Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2019 11:36 Kushner er með mörg verkefni á sinni könnu, þar á meðal að stilla til friðar fyrir botni Miðjarðarhafs. AP/Jacquelyn Martin Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fullyrti að tengdafaðir hans væri ekki rasisti en vildi ekki svara því hvort að samsæriskenning hans um Barack Obama væri það. Í fátíðu sjónvarpsviðtali varði Kushner stefnu Trump í flóttamannamálum og efaðist um að Palestínumenn væru færir um að ráða sér sjálfir. Kushner, sem er einn helsti ráðgjafi Trump forseta, átti í vök að verjast í viðtali við Jonathan Swan, blaðamann bandarísku fréttavefsíðunnar Axios, á HBO-sjónvarpsstöðinni sem birtist í gær. Hann var meðal annars spurður út í ásakanir um að Trump sé rasisti og hvort hann hefði séð eitthvað frá tengdaföður sínum sem gæti talist rasismi. „Svarið er nei, alls ekki. Þú getur ekki verið ekki rasisti í 69 ár og boðið þig fram til forseta og þá verið rasisti. Það sem ég segi er að þegar margir demókratar kalla forsetann rasista eru þeir að gera fólki sem þjáist vegna raunverulegs rasisma í þessu landi óleik,“ svaraði Kushner. Blaðamaðurinn bar þá samsæriskenninguna um að Barack Obama, forveri Trump í embætti, væri ekki raunverulega fæddur í Bandaríkjunum og því ekki lögmætur forseti undir Kushner. Trump hélt þeirri kenningu á lofti lengi og er talinn hafa lagt grundvöll að stjórnmálaframa sínum með henni. „Sjáðu til, ég tók í raun og veru ekki þátt í því,“ sagði Kushner um hvort að kenningin væri rasísk. „Ég veit að þú varst það ekki en var hún rasísk?“ spurði Swan enn. „Eins og ég sagði, þá tók ég ekki þátt í því.“ „Ég veit að þú varst það ekki. Var hún rasísk?“ þráaðist Swan enn við. „Sjáðu til, ég veit hver forsetinn er og ég hef ekki séð neitt í honum sem er rasískt. Svo aftur, ég tók ekki þátt í því,“ sagði Kushner. Ráðgjafinn gaf sömu svör þegar Swan spurði hann hvort hann hefði óskað þess að Trump hefði látið vera að dreifa falskri samsæriskenningu um Obama og svaraði því ekki hvort að kosningaloforð hans um að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna hafi verið fordómafullt. Orðaskiptin má sjá hér.Jared Kushner deflects when asked if he disapproves of Donald Trump's promotion of birtherism, saying he wasn't involved with it. @DCTVny @HBODocs pic.twitter.com/YTYaDCJJVa— Axios (@axios) June 2, 2019 Ekki færir um að ráða sér sjálfir Á meðal aragrúa verkefna sem Trump hefur falið tengdasyni sínum er að stilla til friðar fyrir botni Miðjarðarhafs. Til hefur staðið að kynna áætlun Kushner þess efnis á næstunni en verulegar efasemdir eru þegar uppi um að hún muni njóta stuðnings. Washington Post sagði frá því í gær að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hefði sagst skilja að fólki teldi áætlunina hygla Ísrael. Í viðtalinu við Axios sagðist Kushner telja að Palestínumenn ættu að hafa sjálfsákvörðunarrétt en dró í efa að þeir væru færir um að stjórna sér sjálfir. „Vonin er að með tímanum verði þeir færir um að ráða sér sjálfir,“ sagði Kushner. Kushner neitaði í fyrsta skipti afdráttarlaust að hann hefði rætt við Trump forseta um öryggisheimild hans í Hvíta húsinu. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Trump hafi hlutast persónulega til um að Kushner fengi fulla öryggisheimild aftur eftir að hann var sviptur henni tímabundið í fyrra. Þá gerði hann lítið úr umdeildum fundi sem hann, elsti sonur Trump og þáverandi kosningastjóri áttu með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum. Afsakaði Kushner sig með annríki og að hann hafi ekki vitað um efni fundarins þrátt fyrir að vísað hefði verið til Rússlands í tölvupóstinum sem boðaði hann á fundinn. Gaf hann ekki skýr svör um hvort að hann myndi tilkynna alríkislögreglunni FBI ef hann fengi sambærilegt boð frá Rússum fyrir kosningarnar á næsta ári. „Ég veit það ekki. Það er erfitt að eiga við tilgátur en raunveruleikinn er sá að við fengum ekki neitt safaríkt,“ sagði Kushner.Jared Kushner on why the Palestinians would accept his Middle East peace plan:"I'm not here to be trusted...They're gonna judge it based on the facts and then make a determination. Do they think this will allow them to have a pathway to a better life or not?" @dctvny @hbodocs pic.twitter.com/JnpwsmWyM9— Axios (@axios) June 2, 2019 Vill bíða eftir niðurstöðum rannsóknar á morði Khashoggi Kushner lenti einnig í vörn þegar tengsl hans við Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, í viðtalinu. