Merkel heldur ótrauð áfram þrátt fyrir óvænta afsögn Sylvía Hall skrifar 2. júní 2019 23:40 Merkel mun láta af störfum sem kanslari þegar kjörtímabilinu lýkur. Vísir/Getty Angela Merkel, kanslari Þýskalands og fyrrum formaður Kristilegra demókrata, fullyrðir að samsteypustjórn hennar og Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi muni starfa áfram þrátt fyrir óvænta afsögn Andreu Nahles, formanns jafnaðarmanna, fyrr í dag. Ákvörðun Nahles kom mörgum í opna skjöldu en ástæða afsagnarinnar er sögð vera slæm útreið Jafnaðarmannaflokksins í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum þar sem flokkurinn missti ellefu sæti á Evrópuþinginu.Sjá einnig: Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi segir af sérMerkel sagðist virða „langsótta“ afstöðu Nahles sem hafði sætt mikilli gagnrýni í kjölfar kosninganna til Evrópuþingsins, þá sérstaklega frá eigin flokksmönnum. „Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vil ég segja að við munum halda áfram að starfa af fullri alvöru. Við munum jafnframt gera það með ábyrgðarfulla stefnu að leiðarljósi,“ sagði Merkel í samtali við blaðamenn í dag. Nahles var fyrst kvenna til að vera kjörin formaður Jafnaðarmannaflokksins og tók við formannsembættinu í apríl í fyrra. Hún tók við embættinu af Martin Schulz sem sagði einnig af sér eftir slæmt gengi í kosningum undanfarin ár. Töldu margir að hún myndi gefa aftur kost á sér til formanns. Enn eru um það bil tvö ár eftir af kjörtímabilinu en næst verður gengið til kosninga í landinu árið 2021. Gangi spár Merkel um áframhaldandi samstarf ekki eftir mun líklega verða boðað til kosninga fyrr en háværar raddir af vinstri væng Jafnaðarmannaflokksins hafa kallað eftir því að flokkurinn slíti samstarfinu og segja margir samstarfið vera að kosta flokkinn fylgi. Merkel mun láta af störfum sem kanslari þegar kjörtímabilinu lýkur en hún hefur gegnt embættinu frá árinu 2005. Þýskaland Tengdar fréttir Gömlu valdablokkirnar töpuðu taki á Evrópuþinginu Gömlu valdablokkirnar á Evrópuþinginu hafa tapað taki sínu á þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru í gær, en kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í gær en kosið var í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. 27. maí 2019 07:53 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands og fyrrum formaður Kristilegra demókrata, fullyrðir að samsteypustjórn hennar og Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi muni starfa áfram þrátt fyrir óvænta afsögn Andreu Nahles, formanns jafnaðarmanna, fyrr í dag. Ákvörðun Nahles kom mörgum í opna skjöldu en ástæða afsagnarinnar er sögð vera slæm útreið Jafnaðarmannaflokksins í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum þar sem flokkurinn missti ellefu sæti á Evrópuþinginu.Sjá einnig: Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi segir af sérMerkel sagðist virða „langsótta“ afstöðu Nahles sem hafði sætt mikilli gagnrýni í kjölfar kosninganna til Evrópuþingsins, þá sérstaklega frá eigin flokksmönnum. „Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vil ég segja að við munum halda áfram að starfa af fullri alvöru. Við munum jafnframt gera það með ábyrgðarfulla stefnu að leiðarljósi,“ sagði Merkel í samtali við blaðamenn í dag. Nahles var fyrst kvenna til að vera kjörin formaður Jafnaðarmannaflokksins og tók við formannsembættinu í apríl í fyrra. Hún tók við embættinu af Martin Schulz sem sagði einnig af sér eftir slæmt gengi í kosningum undanfarin ár. Töldu margir að hún myndi gefa aftur kost á sér til formanns. Enn eru um það bil tvö ár eftir af kjörtímabilinu en næst verður gengið til kosninga í landinu árið 2021. Gangi spár Merkel um áframhaldandi samstarf ekki eftir mun líklega verða boðað til kosninga fyrr en háværar raddir af vinstri væng Jafnaðarmannaflokksins hafa kallað eftir því að flokkurinn slíti samstarfinu og segja margir samstarfið vera að kosta flokkinn fylgi. Merkel mun láta af störfum sem kanslari þegar kjörtímabilinu lýkur en hún hefur gegnt embættinu frá árinu 2005.
Þýskaland Tengdar fréttir Gömlu valdablokkirnar töpuðu taki á Evrópuþinginu Gömlu valdablokkirnar á Evrópuþinginu hafa tapað taki sínu á þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru í gær, en kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í gær en kosið var í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. 27. maí 2019 07:53 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Gömlu valdablokkirnar töpuðu taki á Evrópuþinginu Gömlu valdablokkirnar á Evrópuþinginu hafa tapað taki sínu á þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru í gær, en kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í gær en kosið var í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. 27. maí 2019 07:53
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent