Segir Björgvin hafa fengið ómannúðlega meðferð: „Þetta gengur ekki og það hljóta allir að sjá“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2019 09:45 Björgvin í leik með KR. vísir/bára Sindri Sverrisson, íþróttafréttamaður Morgunblaðsins, skrifar harðorða bakvörð í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir vinnubrögð aganefndar KSÍ. Mál Björgvins Stefánssonar, framherji KR, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki en hann lét rasísk ummæli falla er hann lýsti leik Hauka og Þróttar á Youtube-rás Hauka. Síðan eru liðnar tvær vikur og ekki enn hefur verið dæmt í málinu. Sindri segir að það sé ekki boðlegt og segir meðferðina ómannúðlega sem Björgvin hefur fengið. „Ég get ekki annað sagt en að meðferðin sem Björgvin Stefánsson hefur fengið hjá knattspyrnuyfirvöldum hér á landi sé ómannúðleg. Rasísk ummæli hans voru skelfileg, það dylst engum, og við blasir að þau kalli á refsingu í formi leikbanns, en Björgvin á ekki skilið að þurfa að bíða svona lengi í nagandi óvissu um framhaldið,“ skrifar Sindri. Einnig segir hann að aganefnd KSÍ þurfi að breyta um verklagsreglur en eins og áður segir eru liðnar tvær vikur frá því að ummælin áttu sér stað. „Auðvitað þarf aganefnd einhvern tíma til að komast að niðurstöðu. Ég geri mér grein fyrir því að málið er um margt einstakt hér á landi og reglurnar kannski ekki nægilega skýrar. Ef Björgvin hefði orðiðuppvís að sínum rasískum ummælum í leik með KR virðist skýrt að hann ætti yfir höfði sér að minnsta kosti 5 leikja bann. En ummælin féllu í vefvarpslýsingu í sjálfboðavinnu fyrir Hauka. Skiptir það máli? Ber að refsa Haukum? Var Björgvin áhorfandi og ætti hann þar með að sæta tveggja ára leikvallabanni?“ „En hver svo sem ástæðan er fyrir seinaganginum þá er biðin orðin of löng fyrir Björgvin. Þetta gengur ekki og það hljóta allir að sjá. Málið hlýtur að kalla á breytt verklag aganefndar í framtíðinni. Leikur Hauka og Þróttar fór fram 23. maí. Sama kvöld baðst Björgvin innilega afsökunar á ummælumsínum, þó það nú væri, og hlutaðeigandi félög brugðust við. Síðan hafa liðið tvær vikur. Það er einfaldlega of langur tími,“ skrifar harðorður Sindri. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Úrskurða í máli Björgvins í dag Aganefnd KSÍ mun í dag tilkynna hvort Björgvin Stefánsson, framherji KR, fari í leikbann fyrir rasísk ummæli sem hann lét falla við að lýsa leik Hauka og Þróttar á dögunum. Björgvin var í gær dæmdur í eins leiks bann í Mjólkurbikarnum vegna tveggja gulra spjalda og missir hann því af leik KR og Njarðvíkur í bikarnum. 5. júní 2019 07:30 KSÍ hefur ekki óskað eftir gögnum frá Haukum í máli Björgvins Enn dregst á langinn að dæma í máli Björgvins Stefánssonar 5. júní 2019 12:42 Björgvin dæmdur í eins leiks bann KR-ingurinn Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. 4. júní 2019 17:06 Engin niðurstaða í máli Björgvins í dag Til stóð að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ myndi úrskurða í máli KR-ingsins Björgvins Stefánssonar í dag en af því verður ekki. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira
Sindri Sverrisson, íþróttafréttamaður Morgunblaðsins, skrifar harðorða bakvörð í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir vinnubrögð aganefndar KSÍ. Mál Björgvins Stefánssonar, framherji KR, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki en hann lét rasísk ummæli falla er hann lýsti leik Hauka og Þróttar á Youtube-rás Hauka. Síðan eru liðnar tvær vikur og ekki enn hefur verið dæmt í málinu. Sindri segir að það sé ekki boðlegt og segir meðferðina ómannúðlega sem Björgvin hefur fengið. „Ég get ekki annað sagt en að meðferðin sem Björgvin Stefánsson hefur fengið hjá knattspyrnuyfirvöldum hér á landi sé ómannúðleg. Rasísk ummæli hans voru skelfileg, það dylst engum, og við blasir að þau kalli á refsingu í formi leikbanns, en Björgvin á ekki skilið að þurfa að bíða svona lengi í nagandi óvissu um framhaldið,“ skrifar Sindri. Einnig segir hann að aganefnd KSÍ þurfi að breyta um verklagsreglur en eins og áður segir eru liðnar tvær vikur frá því að ummælin áttu sér stað. „Auðvitað þarf aganefnd einhvern tíma til að komast að niðurstöðu. Ég geri mér grein fyrir því að málið er um margt einstakt hér á landi og reglurnar kannski ekki nægilega skýrar. Ef Björgvin hefði orðiðuppvís að sínum rasískum ummælum í leik með KR virðist skýrt að hann ætti yfir höfði sér að minnsta kosti 5 leikja bann. En ummælin féllu í vefvarpslýsingu í sjálfboðavinnu fyrir Hauka. Skiptir það máli? Ber að refsa Haukum? Var Björgvin áhorfandi og ætti hann þar með að sæta tveggja ára leikvallabanni?“ „En hver svo sem ástæðan er fyrir seinaganginum þá er biðin orðin of löng fyrir Björgvin. Þetta gengur ekki og það hljóta allir að sjá. Málið hlýtur að kalla á breytt verklag aganefndar í framtíðinni. Leikur Hauka og Þróttar fór fram 23. maí. Sama kvöld baðst Björgvin innilega afsökunar á ummælumsínum, þó það nú væri, og hlutaðeigandi félög brugðust við. Síðan hafa liðið tvær vikur. Það er einfaldlega of langur tími,“ skrifar harðorður Sindri.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Úrskurða í máli Björgvins í dag Aganefnd KSÍ mun í dag tilkynna hvort Björgvin Stefánsson, framherji KR, fari í leikbann fyrir rasísk ummæli sem hann lét falla við að lýsa leik Hauka og Þróttar á dögunum. Björgvin var í gær dæmdur í eins leiks bann í Mjólkurbikarnum vegna tveggja gulra spjalda og missir hann því af leik KR og Njarðvíkur í bikarnum. 5. júní 2019 07:30 KSÍ hefur ekki óskað eftir gögnum frá Haukum í máli Björgvins Enn dregst á langinn að dæma í máli Björgvins Stefánssonar 5. júní 2019 12:42 Björgvin dæmdur í eins leiks bann KR-ingurinn Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. 4. júní 2019 17:06 Engin niðurstaða í máli Björgvins í dag Til stóð að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ myndi úrskurða í máli KR-ingsins Björgvins Stefánssonar í dag en af því verður ekki. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira
Úrskurða í máli Björgvins í dag Aganefnd KSÍ mun í dag tilkynna hvort Björgvin Stefánsson, framherji KR, fari í leikbann fyrir rasísk ummæli sem hann lét falla við að lýsa leik Hauka og Þróttar á dögunum. Björgvin var í gær dæmdur í eins leiks bann í Mjólkurbikarnum vegna tveggja gulra spjalda og missir hann því af leik KR og Njarðvíkur í bikarnum. 5. júní 2019 07:30
KSÍ hefur ekki óskað eftir gögnum frá Haukum í máli Björgvins Enn dregst á langinn að dæma í máli Björgvins Stefánssonar 5. júní 2019 12:42
Björgvin dæmdur í eins leiks bann KR-ingurinn Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. 4. júní 2019 17:06
Engin niðurstaða í máli Björgvins í dag Til stóð að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ myndi úrskurða í máli KR-ingsins Björgvins Stefánssonar í dag en af því verður ekki. 5. júní 2019 11:30