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman hafi skipað fyrir um morðið á Jamal Khashoggi, sádiarabíska blaðamanninum, á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Vildi Kushner ekki svara því hvort að hann teldi Salman ábyrgan fyrir morðinu og sagðist enn bíða eftir niðurstöðu rannsóknar. Kushner hefur myndað náin persónuleg tengsl við krónprinsinn undanfarin ár. „Sjáðu til, þetta er hræðilegur hlutur sem átti sér stað. Þegar við höfum allar staðreyndirnar munum við marka stefnu okkar en það yrði á borði utanríkisráðuneytisins að framfylgja stefnu okkar,“ sagði Kushner spurður að því hvort hann tæki undir kröfu unnustu Khashoggi um að Sádar greini frá því hvar líkamsleifar hans eru niður komnar. Varðandi innflytjenda- og flóttamannastefnu Trump sagði Kushner að fjöldi flóttamanna sem Bandaríkin tækju við skipti ekki máli í ljósi umfangs vandans í heiminum. Trump-stjórnin hefur fækkað verulega flóttamönnum sem Bandaríkin taka við. „Ég held að féð sem þú getur varið í að hjálpa flóttamönnum að koma sér aftur fyrir í heimalöndum sínum og takast á við neyðaraðstoð hafi mikil áhrif,“ sagði ráðgjafinn. Bandaríkin Donald Trump Ísrael Morðið á Khashoggi Palestína Tengdar fréttir Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03 Segir Trump-liða ekki hafa gert neitt rangt með að þiggja hjálp Rússa Rudy Giuliani, lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt því líka fram í dag að rannsakendur Robert Mueller, sérstaks rannsakenda Dómsmálaráðuneytisins, hafi "næstum því pyntað fólk“. 21. apríl 2019 20:00 Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00 Trump-liðar hunsuðu sérfræðinga um öryggisheimildir Sérfræðingar synjuðu að minnsta kosti 25 umsóknum vegna hættu á kúgun eða erlendum áhrifum. Yfirmenn í Hvíta húsinu virtu þær áhyggjur að vettugi og veittu öryggisheimildirnar. 2. apríl 2019 09:00 Palestína hafnar áformum Bandaríkjanna vegna hliðhylli við Ísrael Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. 28. maí 2019 17:51 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fullyrti að tengdafaðir hans væri ekki rasisti en vildi ekki svara því hvort að samsæriskenning hans um Barack Obama væri það. Í fátíðu sjónvarpsviðtali varði Kushner stefnu Trump í flóttamannamálum og efaðist um að Palestínumenn væru færir um að ráða sér sjálfir. Kushner, sem er einn helsti ráðgjafi Trump forseta, átti í vök að verjast í viðtali við Jonathan Swan, blaðamann bandarísku fréttavefsíðunnar Axios, á HBO-sjónvarpsstöðinni sem birtist í gær. Hann var meðal annars spurður út í ásakanir um að Trump sé rasisti og hvort hann hefði séð eitthvað frá tengdaföður sínum sem gæti talist rasismi. „Svarið er nei, alls ekki. Þú getur ekki verið ekki rasisti í 69 ár og boðið þig fram til forseta og þá verið rasisti. Það sem ég segi er að þegar margir demókratar kalla forsetann rasista eru þeir að gera fólki sem þjáist vegna raunverulegs rasisma í þessu landi óleik,“ svaraði Kushner. Blaðamaðurinn bar þá samsæriskenninguna um að Barack Obama, forveri Trump í embætti, væri ekki raunverulega fæddur í Bandaríkjunum og því ekki lögmætur forseti undir Kushner. Trump hélt þeirri kenningu á lofti lengi og er talinn hafa lagt grundvöll að stjórnmálaframa sínum með henni. „Sjáðu til, ég tók í raun og veru ekki þátt í því,“ sagði Kushner um hvort að kenningin væri rasísk. „Ég veit að þú varst það ekki en var hún rasísk?“ spurði Swan enn. „Eins og ég sagði, þá tók ég ekki þátt í því.“ „Ég veit að þú varst það ekki. Var hún rasísk?“ þráaðist Swan enn við. „Sjáðu til, ég veit hver forsetinn er og ég hef ekki séð neitt í honum sem er rasískt. Svo aftur, ég tók ekki þátt í því,“ sagði Kushner. Ráðgjafinn gaf sömu svör þegar Swan spurði hann hvort hann hefði óskað þess að Trump hefði látið vera að dreifa falskri samsæriskenningu um Obama og svaraði því ekki hvort að kosningaloforð hans um að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna hafi verið fordómafullt. Orðaskiptin má sjá hér.Jared Kushner deflects when asked if he disapproves of Donald Trump's promotion of birtherism, saying he wasn't involved with it. @DCTVny @HBODocs pic.twitter.com/YTYaDCJJVa— Axios (@axios) June 2, 2019 Ekki færir um að ráða sér sjálfir Á meðal aragrúa verkefna sem Trump hefur falið tengdasyni sínum er að stilla til friðar fyrir botni Miðjarðarhafs. Til hefur staðið að kynna áætlun Kushner þess efnis á næstunni en verulegar efasemdir eru þegar uppi um að hún muni njóta stuðnings. Washington Post sagði frá því í gær að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hefði sagst skilja að fólki teldi áætlunina hygla Ísrael. Í viðtalinu við Axios sagðist Kushner telja að Palestínumenn ættu að hafa sjálfsákvörðunarrétt en dró í efa að þeir væru færir um að stjórna sér sjálfir. „Vonin er að með tímanum verði þeir færir um að ráða sér sjálfir,“ sagði Kushner. Kushner neitaði í fyrsta skipti afdráttarlaust að hann hefði rætt við Trump forseta um öryggisheimild hans í Hvíta húsinu. