EES og Ísland Einar Benediktsson skrifar 6. júní 2019 07:00 Án sæstrengs, sem ekki verður lagður nema með samþykki okkar, hefur raforkumarkaður ESB enga þýðingu fyrir Ísland. Hinn sk. þriðji orkupakki ESB er Íslandi því óviðkomandi mál og jafn fáránlegt að svo væri og sá gamli furðuspuni andstæðinga EFTA-aðildar að við það myndi fiskveiðilögsagan fyllast af erlendum togurum og vinnumarkaðurinn af Portúgölum. Þvinguð og fram úr öllu hófi langdregin umfjöllun Alþingis um þriðja orkupakkann var misheppnaður hræðsluáróður. Eftir situr tilræði við hefðbundnar og siðaðar reglur um meðferð mála á Alþingi og þar með framkvæmd þess viðskiptafrelsis, sem tryggir efnahagsleg samskipti við Evrópu og þarmeð velferð þjóðarinnar. Innleiðing samþykkta EES í íslensk lög undanfarinn aldarfjórðung er undirstaða samningins um Evrópska efnahagssvæðið. Rétt eins og allir samningsaðilar hafa samþykkt viðskiptafrelsi fyrir sjávarafurðir, hagsmunamál fæstra, styðjum við sambærilegar óskir annarra, eins og um sameiginlegan orkumarkað, þótt hann varði okkur engu. Hverfi Ísland frá innleiðingu orkupakkans og ryfi þar með samstöðu, má ætla að önnur EES-ríki telji að þar með sé svo vegið að hagsmunum þeirra, að dregin verði til baka viðskiptafríðindi sem okkur hafa áunnist af áralangri viðleitni. Sú var skoðun fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins. Hafa ber hugfast, að EES er mikill og sögulegur árangur átaks ríkja Vestur-Evrópu um frjáls vöru- og þjónustuviðskipti og frjálsa fjármagnsflutninga á vegum Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) sem Ísland tengdist árið 1970. Með EES árið 1994 hefst þátttaka EFTA í innri markaði Evrópusambandsins og árið 1996 Schengen-samningnum um frjálsa för fólks innan EES. EFTA-lönd, nema Noregur og Ísland, eru löngu orðin aðildarríki í ESB, sem ásamt með löndum Austur- og Suður-Evrópu eru nú 31 talsins. Um Evrópuþróunina og ákvarðanir stjórnvalda varð mikil umfjöllun og tímabundin átök hjá þjóðinni, svo sem er nú með þriðja orkupakkann. Andstaða gegn viðskiptafríðindum fyrir sjávarafurðir tengdist hinni sögulegu baráttu að að tryggja rétt okkar yfir efnahagslögsögu á eigin landgrunni. Íslensk lögsaga yfir landgrunninu innan 200 mílna var endanlega tryggð á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1976 og þá tóku gildi ýmsar viðskiptaívilnanir okkur í hag samkvæmt EES-samningnum. Þar með lýkur þeim kafla sögunnar að tryggja íslenskar fiskveiðar og sama frjálsa markaðsaðgang og var um aðrar bandalagsþjóðir okkar í Evrópu. Við útfærslur lögsögunnar frá 1948-1976 mættu Íslendingar harðri andstöðu Breta, sem eru löngu liðin tíð í samskiptum þjóðanna. Bretland, sem er helsti viðskiptaaðili okkar, stendur á þröskuldinum um að vera inni eða úti eða að hve miklu marki, þátttakandi í Evrópusamstarfinu. Utanríkisþjónustan undir forystu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hefur, svo sem fregnir herma, haft vakandi auga með þeirri þróun. Evrópska efnahagssvæðið er og verður meginstoð íslensks efnahagslífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Benediktsson Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega Skoðun Skoðun Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Án sæstrengs, sem ekki verður lagður nema með samþykki okkar, hefur raforkumarkaður ESB enga þýðingu fyrir Ísland. Hinn sk. þriðji orkupakki ESB er Íslandi því óviðkomandi mál og jafn fáránlegt að svo væri og sá gamli furðuspuni andstæðinga EFTA-aðildar að við það myndi fiskveiðilögsagan fyllast af erlendum togurum og vinnumarkaðurinn af Portúgölum. Þvinguð og fram úr öllu hófi langdregin umfjöllun Alþingis um þriðja orkupakkann var misheppnaður hræðsluáróður. Eftir situr tilræði við hefðbundnar og siðaðar reglur um meðferð mála á Alþingi og þar með framkvæmd þess viðskiptafrelsis, sem tryggir efnahagsleg samskipti við Evrópu og þarmeð velferð þjóðarinnar. Innleiðing samþykkta EES í íslensk lög undanfarinn aldarfjórðung er undirstaða samningins um Evrópska efnahagssvæðið. Rétt eins og allir samningsaðilar hafa samþykkt viðskiptafrelsi fyrir sjávarafurðir, hagsmunamál fæstra, styðjum við sambærilegar óskir annarra, eins og um sameiginlegan orkumarkað, þótt hann varði okkur engu. Hverfi Ísland frá innleiðingu orkupakkans og ryfi þar með samstöðu, má ætla að önnur EES-ríki telji að þar með sé svo vegið að hagsmunum þeirra, að dregin verði til baka viðskiptafríðindi sem okkur hafa áunnist af áralangri viðleitni. Sú var skoðun fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins. Hafa ber hugfast, að EES er mikill og sögulegur árangur átaks ríkja Vestur-Evrópu um frjáls vöru- og þjónustuviðskipti og frjálsa fjármagnsflutninga á vegum Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) sem Ísland tengdist árið 1970. Með EES árið 1994 hefst þátttaka EFTA í innri markaði Evrópusambandsins og árið 1996 Schengen-samningnum um frjálsa för fólks innan EES. EFTA-lönd, nema Noregur og Ísland, eru löngu orðin aðildarríki í ESB, sem ásamt með löndum Austur- og Suður-Evrópu eru nú 31 talsins. Um Evrópuþróunina og ákvarðanir stjórnvalda varð mikil umfjöllun og tímabundin átök hjá þjóðinni, svo sem er nú með þriðja orkupakkann. Andstaða gegn viðskiptafríðindum fyrir sjávarafurðir tengdist hinni sögulegu baráttu að að tryggja rétt okkar yfir efnahagslögsögu á eigin landgrunni. Íslensk lögsaga yfir landgrunninu innan 200 mílna var endanlega tryggð á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1976 og þá tóku gildi ýmsar viðskiptaívilnanir okkur í hag samkvæmt EES-samningnum. Þar með lýkur þeim kafla sögunnar að tryggja íslenskar fiskveiðar og sama frjálsa markaðsaðgang og var um aðrar bandalagsþjóðir okkar í Evrópu. Við útfærslur lögsögunnar frá 1948-1976 mættu Íslendingar harðri andstöðu Breta, sem eru löngu liðin tíð í samskiptum þjóðanna. Bretland, sem er helsti viðskiptaaðili okkar, stendur á þröskuldinum um að vera inni eða úti eða að hve miklu marki, þátttakandi í Evrópusamstarfinu. Utanríkisþjónustan undir forystu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hefur, svo sem fregnir herma, haft vakandi auga með þeirri þróun. Evrópska efnahagssvæðið er og verður meginstoð íslensks efnahagslífs.
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun