Lífið

Bieber hættur við að lúskra á Tom Cruise

Andri Eysteinsson skrifar
Bieber bakkaði út úr bardaganum.
Bieber bakkaði út úr bardaganum. Samsett/Getty
Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber hefur nú dregið til baka áskorun sína á hendur leikarans Tom Cruise en Bieber vildi að Cruise mætti sér í hringnum. Bieber sendi áskorunina á leikarann í gegnum Twitter í vikunni og sagði að ef Cruise gengist ekki við áskoruninni væri hann ekkert nema hræðslupúki.

Nú hefur Bieber dregið áskorunina til baka, sagt að um grín væri að ræða og að Cruise myndi örugglega berja hann í spað. Bieber greindi frá þessu í viðtali við slúðurfréttamiðilinn TMZ. Bieber sagðist hafa horft á viðtal við Cruise og því hafi hann verið honum ofarlega í huga þegar hann ákvað að skrifa „bull“ tíst.

„Ég geri það stundum, skrifa eitthvað bull“ sagði Bieber og bætti við „Ég myndi þurfa að komast í ansi gott form. Hann væri eflaust í öðrum þyngdarflokki en ég og myndi kýla mig kaldan“ sagði popparinn kanadíski.

Bardagakappinn Conor McGregor hafði tekið vel í hugmyndina um bardaga milli hins 25 ára Bieber og 56 ára Cruise og bauðst til þess að sjá til þess að bardaginn færi fram. Bieber svaraði því tilboði aldrei, rétt eins og Cruise svaraði aldrei áskorun Bieber. Viðbrögð McGregor við þessum vonbrigðafregnum liggja ekki fyrir.


Tengdar fréttir

Bieber vill lúskra á Tom Cruise

Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber, sem gerði garðinn frægann á unga aldri með lögum á borð við Baby og seinna meir Boyfriend, hefur skorað á bandaríska stórleikarann Tom Cruise í slag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×