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Trump hafi hlutast persónulega til um að Kushner fengi fulla öryggisheimild aftur eftir að hann var sviptur henni tímabundið í fyrra. Þá gerði hann lítið úr umdeildum fundi sem hann, elsti sonur Trump og þáverandi kosningastjóri áttu með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum. Afsakaði Kushner sig með annríki og að hann hafi ekki vitað um efni fundarins þrátt fyrir að vísað hefði verið til Rússlands í tölvupóstinum sem boðaði hann á fundinn. Gaf hann ekki skýr svör um hvort að hann myndi tilkynna alríkislögreglunni FBI ef hann fengi sambærilegt boð frá Rússum fyrir kosningarnar á næsta ári. „Ég veit það ekki. Það er erfitt að eiga við tilgátur en raunveruleikinn er sá að við fengum ekki neitt safaríkt,“ sagði Kushner.Jared Kushner on why the Palestinians would accept his Middle East peace plan:"I'm not here to be trusted...They're gonna judge it based on the facts and then make a determination. Do they think this will allow them to have a pathway to a better life or not?" @dctvny @hbodocs pic.twitter.com/JnpwsmWyM9— Axios (@axios) June 2, 2019 Vill bíða eftir niðurstöðum rannsóknar á morði Khashoggi Kushner lenti einnig í vörn þegar tengsl hans við Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, í viðtalinu. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman hafi skipað fyrir um morðið á Jamal Khashoggi, sádiarabíska blaðamanninum, á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Vildi Kushner ekki svara því hvort að hann teldi Salman ábyrgan fyrir morðinu og sagðist enn bíða eftir niðurstöðu rannsóknar. Kushner hefur myndað náin persónuleg tengsl við krónprinsinn undanfarin ár. „Sjáðu til, þetta er hræðilegur hlutur sem átti sér stað. Þegar við höfum allar staðreyndirnar munum við marka stefnu okkar en það yrði á borði utanríkisráðuneytisins að framfylgja stefnu okkar,“ sagði Kushner spurður að því hvort hann tæki undir kröfu unnustu Khashoggi um að Sádar greini frá því hvar líkamsleifar hans eru niður komnar. Varðandi innflytjenda- og flóttamannastefnu Trump sagði Kushner að fjöldi flóttamanna sem Bandaríkin tækju við skipti ekki máli í ljósi umfangs vandans í heiminum. Trump-stjórnin hefur fækkað verulega flóttamönnum sem Bandaríkin taka við. „Ég held að féð sem þú getur varið í að hjálpa flóttamönnum að koma sér aftur fyrir í heimalöndum sínum og takast á við neyðaraðstoð hafi mikil áhrif,“ sagði ráðgjafinn.
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Morðið á Khashoggi Palestína Tengdar fréttir Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03 Segir Trump-liða ekki hafa gert neitt rangt með að þiggja hjálp Rússa Rudy Giuliani, lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt því líka fram í dag að rannsakendur Robert Mueller, sérstaks rannsakenda Dómsmálaráðuneytisins, hafi "næstum því pyntað fólk“. 21. apríl 2019 20:00 Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00 Trump-liðar hunsuðu sérfræðinga um öryggisheimildir Sérfræðingar synjuðu að minnsta kosti 25 umsóknum vegna hættu á kúgun eða erlendum áhrifum. Yfirmenn í Hvíta húsinu virtu þær áhyggjur að vettugi og veittu öryggisheimildirnar. 2. apríl 2019 09:00 Palestína hafnar áformum Bandaríkjanna vegna hliðhylli við Ísrael Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. 28. maí 2019 17:51 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03
Segir Trump-liða ekki hafa gert neitt rangt með að þiggja hjálp Rússa Rudy Giuliani, lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt því líka fram í dag að rannsakendur Robert Mueller, sérstaks rannsakenda Dómsmálaráðuneytisins, hafi "næstum því pyntað fólk“. 21. apríl 2019 20:00
Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00
Trump-liðar hunsuðu sérfræðinga um öryggisheimildir Sérfræðingar synjuðu að minnsta kosti 25 umsóknum vegna hættu á kúgun eða erlendum áhrifum. Yfirmenn í Hvíta húsinu virtu þær áhyggjur að vettugi og veittu öryggisheimildirnar. 2. apríl 2019 09:00
Palestína hafnar áformum Bandaríkjanna vegna hliðhylli við Ísrael Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. 28. maí 2019 17:51