Vantrú fagnar sigri en bingóið er komið til að vera Andri Eysteinsson skrifar 13. júní 2019 12:00 Vantrú hefur haldið Bingó við Austurvöll frá árinu 2007. Nú hefur lögunum verið breytt en bingóið er komið til að vera. Vísir/Sigurjón Breytingar á lögum um helgidagafrið voru samþykktar á Alþingi í gær og verður skemmtanahald því ekki lengur bannað á helgidögum þjóðkirkjunnar. Samtökin Vantrú hafa frá árinu 2007 staðið fyrir mótmælum gegn löggjöf, sem þeirri sem nú hefur verið breytt, og eru þekktust mótmæli í formi bingós á Austurvelli föstudaginn langa á ári hverju. Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar, segir meðlimi samtakanna vera mjög ánægða með lagabreytinguna. Okkur finnst að það eigi að vera trúarlega hlutlaust ríkisvald og löggjöf sem hyglir ekki sérstaklega einhverri trúararfleifð, sagði Sindri. „Það er ekki að það sé svo hræðilegt að geta ekki spilað bingó heldur, að það séu sérréttindi fyrir ákveðna trúarskoðun í landslögum sem okkur finnst ekki í samræmi við jafnræðissjónarmið“ segir Sindri í samtali við Vísi. Bingó Vantrúar á Austurvelli á föstudeginum langa hefur nú verið haldið 13. Sinnum en Vantrú stóð fyrir fyrsta bingóinu 2007. Nú hefur markmiðinu verið náð og því væntanlega útséð með Vantrúar bingó, eða hvað? „Það getur vel verið að við höldum bingó til þess að halda upp á eitthvað, þetta er orðinn siður sem okkur finnst mjög skemmtilegur. Bingóið verður allavega löglegt næst,“ segir Sindri. Breytingarnar voru samþykktar af meirihluta Alþingis í gær en 44 greiddu atkvæði með tillögunni en níu gegn henni, allir þeir níu voru þingmenn Miðflokksins. Sindri segir það ekki hafa komið sér á óvart að svo hafi farið, niðurstaða þeirra sé í anda flokksins. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins, tveir framsóknarmenn og einn þingmaður Vinstri Grænna greiddu ekki atkvæði sökum fjarveru er breytingarnar voru samþykktar. Með því náðist markmið Vantrúar en að hverju munu samtökin snúa sér næst? „Sóknargjöldin eru alltaf eitthvað sem við erum að hugsa um en það er margt annað, það er ekkert eitt sérstakt mál sem verður „okkar“ mál næst, við lítum á þetta með breiðu samhengi.“ segir Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar. Alþingi Trúmál Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Breytingar á lögum um helgidagafrið voru samþykktar á Alþingi í gær og verður skemmtanahald því ekki lengur bannað á helgidögum þjóðkirkjunnar. Samtökin Vantrú hafa frá árinu 2007 staðið fyrir mótmælum gegn löggjöf, sem þeirri sem nú hefur verið breytt, og eru þekktust mótmæli í formi bingós á Austurvelli föstudaginn langa á ári hverju. Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar, segir meðlimi samtakanna vera mjög ánægða með lagabreytinguna. Okkur finnst að það eigi að vera trúarlega hlutlaust ríkisvald og löggjöf sem hyglir ekki sérstaklega einhverri trúararfleifð, sagði Sindri. „Það er ekki að það sé svo hræðilegt að geta ekki spilað bingó heldur, að það séu sérréttindi fyrir ákveðna trúarskoðun í landslögum sem okkur finnst ekki í samræmi við jafnræðissjónarmið“ segir Sindri í samtali við Vísi. Bingó Vantrúar á Austurvelli á föstudeginum langa hefur nú verið haldið 13. Sinnum en Vantrú stóð fyrir fyrsta bingóinu 2007. Nú hefur markmiðinu verið náð og því væntanlega útséð með Vantrúar bingó, eða hvað? „Það getur vel verið að við höldum bingó til þess að halda upp á eitthvað, þetta er orðinn siður sem okkur finnst mjög skemmtilegur. Bingóið verður allavega löglegt næst,“ segir Sindri. Breytingarnar voru samþykktar af meirihluta Alþingis í gær en 44 greiddu atkvæði með tillögunni en níu gegn henni, allir þeir níu voru þingmenn Miðflokksins. Sindri segir það ekki hafa komið sér á óvart að svo hafi farið, niðurstaða þeirra sé í anda flokksins. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins, tveir framsóknarmenn og einn þingmaður Vinstri Grænna greiddu ekki atkvæði sökum fjarveru er breytingarnar voru samþykktar. Með því náðist markmið Vantrúar en að hverju munu samtökin snúa sér næst? „Sóknargjöldin eru alltaf eitthvað sem við erum að hugsa um en það er margt annað, það er ekkert eitt sérstakt mál sem verður „okkar“ mál næst, við lítum á þetta með breiðu samhengi.“ segir Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar.
Alþingi Trúmál Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira