar, hjúkrunarfræðings af gamla skólanum, með starfsreynslu frá mörgum löndum, sem hann í fyrstu taldi grín: Taktu fyrstu vél til Kaupmannahafnar, farðu á hækjunum á Lægevagten, berðu þig aumlega og segðu: hjælp, ráðleggur hún. Af þjáningarsvip hans að dæma, kvaðst vinkonan viss um, að danska kerfið myndi sjá aumur á honum, innrita hann án tafar á sjúkrahús og svo í aðgerð ef þörf krefði. Ef ekki þyrfti aðgerð, gæti hann stólað á örugga leiðsögn um framhaldið. Hér hefur vinurinn farið á heilsugæslu, slysadeild, læknavakt, stofur sérfræðinga og einkaspítala. Sjö læknar hafa ávísað á hann lyfjum. Eftir einn eða tvo fundi gufa sumir þeirra upp, svara ekki síma, sinna ekki skilaboðum og hunsa tölvupóst. Lyf fyrir tugi þúsunda hafa safnast í baðherbergisskápnum og vinur minn er hættur að átta sig á hvað er hvað – hvaða pilla er tekin með hverri, enda örvilnaður sökum þrautanna, sem halda fyrir honum vöku. Vinnu sinnir hann ekki að neinu gagni. Einn læknirinn tjáði honum, að ef ekki yrði gripið í taumana strax, gæti hann fengið drep í beinin sem nuggast saman. Orðið slitgigt var nefnt. Svo bætti hann við að slík mein fylgdu fólki alla tíð. Þess vegna lægi á. Tveir aðrir sögðu að við svo búið mætti ekki standa, því þetta yrði bara verra. Síðan hefur ekki náðst í þá. Enda starfa þeir á mörgum stöðum, stofum og spítölum og að minnsta kosti einn í útlöndum líka. Vinur minn er óheppinn að lenda í þessu að vori, þegar árleg sumarlokun vofir yfir skurðstofum. Hann er þó vongóður um að lausn sé handan við hornið með hjálp góðra manna. En raunirnar vitna um laskað kerfi. Þær staðfesta að sagan um að góða heilsu þurfi til að eiga við heilbrigðiskerfið – nema ættingjar eða vinir kippi í spotta – er ekki bara grín. Hún styrkir þann grun, að vandasamt sé að vera með tvö kerfi í gangi, amerískt og norrænt. Sumir segja að reikningar sérfræðinganna úti í bæ gleypi stóran hluta opinbera fjárins – þannig fleyti ameríska kerfið rjómann ofan af því norræna og dragi úr því þróttinn. Er það svo? Kannski telja einhverjir tilganginn helga meðalið því ónýtt opinbert kerfi styrki draumsýnina um einkarekstur og milligöngu tryggingafélaga, eins og tíðkast vestanhafs? Hvað sem því líður, rakettan má ekki vera priklaus öllu lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Hraustur vinur minn, sem vikum saman hefur flækst stynjandi frá lækni til læknis í von um að fá bót sársaukafullra íþróttameina, líkir heilbrigðiskerfinu á Íslandi við priklausa rakettu. Því miður virðist hann hafa nokkuð til síns máls. Hann hefur velt fyrir sér í alvöru, heilræðum vinkonu sinnar, hjúkrunarfræðings af gamla skólanum, með starfsreynslu frá mörgum löndum, sem hann í fyrstu taldi grín: Taktu fyrstu vél til Kaupmannahafnar, farðu á hækjunum á Lægevagten, berðu þig aumlega og segðu: hjælp, ráðleggur hún. Af þjáningarsvip hans að dæma, kvaðst vinkonan viss um, að danska kerfið myndi sjá aumur á honum, innrita hann án tafar á sjúkrahús og svo í aðgerð ef þörf krefði. Ef ekki þyrfti aðgerð, gæti hann stólað á örugga leiðsögn um framhaldið. Hér hefur vinurinn farið á heilsugæslu, slysadeild, læknavakt, stofur sérfræðinga og einkaspítala. Sjö læknar hafa ávísað á hann lyfjum. Eftir einn eða tvo fundi gufa sumir þeirra upp, svara ekki síma, sinna ekki skilaboðum og hunsa tölvupóst. Lyf fyrir tugi þúsunda hafa safnast í baðherbergisskápnum og vinur minn er hættur að átta sig á hvað er hvað – hvaða pilla er tekin með hverri, enda örvilnaður sökum þrautanna, sem halda fyrir honum vöku. Vinnu sinnir hann ekki að neinu gagni. Einn læknirinn tjáði honum, að ef ekki yrði gripið í taumana strax, gæti hann fengið drep í beinin sem nuggast saman. Orðið slitgigt var nefnt. Svo bætti hann við að slík mein fylgdu fólki alla tíð. Þess vegna lægi á. Tveir aðrir sögðu að við svo búið mætti ekki standa, því þetta yrði bara verra. Síðan hefur ekki náðst í þá. Enda starfa þeir á mörgum stöðum, stofum og spítölum og að minnsta kosti einn í útlöndum líka. Vinur minn er óheppinn að lenda í þessu að vori, þegar árleg sumarlokun vofir yfir skurðstofum. Hann er þó vongóður um að lausn sé handan við hornið með hjálp góðra manna. En raunirnar vitna um laskað kerfi. Þær staðfesta að sagan um að góða heilsu þurfi til að eiga við heilbrigðiskerfið – nema ættingjar eða vinir kippi í spotta – er ekki bara grín. Hún styrkir þann grun, að vandasamt sé að vera með tvö kerfi í gangi, amerískt og norrænt. Sumir segja að reikningar sérfræðinganna úti í bæ gleypi stóran hluta opinbera fjárins – þannig fleyti ameríska kerfið rjómann ofan af því norræna og dragi úr því þróttinn. Er það svo? Kannski telja einhverjir tilganginn helga meðalið því ónýtt opinbert kerfi styrki draumsýnina um einkarekstur og milligöngu tryggingafélaga, eins og tíðkast vestanhafs? Hvað sem því líður, rakettan má ekki vera priklaus öllu lengur.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun