Aukið aðgengi jafngildir aukinni áfengisneyslu Laufey Tryggvadóttir skrifar 19. júní 2019 07:00 Afleiðingar aukins aðgengis að áfengi hafa verið margrannsakaðar og hafa meðal annars bein áhrif til fjölgunar dauðsfalla af völdum krabbameina. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að draga úr áfengisneyslu til að bæta heilsufar þjóða. Enn fremur hefur stofnunin ítrekað bent á að langáhrifaríkustu aðferðirnar til að minnka áfengisneyslu séu í höndum stjórnvalda; verðstýring, aðgangstakmörkun og auglýsingabann. Því miður hefur fræðsla ekki nærri eins mikil áhrif og þessar takmarkanir. Þegar sala áfengis er gefin frjáls eykst neyslan til muna. Rannsökuð voru áhrif þess ef aflétt yrði ríkiseinokun í Svíþjóð. Í ljós kom að drykkjan myndi aukast um 20% ef einkareknar sérverslanir tækju við sölunni, en um 31% ef það yrðu almennar verslanir. Áfengistengd dauðsföll vegna krabbameina myndu aukast um 18% ef áfengi færi í sérverslanir og um 29% ef það færi í almennar verslanir. Í yfir 30 ár hefur verið þekkt að áfengisneysla eykur líkur á krabbameinum í munnholi, koki, barka, vélinda, lifur, brjóstum og ristli. Ekki skiptir máli hvaða tegundar áfengis er neytt, þ.e. hvort um er að ræða bjór, létt vín eða sterkt, því vínandinn og niðurbrotsefni hans acetaldehýð eru staðfestir krabbameinsvaldar. Þriðjungur jarðarbúa neytir áfengis og árlega má rekja þrjár milljónir dauðsfalla til drykkjunnar. Krabbamein valda stórum hluta þessara dauðsfalla og hjá einstaklingum yfir 50 ára eru þau í efsta sæti dánarorsaka af völdum áfengisneyslu. Í nýlegri fjölþjóðlegri rannsókn sem birtist í Lancet, kom skýrt í ljós að engin heilsubót felst í því að drekka eitt glas á dag, þvert á móti. Þótt neysla undir einu glasi á dag geti lækkað áhættu á blóðþurrð í hjarta og á sykursýki hjá konum þá vegur aukin áhætta á krabbameinum og fleiri sjúkdómum það upp. Enginn lágmarksskammtur af áfengi er góður fyrir heilsuna þegar heildarmyndin er skoðuð og þótt margir kjósi að neyta áfengis í hófi þá er ljóst neyslan mun ekki bæta heilsuna. Miðað við óbreyttar drykkjuvenjur má búast við 83.000 áfengistengdum krabbameinstilfellum næstu 30 árin á Norðurlöndunum – flestum í ristli – og endaþarmi og brjóstum. Áfengisneysla er auðvitað aðeins einn af mörgum áhættuþáttum krabbameina en skýrir til dæmis um 5% brjóstakrabbameina og 3% ristil-og endaþarmskrabbameina á Norðurlöndunum. Velferðarráðuneytið gaf árið 2016 út rit um Lýðheilsustefnu og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi – með sérstakri áherslu á börn og ungmenni að 18 ára aldri. Þar kemur meðal annars fram að meðal virkra aðgerða til að sporna við skaðlegum áhrifum áfengisneyslu er stýring á áfengisneyslu með verði, einkasölu ríkis og háum aldursmörkum til áfengiskaupa. Þetta sé í samræmi við stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Það má velta fyrir sér orsökum þess að ítrekað komi fram hugmyndir um að auka aðgengi að áfengi og leyfa áfengisauglýsingar. Við ættum einmitt að fagna þeirri góðu umgjörð sem hér er – svipaðri og á hinum Norðurlöndunum nema í Danmörku, þar sem mest er drukkið. Getur verið að undirliggjandi sé þrýstingur frá hagsmunaaðilum á borð við tilteknar verslanir, innflytjendur og jafnvel fjölmiðla sem munu hagnast af sölu áfengisauglýsinga? Enginn vafi er á að lýðheilsa þjóðarinnar verður fórnarlambið ef þessar breytingartillögur ná fram að ganga á Alþingi.