Mótmælendur ýmist skelkaðir eða særðir vegna framgöngu lögreglu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2019 08:51 Þúsundir gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong í gær til að láta í ljós andstöðu sína við umdeilt lagafrumvarp sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. Vísir/ap Mótmælendur fundu sig knúna til að hafa sig á brott í gærkvöldi vegna framgöngu óeirðarlögreglu en mannréttindasamtök hafa sakað lögregluna um óhóflegt harðræði. Mótmælendur voru afar skelkaðir en rúmlega sjötíu manns særðust í hörðum átökum. Þúsundir gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong í gær til að láta í ljós andstöðu sína við umdeilt lagafrumvarp sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. Óeirðarlögregla var send á vettvang mótmælanna og hún brást við með táragasi, piparúða, háþrýstidælum og gúmmíkúlum í þeim tilgangi að brjóta á bak aftur mótmælin. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch fordæma aðgerðirnar lögreglu og saka hana um að hafa gengið fram með óhóflegri hörku sem væri í engu samræmi við tilefnið. Rúmlega sjötíu manns særðust í átökunum þar af liggja tveir þungt haldnir á sjúkrahúsi. Tuttugu og einn lögreglumaður særðist en níu voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.Óeirðarlögreglan notaði háþrýstidælur, táragas, piparúða og gúmmíkúlur til að brjóta mótmælin á bak aftur.Vísir/apSakar mótmælendur um „skipulagðar óeirðir“ Stjórnvöld fundu sig knúin til að loka nokkrum skrifstofum hins opinbera í fjármálahverfi borgarinnar vegna mótmælanna. Carrie Lam, æðsti embættismaður sjálfstjórnarhéraðsins Hong Kong, sagði í gærkvöldi að mótmælin væru ekkert annað en „skipulagðar óeirðir.“ Slíkt væri óásættanlegt í siðmenntuðum samfélögum. Mótmælendur eru hræddir um að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu og hafa látið í ljós áhyggjur sínar af gerræðislegu réttarfari í Kína, þvinguðum játningum og pyntingum og vilja að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum. Andstæðingar laganna saka Carrie Lam um að hafa svikið íbúa Hong Kong. Lam komst við í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi og hafnaði ásökunum alfarið. „Ég ólst upp á meðal íbúa Hong Kong. Ást mín til borgarinnar hefur orðið til þess að ég hef þurft að færa miklar fórnir í hennar þágu.“ Þrátt fyrir að mikil óánægja ríki með lagafrumvarpið hyggjast stjórnvöld koma því í gegnum þingið. Áætlað er að þingið greiði atkvæði um frumvarpið 20. júní.Mótmælendur eru hræddir um að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu og hafa látið í ljós áhyggjur sínar af gerræðislegu réttarfari í Kína, þvinguðum játningum og pyntingum og vilja að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum.Vísir/ap Hong Kong Tengdar fréttir Brugðust við fjöldamótmælum með táragasi og háþrýstidælum Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda í Hong Kong. 12. júní 2019 08:54 Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16 Umdeildu lagafrumvarpi mótmælt í Hong Kong Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. 12. júní 2019 16:34 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Mótmælendur fundu sig knúna til að hafa sig á brott í gærkvöldi vegna framgöngu óeirðarlögreglu en mannréttindasamtök hafa sakað lögregluna um óhóflegt harðræði. Mótmælendur voru afar skelkaðir en rúmlega sjötíu manns særðust í hörðum átökum. Þúsundir gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong í gær til að láta í ljós andstöðu sína við umdeilt lagafrumvarp sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. Óeirðarlögregla var send á vettvang mótmælanna og hún brást við með táragasi, piparúða, háþrýstidælum og gúmmíkúlum í þeim tilgangi að brjóta á bak aftur mótmælin. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch fordæma aðgerðirnar lögreglu og saka hana um að hafa gengið fram með óhóflegri hörku sem væri í engu samræmi við tilefnið. Rúmlega sjötíu manns særðust í átökunum þar af liggja tveir þungt haldnir á sjúkrahúsi. Tuttugu og einn lögreglumaður særðist en níu voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.Óeirðarlögreglan notaði háþrýstidælur, táragas, piparúða og gúmmíkúlur til að brjóta mótmælin á bak aftur.Vísir/apSakar mótmælendur um „skipulagðar óeirðir“ Stjórnvöld fundu sig knúin til að loka nokkrum skrifstofum hins opinbera í fjármálahverfi borgarinnar vegna mótmælanna. Carrie Lam, æðsti embættismaður sjálfstjórnarhéraðsins Hong Kong, sagði í gærkvöldi að mótmælin væru ekkert annað en „skipulagðar óeirðir.“ Slíkt væri óásættanlegt í siðmenntuðum samfélögum. Mótmælendur eru hræddir um að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu og hafa látið í ljós áhyggjur sínar af gerræðislegu réttarfari í Kína, þvinguðum játningum og pyntingum og vilja að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum. Andstæðingar laganna saka Carrie Lam um að hafa svikið íbúa Hong Kong. Lam komst við í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi og hafnaði ásökunum alfarið. „Ég ólst upp á meðal íbúa Hong Kong. Ást mín til borgarinnar hefur orðið til þess að ég hef þurft að færa miklar fórnir í hennar þágu.“ Þrátt fyrir að mikil óánægja ríki með lagafrumvarpið hyggjast stjórnvöld koma því í gegnum þingið. Áætlað er að þingið greiði atkvæði um frumvarpið 20. júní.Mótmælendur eru hræddir um að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu og hafa látið í ljós áhyggjur sínar af gerræðislegu réttarfari í Kína, þvinguðum játningum og pyntingum og vilja að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum.Vísir/ap
Hong Kong Tengdar fréttir Brugðust við fjöldamótmælum með táragasi og háþrýstidælum Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda í Hong Kong. 12. júní 2019 08:54 Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16 Umdeildu lagafrumvarpi mótmælt í Hong Kong Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. 12. júní 2019 16:34 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Brugðust við fjöldamótmælum með táragasi og háþrýstidælum Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda í Hong Kong. 12. júní 2019 08:54
Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16
Umdeildu lagafrumvarpi mótmælt í Hong Kong Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. 12. júní 2019 16:34