Tímasóun Lára G. Sigurðardóttir skrifar 17. júní 2019 11:00 Karoshi er þekkt fyrirbæri í Japan þar sem fólk deyr skyndilega eftir að ofkeyra sig í vinnu. Dánarorsök er venjulega hjartaáfall eða heilablóðfall af völdum streitu. Stundum sjálfsvíg. Í vikunni var greint frá íslenskri rannsókn þar sem kom í ljós að unglingar eru svefnvana, þreyttir og undir of miklu álagi. Íþróttir eru seint að kvöldi, skjánotkun eftirlitslaus og þeir telja sig vera að sóa tíma sé ekki nóg fyrir stafni haft. Þetta er ekki fyrsta rannsóknin sem sýnir að börnin okkar eru á hraðri leið inn í heim streitu og vanlíðanar. Leið til betri vegar er í sjónmáli. Þau nefna dæmi eins og að hafa íþróttaiðkun fyrr á daginn. Það er vel þekkt í svefnvísindum að eitt mikilvægasta svefnráðið er einmitt að stunda líkamsrækt fyrir kvöldmatartíma því æfing seint að kvöldi getur seinkað lífklukkunni og skert svefngæði. Þegar þau segjast vera eftirlitslaus og gleyma sér í símanum eru þau að senda skilaboð um að þau þurfi aðhald. Blátt ljós frá skjáum seint að kvöldi seinkar enn frekar lífklukkunni (sem er þegar seinkuð hjá unglingum) og skerðir svefn. Hér er gott að minna á orð Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis hjá Streituskólanum: „Allir upplifa streitu og hún lagast ef maður hvílist. Hvíldin byggir upp heilann og styrkir okkur og ver okkur gegn álaginu.“ Hvaðan ætli börnin okkar fái þá hugmynd að það sé slæmt að vera ekki með mikið skipulag og mikið að gera, það sé sóun á tíma? Þau eiga alla sína ævi fram undan og orðið tímasóun skýtur því skökku við. Við sem foreldrar og samfélag þurfum að finna börnunum betri farveg með svefn og slökun innanborðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Karoshi er þekkt fyrirbæri í Japan þar sem fólk deyr skyndilega eftir að ofkeyra sig í vinnu. Dánarorsök er venjulega hjartaáfall eða heilablóðfall af völdum streitu. Stundum sjálfsvíg. Í vikunni var greint frá íslenskri rannsókn þar sem kom í ljós að unglingar eru svefnvana, þreyttir og undir of miklu álagi. Íþróttir eru seint að kvöldi, skjánotkun eftirlitslaus og þeir telja sig vera að sóa tíma sé ekki nóg fyrir stafni haft. Þetta er ekki fyrsta rannsóknin sem sýnir að börnin okkar eru á hraðri leið inn í heim streitu og vanlíðanar. Leið til betri vegar er í sjónmáli. Þau nefna dæmi eins og að hafa íþróttaiðkun fyrr á daginn. Það er vel þekkt í svefnvísindum að eitt mikilvægasta svefnráðið er einmitt að stunda líkamsrækt fyrir kvöldmatartíma því æfing seint að kvöldi getur seinkað lífklukkunni og skert svefngæði. Þegar þau segjast vera eftirlitslaus og gleyma sér í símanum eru þau að senda skilaboð um að þau þurfi aðhald. Blátt ljós frá skjáum seint að kvöldi seinkar enn frekar lífklukkunni (sem er þegar seinkuð hjá unglingum) og skerðir svefn. Hér er gott að minna á orð Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis hjá Streituskólanum: „Allir upplifa streitu og hún lagast ef maður hvílist. Hvíldin byggir upp heilann og styrkir okkur og ver okkur gegn álaginu.“ Hvaðan ætli börnin okkar fái þá hugmynd að það sé slæmt að vera ekki með mikið skipulag og mikið að gera, það sé sóun á tíma? Þau eiga alla sína ævi fram undan og orðið tímasóun skýtur því skökku við. Við sem foreldrar og samfélag þurfum að finna börnunum betri farveg með svefn og slökun innanborðs.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar