Innlent

Skerpa þurfi á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum

Sighvatur Jónsson skrifar
Formaður Bændasamtaka Íslands segir mikilvægt að Matvælastofnun geri skimun sem þessa.
Formaður Bændasamtaka Íslands segir mikilvægt að Matvælastofnun geri skimun sem þessa. Vísir/Getty

Formaður Bændasamtaka Íslands segir niðurstöður Matvælastofnunar um sjúkdómsvaldandi bakteríur í íslensku lamba- og nautakjöti koma á óvart. Rannsaka þurfi málin betur og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum. Skoðunin hafi hins vegar leitt í ljós sterka stöðu svína- og kjúklingakjöts.

Við skoðun Matvælastofnunar fundust eiturmyndandi E. coli bakteríur í íslensku lamba- og nautakjöti. Sóttvarnalæknir segir þetta til marks um að sjúkdómsmyndandi bakteríur finnist í íslenskri kjötframleiðslu líkt og þeirri erlendu.

Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að skimun sem þessi hafi ekki áður verið gerð á kjötvörum í verslunum hér á landi. Niðurstöðurnar varðandi kjöt af sauðfé og nautgripum hafi komið á óvart.

„Miðað við þær sýkingar sem hafa komið fram í fólki þá er þetta meira heldur en menn áttu von á. En við vitum að E. coli er til staðar og er alls staðar, þannig að það er ekki skrítið að þessar ákveðnu bakteríur séu það líka.“

Formaður Bændasamtaka Íslands segir stöðu íslensks kjúklinga- og svínakjöts vera sterka.Vísir/Getty

Guðrún hjá Bændasamtökunum bendir á að samanburður við önnur lönd í Evrópu sýni að sýkingar af völdum E. coli bakteríu séu mjög fáar hér á landi og tíðni þeirra með því lægsta sem gerist í álfunni.

Matvælastofnun segir að hvorki salmonella né kampýlóbakter hafi greinst í svína- og fuglakjöti að undanskildu einu sýni af svínakjöti þar sem fannst salmonella.

„Þarna er löng saga um fyrirbyggjandi aðgerðir sem skila sér í frábærri stöðu í dag.“

Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, segist ekki hafa áhyggjur af orðspori um hreinleika íslensks kjöts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×