Segir Björgvin hafa fengið ómannúðlega meðferð: „Þetta gengur ekki og það hljóta allir að sjá“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2019 09:45 Björgvin í leik með KR. vísir/bára Sindri Sverrisson, íþróttafréttamaður Morgunblaðsins, skrifar harðorða bakvörð í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir vinnubrögð aganefndar KSÍ. Mál Björgvins Stefánssonar, framherji KR, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki en hann lét rasísk ummæli falla er hann lýsti leik Hauka og Þróttar á Youtube-rás Hauka. Síðan eru liðnar tvær vikur og ekki enn hefur verið dæmt í málinu. Sindri segir að það sé ekki boðlegt og segir meðferðina ómannúðlega sem Björgvin hefur fengið. „Ég get ekki annað sagt en að meðferðin sem Björgvin Stefánsson hefur fengið hjá knattspyrnuyfirvöldum hér á landi sé ómannúðleg. Rasísk ummæli hans voru skelfileg, það dylst engum, og við blasir að þau kalli á refsingu í formi leikbanns, en Björgvin á ekki skilið að þurfa að bíða svona lengi í nagandi óvissu um framhaldið,“ skrifar Sindri. Einnig segir hann að aganefnd KSÍ þurfi að breyta um verklagsreglur en eins og áður segir eru liðnar tvær vikur frá því að ummælin áttu sér stað. „Auðvitað þarf aganefnd einhvern tíma til að komast að niðurstöðu. Ég geri mér grein fyrir því að málið er um margt einstakt hér á landi og reglurnar kannski ekki nægilega skýrar. Ef Björgvin hefði orðiðuppvís að sínum rasískum ummælum í leik með KR virðist skýrt að hann ætti yfir höfði sér að minnsta kosti 5 leikja bann. En ummælin féllu í vefvarpslýsingu í sjálfboðavinnu fyrir Hauka. Skiptir það máli? Ber að refsa Haukum? Var Björgvin áhorfandi og ætti hann þar með að sæta tveggja ára leikvallabanni?“ „En hver svo sem ástæðan er fyrir seinaganginum þá er biðin orðin of löng fyrir Björgvin. Þetta gengur ekki og það hljóta allir að sjá. Málið hlýtur að kalla á breytt verklag aganefndar í framtíðinni. Leikur Hauka og Þróttar fór fram 23. maí. Sama kvöld baðst Björgvin innilega afsökunar á ummælumsínum, þó það nú væri, og hlutaðeigandi félög brugðust við. Síðan hafa liðið tvær vikur. Það er einfaldlega of langur tími,“ skrifar harðorður Sindri. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Úrskurða í máli Björgvins í dag Aganefnd KSÍ mun í dag tilkynna hvort Björgvin Stefánsson, framherji KR, fari í leikbann fyrir rasísk ummæli sem hann lét falla við að lýsa leik Hauka og Þróttar á dögunum. Björgvin var í gær dæmdur í eins leiks bann í Mjólkurbikarnum vegna tveggja gulra spjalda og missir hann því af leik KR og Njarðvíkur í bikarnum. 5. júní 2019 07:30 KSÍ hefur ekki óskað eftir gögnum frá Haukum í máli Björgvins Enn dregst á langinn að dæma í máli Björgvins Stefánssonar 5. júní 2019 12:42 Björgvin dæmdur í eins leiks bann KR-ingurinn Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. 4. júní 2019 17:06 Engin niðurstaða í máli Björgvins í dag Til stóð að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ myndi úrskurða í máli KR-ingsins Björgvins Stefánssonar í dag en af því verður ekki. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Sindri Sverrisson, íþróttafréttamaður Morgunblaðsins, skrifar harðorða bakvörð í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir vinnubrögð aganefndar KSÍ. Mál Björgvins Stefánssonar, framherji KR, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki en hann lét rasísk ummæli falla er hann lýsti leik Hauka og Þróttar á Youtube-rás Hauka. Síðan eru liðnar tvær vikur og ekki enn hefur verið dæmt í málinu. Sindri segir að það sé ekki boðlegt og segir meðferðina ómannúðlega sem Björgvin hefur fengið. „Ég get ekki annað sagt en að meðferðin sem Björgvin Stefánsson hefur fengið hjá knattspyrnuyfirvöldum hér á landi sé ómannúðleg. Rasísk ummæli hans voru skelfileg, það dylst engum, og við blasir að þau kalli á refsingu í formi leikbanns, en Björgvin á ekki skilið að þurfa að bíða svona lengi í nagandi óvissu um framhaldið,“ skrifar Sindri. Einnig segir hann að aganefnd KSÍ þurfi að breyta um verklagsreglur en eins og áður segir eru liðnar tvær vikur frá því að ummælin áttu sér stað. „Auðvitað þarf aganefnd einhvern tíma til að komast að niðurstöðu. Ég geri mér grein fyrir því að málið er um margt einstakt hér á landi og reglurnar kannski ekki nægilega skýrar. Ef Björgvin hefði orðiðuppvís að sínum rasískum ummælum í leik með KR virðist skýrt að hann ætti yfir höfði sér að minnsta kosti 5 leikja bann. En ummælin féllu í vefvarpslýsingu í sjálfboðavinnu fyrir Hauka. Skiptir það máli? Ber að refsa Haukum? Var Björgvin áhorfandi og ætti hann þar með að sæta tveggja ára leikvallabanni?“ „En hver svo sem ástæðan er fyrir seinaganginum þá er biðin orðin of löng fyrir Björgvin. Þetta gengur ekki og það hljóta allir að sjá. Málið hlýtur að kalla á breytt verklag aganefndar í framtíðinni. Leikur Hauka og Þróttar fór fram 23. maí. Sama kvöld baðst Björgvin innilega afsökunar á ummælumsínum, þó það nú væri, og hlutaðeigandi félög brugðust við. Síðan hafa liðið tvær vikur. Það er einfaldlega of langur tími,“ skrifar harðorður Sindri.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Úrskurða í máli Björgvins í dag Aganefnd KSÍ mun í dag tilkynna hvort Björgvin Stefánsson, framherji KR, fari í leikbann fyrir rasísk ummæli sem hann lét falla við að lýsa leik Hauka og Þróttar á dögunum. Björgvin var í gær dæmdur í eins leiks bann í Mjólkurbikarnum vegna tveggja gulra spjalda og missir hann því af leik KR og Njarðvíkur í bikarnum. 5. júní 2019 07:30 KSÍ hefur ekki óskað eftir gögnum frá Haukum í máli Björgvins Enn dregst á langinn að dæma í máli Björgvins Stefánssonar 5. júní 2019 12:42 Björgvin dæmdur í eins leiks bann KR-ingurinn Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. 4. júní 2019 17:06 Engin niðurstaða í máli Björgvins í dag Til stóð að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ myndi úrskurða í máli KR-ingsins Björgvins Stefánssonar í dag en af því verður ekki. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Úrskurða í máli Björgvins í dag Aganefnd KSÍ mun í dag tilkynna hvort Björgvin Stefánsson, framherji KR, fari í leikbann fyrir rasísk ummæli sem hann lét falla við að lýsa leik Hauka og Þróttar á dögunum. Björgvin var í gær dæmdur í eins leiks bann í Mjólkurbikarnum vegna tveggja gulra spjalda og missir hann því af leik KR og Njarðvíkur í bikarnum. 5. júní 2019 07:30
KSÍ hefur ekki óskað eftir gögnum frá Haukum í máli Björgvins Enn dregst á langinn að dæma í máli Björgvins Stefánssonar 5. júní 2019 12:42
Björgvin dæmdur í eins leiks bann KR-ingurinn Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. 4. júní 2019 17:06
Engin niðurstaða í máli Björgvins í dag Til stóð að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ myndi úrskurða í máli KR-ingsins Björgvins Stefánssonar í dag en af því verður ekki. 5. júní 2019 11:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti