Merkel heldur ótrauð áfram þrátt fyrir óvænta afsögn Sylvía Hall skrifar 2. júní 2019 23:40 Merkel mun láta af störfum sem kanslari þegar kjörtímabilinu lýkur. Vísir/Getty Angela Merkel, kanslari Þýskalands og fyrrum formaður Kristilegra demókrata, fullyrðir að samsteypustjórn hennar og Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi muni starfa áfram þrátt fyrir óvænta afsögn Andreu Nahles, formanns jafnaðarmanna, fyrr í dag. Ákvörðun Nahles kom mörgum í opna skjöldu en ástæða afsagnarinnar er sögð vera slæm útreið Jafnaðarmannaflokksins í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum þar sem flokkurinn missti ellefu sæti á Evrópuþinginu.Sjá einnig: Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi segir af sérMerkel sagðist virða „langsótta“ afstöðu Nahles sem hafði sætt mikilli gagnrýni í kjölfar kosninganna til Evrópuþingsins, þá sérstaklega frá eigin flokksmönnum. „Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vil ég segja að við munum halda áfram að starfa af fullri alvöru. Við munum jafnframt gera það með ábyrgðarfulla stefnu að leiðarljósi,“ sagði Merkel í samtali við blaðamenn í dag. Nahles var fyrst kvenna til að vera kjörin formaður Jafnaðarmannaflokksins og tók við formannsembættinu í apríl í fyrra. Hún tók við embættinu af Martin Schulz sem sagði einnig af sér eftir slæmt gengi í kosningum undanfarin ár. Töldu margir að hún myndi gefa aftur kost á sér til formanns. Enn eru um það bil tvö ár eftir af kjörtímabilinu en næst verður gengið til kosninga í landinu árið 2021. Gangi spár Merkel um áframhaldandi samstarf ekki eftir mun líklega verða boðað til kosninga fyrr en háværar raddir af vinstri væng Jafnaðarmannaflokksins hafa kallað eftir því að flokkurinn slíti samstarfinu og segja margir samstarfið vera að kosta flokkinn fylgi. Merkel mun láta af störfum sem kanslari þegar kjörtímabilinu lýkur en hún hefur gegnt embættinu frá árinu 2005. Þýskaland Tengdar fréttir Gömlu valdablokkirnar töpuðu taki á Evrópuþinginu Gömlu valdablokkirnar á Evrópuþinginu hafa tapað taki sínu á þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru í gær, en kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í gær en kosið var í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. 27. maí 2019 07:53 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands og fyrrum formaður Kristilegra demókrata, fullyrðir að samsteypustjórn hennar og Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi muni starfa áfram þrátt fyrir óvænta afsögn Andreu Nahles, formanns jafnaðarmanna, fyrr í dag. Ákvörðun Nahles kom mörgum í opna skjöldu en ástæða afsagnarinnar er sögð vera slæm útreið Jafnaðarmannaflokksins í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum þar sem flokkurinn missti ellefu sæti á Evrópuþinginu.Sjá einnig: Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi segir af sérMerkel sagðist virða „langsótta“ afstöðu Nahles sem hafði sætt mikilli gagnrýni í kjölfar kosninganna til Evrópuþingsins, þá sérstaklega frá eigin flokksmönnum. „Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vil ég segja að við munum halda áfram að starfa af fullri alvöru. Við munum jafnframt gera það með ábyrgðarfulla stefnu að leiðarljósi,“ sagði Merkel í samtali við blaðamenn í dag. Nahles var fyrst kvenna til að vera kjörin formaður Jafnaðarmannaflokksins og tók við formannsembættinu í apríl í fyrra. Hún tók við embættinu af Martin Schulz sem sagði einnig af sér eftir slæmt gengi í kosningum undanfarin ár. Töldu margir að hún myndi gefa aftur kost á sér til formanns. Enn eru um það bil tvö ár eftir af kjörtímabilinu en næst verður gengið til kosninga í landinu árið 2021. Gangi spár Merkel um áframhaldandi samstarf ekki eftir mun líklega verða boðað til kosninga fyrr en háværar raddir af vinstri væng Jafnaðarmannaflokksins hafa kallað eftir því að flokkurinn slíti samstarfinu og segja margir samstarfið vera að kosta flokkinn fylgi. Merkel mun láta af störfum sem kanslari þegar kjörtímabilinu lýkur en hún hefur gegnt embættinu frá árinu 2005.
Þýskaland Tengdar fréttir Gömlu valdablokkirnar töpuðu taki á Evrópuþinginu Gömlu valdablokkirnar á Evrópuþinginu hafa tapað taki sínu á þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru í gær, en kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í gær en kosið var í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. 27. maí 2019 07:53 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Gömlu valdablokkirnar töpuðu taki á Evrópuþinginu Gömlu valdablokkirnar á Evrópuþinginu hafa tapað taki sínu á þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru í gær, en kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í gær en kosið var í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. 27. maí 2019 07:53