Icelandair fellir niður flug til Tampa Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júní 2019 08:00 Þrjár Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair á athafnasvæði Boeing í Seattle þar sem þær bíða þess að kyrrsetningu vélanna verði aflétt. Getty/ David Ryder Icelandair mun frá og með september næstkomandi hætta áætlunarflugi til Tampa á Florida, um tveimur árum eftir að áætlunarflug þangað hófst. Flugfélagið hefur flogið þangað fjórum sinnum í viku og flutti tæplega 25 þúsund farþega til Tampa í fyrra. Icelandair mun áfram fljúga til Orlando á Florida, en um 140 kílómetrar eru þaðan til Tampa. Flogið verður 5 til 7 sinnum í viku. Flugfélagið flýgur jafnframt til 13 annarra áfangastaða í Bandaríkjunum. „Við erum alltaf að vega og meta leiðarkerfið hjá okkur og höfum verið að endurskoða það að vera með tvo áfangastaði í Flórída. Þetta er niðurstaðan - við teljum það skila betri árangri að sameina þessa áfangastaði og einbeita okkur að Orlando,“ segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Icelandair greindi stjórnendum alþjóðaflugvallarins í Tampa frá áformum sínum í síðasta mánuði, að sögn talsmanns flugvallarins, án þess þó að tilgreina hvað byggi að baki ákvörðuninni. Icelandair hefur þó þurft að hagræða í leiðakerfi sínu vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX-þotunum, sem voru um 14 prósent flugvélaflota félagsins. Til að mynda flýgur Icelandair ekki lengur til Cleveland, Halifax og Nova Scotia.Sjá einnig: Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél IcelandairÞrátt fyrir að Icelandair hafi aðeins flutt um 0,1 prósent af öllum farþegum sem fóru um alþjóðaflugvöllinn í Tampa þá eru efnhagsleg áhrif áætlunarflugsins sögð töluverð. Þannig er áætlað í þarlendum miðlum að áætlunarflugið hafi skapað 259 störf í Tampa og að bein efnahagleg áhrif þess hafi numið rúmið 14 milljónum dala, 1,7 milljörðum króna, árlega.Fréttin var uppfærð eftir að svör bárust frá Icelandair Bandaríkin Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair fellir niður um hundrað ferðir og tekur þriðju vélina á leigu Icelandair hyggst fjölga ferðum sínum til Suður-Evrópu vegna breytinga á samkeppnisumhverfinu. 10. apríl 2019 08:49 Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Hætta við flug til Halifax og Cleveland Forsvarsmenn Icelandair hafa ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til borganna Cleveland og Halifax í sumar. 27. mars 2019 07:33 Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Icelandair mun frá og með september næstkomandi hætta áætlunarflugi til Tampa á Florida, um tveimur árum eftir að áætlunarflug þangað hófst. Flugfélagið hefur flogið þangað fjórum sinnum í viku og flutti tæplega 25 þúsund farþega til Tampa í fyrra. Icelandair mun áfram fljúga til Orlando á Florida, en um 140 kílómetrar eru þaðan til Tampa. Flogið verður 5 til 7 sinnum í viku. Flugfélagið flýgur jafnframt til 13 annarra áfangastaða í Bandaríkjunum. „Við erum alltaf að vega og meta leiðarkerfið hjá okkur og höfum verið að endurskoða það að vera með tvo áfangastaði í Flórída. Þetta er niðurstaðan - við teljum það skila betri árangri að sameina þessa áfangastaði og einbeita okkur að Orlando,“ segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Icelandair greindi stjórnendum alþjóðaflugvallarins í Tampa frá áformum sínum í síðasta mánuði, að sögn talsmanns flugvallarins, án þess þó að tilgreina hvað byggi að baki ákvörðuninni. Icelandair hefur þó þurft að hagræða í leiðakerfi sínu vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX-þotunum, sem voru um 14 prósent flugvélaflota félagsins. Til að mynda flýgur Icelandair ekki lengur til Cleveland, Halifax og Nova Scotia.Sjá einnig: Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél IcelandairÞrátt fyrir að Icelandair hafi aðeins flutt um 0,1 prósent af öllum farþegum sem fóru um alþjóðaflugvöllinn í Tampa þá eru efnhagsleg áhrif áætlunarflugsins sögð töluverð. Þannig er áætlað í þarlendum miðlum að áætlunarflugið hafi skapað 259 störf í Tampa og að bein efnahagleg áhrif þess hafi numið rúmið 14 milljónum dala, 1,7 milljörðum króna, árlega.Fréttin var uppfærð eftir að svör bárust frá Icelandair
Bandaríkin Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair fellir niður um hundrað ferðir og tekur þriðju vélina á leigu Icelandair hyggst fjölga ferðum sínum til Suður-Evrópu vegna breytinga á samkeppnisumhverfinu. 10. apríl 2019 08:49 Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Hætta við flug til Halifax og Cleveland Forsvarsmenn Icelandair hafa ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til borganna Cleveland og Halifax í sumar. 27. mars 2019 07:33 Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Icelandair fellir niður um hundrað ferðir og tekur þriðju vélina á leigu Icelandair hyggst fjölga ferðum sínum til Suður-Evrópu vegna breytinga á samkeppnisumhverfinu. 10. apríl 2019 08:49
Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05
Hætta við flug til Halifax og Cleveland Forsvarsmenn Icelandair hafa ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til borganna Cleveland og Halifax í sumar. 27. mars 2019 07:33