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Laufey Tryggvadóttir Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Afleiðingar aukins aðgengis að áfengi hafa verið margrannsakaðar og hafa meðal annars bein áhrif til fjölgunar dauðsfalla af völdum krabbameina. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að draga úr áfengisneyslu til að bæta heilsufar þjóða. Enn fremur hefur stofnunin ítrekað bent á að langáhrifaríkustu aðferðirnar til að minnka áfengisneyslu séu í höndum stjórnvalda; verðstýring, aðgangstakmörkun og auglýsingabann. Því miður hefur fræðsla ekki nærri eins mikil áhrif og þessar takmarkanir. Þegar sala áfengis er gefin frjáls eykst neyslan til muna. Rannsökuð voru áhrif þess ef aflétt yrði ríkiseinokun í Svíþjóð. Í ljós kom að drykkjan myndi aukast um 20% ef einkareknar sérverslanir tækju við sölunni, en um 31% ef það yrðu almennar verslanir. Áfengistengd dauðsföll vegna krabbameina myndu aukast um 18% ef áfengi færi í sérverslanir og um 29% ef það færi í almennar verslanir. Í yfir 30 ár hefur verið þekkt að áfengisneysla eykur líkur á krabbameinum í munnholi, koki, barka, vélinda, lifur, brjóstum og ristli. Ekki skiptir máli hvaða tegundar áfengis er neytt, þ.e. hvort um er að ræða bjór, létt vín eða sterkt, því vínandinn og niðurbrotsefni hans acetaldehýð eru staðfestir krabbameinsvaldar. Þriðjungur jarðarbúa neytir áfengis og árlega má rekja þrjár milljónir dauðsfalla til drykkjunnar. Krabbamein valda stórum hluta þessara dauðsfalla og hjá einstaklingum yfir 50 ára eru þau í efsta sæti dánarorsaka af völdum áfengisneyslu. Í nýlegri fjölþjóðlegri rannsókn sem birtist í Lancet, kom skýrt í ljós að engin heilsubót felst í því að drekka eitt glas á dag, þvert á móti. Þótt neysla undir einu glasi á dag geti lækkað áhættu á blóðþurrð í hjarta og á sykursýki hjá konum þá vegur aukin áhætta á krabbameinum og fleiri sjúkdómum það upp. Enginn lágmarksskammtur af áfengi er góður fyrir heilsuna þegar heildarmyndin er skoðuð og þótt margir kjósi að neyta áfengis í hófi þá er ljóst neyslan mun ekki bæta heilsuna. Miðað við óbreyttar drykkjuvenjur má búast við 83.000 áfengistengdum krabbameinstilfellum næstu 30 árin á Norðurlöndunum – flestum í ristli – og endaþarmi og brjóstum. Áfengisneysla er auðvitað aðeins einn af mörgum áhættuþáttum krabbameina en skýrir til dæmis um 5% brjóstakrabbameina og 3% ristil-og endaþarmskrabbameina á Norðurlöndunum. Velferðarráðuneytið gaf árið 2016 út rit um Lýðheilsustefnu og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi – með sérstakri áherslu á börn og ungmenni að 18 ára aldri. Þar kemur meðal annars fram að meðal virkra aðgerða til að sporna við skaðlegum áhrifum áfengisneyslu er stýring á áfengisneyslu með verði, einkasölu ríkis og háum aldursmörkum til áfengiskaupa. Þetta sé í samræmi við stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Það má velta fyrir sér orsökum þess að ítrekað komi fram hugmyndir um að auka aðgengi að áfengi og leyfa áfengisauglýsingar. Við ættum einmitt að fagna þeirri góðu umgjörð sem hér er – svipaðri og á hinum Norðurlöndunum nema í Danmörku, þar sem mest er drukkið. Getur verið að undirliggjandi sé þrýstingur frá hagsmunaaðilum á borð við tilteknar verslanir, innflytjendur og jafnvel fjölmiðla sem munu hagnast af sölu áfengisauglýsinga? Enginn vafi er á að lýðheilsa þjóðarinnar verður fórnarlambið ef þessar breytingartillögur ná fram að ganga á Alþingi.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun