Þessi útgáfa Hot Ones var þó nokkuð styttri en vanalegt er enda var þátturinn í þetta sinn innslag í The Tonight Show, spjallþætti Jimmy Fallon. Fallon og Gomez urðu því bæði fyrir rótsterkum vængjum Evans.
Stjörnunar tvær þóttu standa sig ágætlega og virtist Gomez taka sósunum betur en Fallon. Síðasta sósan sem þykir 400 sinnum sterkari en Jalapeno pipar virkjaði hins vegar tárakirtla söngkonunnar sem átti í mestu vandræðum sökum sósunnar.
Jimmy Fallon þótti ekki standa sig betur en sjón er sögu ríkari og má sjá innslagið hér að neðan