Ekki ástæða til að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólu Sylvía Hall skrifar 15. júní 2019 14:42 Faraldurinn hefur færst yfir til Úganda. Vísir/Getty Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur ákveðið að lýsa ekki yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólufaraldursins í Austur-Kongó. Faraldurinn er sá versti frá því á árunum 2013 til 2016 og bendir fátt til þess að hann sé í rénum. Á föstudag ákvað stofnunin að það væri ekki ástæða til þess að lýsa yfir neyðarástandi þrátt fyrir að faraldurinn væri nú búinn að færast yfir til Úganda en þetta kemur fram á vef Reuters. Var slík yfirlýsing sögð valda of miklum skaða fyrir hagkerfi heimsins. Þá voru nærliggjandi lönd hvött til þess að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að bregðast við ebólusmitum líkt og Úganda hafði gert. Þá segja þau faraldurinn ekki vera vandamál á heimsvísu heldur einungis bundið við Austur-Kongó og nærliggjandi lönd.Um 1.400 manns hafa látist af völdum faraldursins.Vísir/Getty„Það er skoðun nefndarinnar að það er enginn ávinningur af því að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu en það er mögulega stór fórnarkostnaður fólginn í því,“ sagði Dr. Preben Aavitsland, formaður nefndar sérfræðinga sem sker úr um svona málefni. Nefndin samanstendur af þrettán sérfræðingum í læknavísindum. Nokkur alþjóðleg læknasamtök hafa kallað eftir því að nefndin lýsi yfir neyðarástandi. Þau segja slíkt leiða til þess að viðeigandi ráðstafanir yrðu gerðar í heilbrigðismálum og fjármagn til málaflokksins yrði þannig tryggt. Um það bil 1.400 manns hafa látið lífið í þeim faraldri sem nú geysar í Austur-Kongó og var fyrsta smitið greint í Úganda nú á dögunum. Um var að ræða fimm ára dreng sem lést af völdum veirunnar eftir að hafa ferðast til Austur-Kongó með fjölskyldu sinni. Austur-Kongó Ebóla Úganda Tengdar fréttir Stutt í að þúsund hafi dáið vegna ebólu í Austur-Kongó Faraldurinn hefur herjað á íbúa landsins í um níu mánuði en hjálparstarf og bólusetningar hafa ekki gengið nægilega vel. 3. maí 2019 14:06 Endurkoma ebólu í Austur-Kongó sögð ógnvekjandi Útbreiðsla veirunnar heldur áfram að aukst þrátt fyrir að meira en átta mánuðir séu liðnir frá því að fyrsta smitið greindist. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, í faraldrinum sem dró á tólfta þúsund manns til bana í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016. 12. júní 2019 20:27 Háttsettur starfsmaður WHO myrtur í Kongó Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). 19. apríl 2019 22:02 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur ákveðið að lýsa ekki yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólufaraldursins í Austur-Kongó. Faraldurinn er sá versti frá því á árunum 2013 til 2016 og bendir fátt til þess að hann sé í rénum. Á föstudag ákvað stofnunin að það væri ekki ástæða til þess að lýsa yfir neyðarástandi þrátt fyrir að faraldurinn væri nú búinn að færast yfir til Úganda en þetta kemur fram á vef Reuters. Var slík yfirlýsing sögð valda of miklum skaða fyrir hagkerfi heimsins. Þá voru nærliggjandi lönd hvött til þess að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að bregðast við ebólusmitum líkt og Úganda hafði gert. Þá segja þau faraldurinn ekki vera vandamál á heimsvísu heldur einungis bundið við Austur-Kongó og nærliggjandi lönd.Um 1.400 manns hafa látist af völdum faraldursins.Vísir/Getty„Það er skoðun nefndarinnar að það er enginn ávinningur af því að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu en það er mögulega stór fórnarkostnaður fólginn í því,“ sagði Dr. Preben Aavitsland, formaður nefndar sérfræðinga sem sker úr um svona málefni. Nefndin samanstendur af þrettán sérfræðingum í læknavísindum. Nokkur alþjóðleg læknasamtök hafa kallað eftir því að nefndin lýsi yfir neyðarástandi. Þau segja slíkt leiða til þess að viðeigandi ráðstafanir yrðu gerðar í heilbrigðismálum og fjármagn til málaflokksins yrði þannig tryggt. Um það bil 1.400 manns hafa látið lífið í þeim faraldri sem nú geysar í Austur-Kongó og var fyrsta smitið greint í Úganda nú á dögunum. Um var að ræða fimm ára dreng sem lést af völdum veirunnar eftir að hafa ferðast til Austur-Kongó með fjölskyldu sinni.
Austur-Kongó Ebóla Úganda Tengdar fréttir Stutt í að þúsund hafi dáið vegna ebólu í Austur-Kongó Faraldurinn hefur herjað á íbúa landsins í um níu mánuði en hjálparstarf og bólusetningar hafa ekki gengið nægilega vel. 3. maí 2019 14:06 Endurkoma ebólu í Austur-Kongó sögð ógnvekjandi Útbreiðsla veirunnar heldur áfram að aukst þrátt fyrir að meira en átta mánuðir séu liðnir frá því að fyrsta smitið greindist. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, í faraldrinum sem dró á tólfta þúsund manns til bana í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016. 12. júní 2019 20:27 Háttsettur starfsmaður WHO myrtur í Kongó Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). 19. apríl 2019 22:02 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Stutt í að þúsund hafi dáið vegna ebólu í Austur-Kongó Faraldurinn hefur herjað á íbúa landsins í um níu mánuði en hjálparstarf og bólusetningar hafa ekki gengið nægilega vel. 3. maí 2019 14:06
Endurkoma ebólu í Austur-Kongó sögð ógnvekjandi Útbreiðsla veirunnar heldur áfram að aukst þrátt fyrir að meira en átta mánuðir séu liðnir frá því að fyrsta smitið greindist. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, í faraldrinum sem dró á tólfta þúsund manns til bana í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016. 12. júní 2019 20:27
Háttsettur starfsmaður WHO myrtur í Kongó Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). 19. apríl 2019 22:02