Keypti sér ítrekað flugmiða til að stela hátt í þrjú hundruð tóbakskartonum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júní 2019 15:45 Langflestir sem flytja eiturlyf gegnum Leifsstöð eru útlendingar. Fréttablaðið/Eyþór Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt litáískan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir stórfelldan þjófnað. Maðurinn, í félagi við þrjá aðra, stal alls 265 kartonum af tóbaki úr Fríhafnarverslun á Keflavíkurflugvelli yfir rúmlega hálfs árs tímabil. Aðferðin var yfirleitt sú sama en maðurinn keypti sér flugmiða, innritaði sig í flug, fór í verslanir Fríhafnarinnar, þar sem hann tóku muni ófrjálsri hendi, en yfirgaf flugstöðina án þess að nýta sér þær ferðir sem hann hafði keypt miða í. Alls fór maðurinn í sextán ferðir þar sem hann beitti þessari aðferð auk þess sem að í febrúar síðastliðnum stal hann nokkrum kartonum af sígarettum og ýmis konar ilmvatni, alls að verðmæti 124 þúsund króna. Verðmæti þess sem hann stal yfir tímabilið nam um 1,7 milljónum króna.Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaMaðurinn var fyrst kallaður til lögreglu í september 2018 eftir að tilkynnt var um umfangsmikinn þjófnað úr verslunum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Grunur beindist fljótt að manninum og viðurkenndi hann við skýrslutökur að hafa sinnum farið út á flugvöll í því skyni að stela sígarettum úr fríhöfninni.Nokkur ólíkindablær á skýringum mannsins Maðurinn var svo handtekinn í flugstöðinni í febrúar á þessi ári, grunaður um þjófnað. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagðist ferðast mikið, stundum kæmi það hins vegar fyrir að honum væri ekki hleypt um borð í flugvélar eftir að hann innritaði sig. Að baki væri ýmsar ástæður, svo sem ölvun. Í dómi héraðsdóms segir að skýringar mannsins hafi á sér „nokkurn ólíkindablæ,“ ekki síst þegar litið væri til fjölda þeirra skipta sem hann hafi innritað sig án þess að ganga síðan um borð í flugvél. Þá væri í gögnum málsins einnig að finna fjölmargar myndbandsupptökur sem sýni skýrlega að maðurinn taki varninginn, sem honum var gefið að sök að hafa stolið, setji inn í opna ferðatösku sína sem staðsett sé í búðarkerru. Þá sýni myndirnar iðulega að maðurinn breiði yfir vörurnar og fari síðan á afgreiðslukassa en greiði aðeins fyrir lítilræði á borð við eina bjórkippu. Í dómi héraðsdóms segir að brot mannsins séu stórfelld, þaulskipulögð og beri vitni um einbeittan brotavilja hans. Því væri hæfileg refsing átta mánaða fangelsi. Þá þarf maðurinn að greiða Fríhöfninni ehf. 1,6 milljónir í bætur. Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt litáískan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir stórfelldan þjófnað. Maðurinn, í félagi við þrjá aðra, stal alls 265 kartonum af tóbaki úr Fríhafnarverslun á Keflavíkurflugvelli yfir rúmlega hálfs árs tímabil. Aðferðin var yfirleitt sú sama en maðurinn keypti sér flugmiða, innritaði sig í flug, fór í verslanir Fríhafnarinnar, þar sem hann tóku muni ófrjálsri hendi, en yfirgaf flugstöðina án þess að nýta sér þær ferðir sem hann hafði keypt miða í. Alls fór maðurinn í sextán ferðir þar sem hann beitti þessari aðferð auk þess sem að í febrúar síðastliðnum stal hann nokkrum kartonum af sígarettum og ýmis konar ilmvatni, alls að verðmæti 124 þúsund króna. Verðmæti þess sem hann stal yfir tímabilið nam um 1,7 milljónum króna.Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaMaðurinn var fyrst kallaður til lögreglu í september 2018 eftir að tilkynnt var um umfangsmikinn þjófnað úr verslunum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Grunur beindist fljótt að manninum og viðurkenndi hann við skýrslutökur að hafa sinnum farið út á flugvöll í því skyni að stela sígarettum úr fríhöfninni.Nokkur ólíkindablær á skýringum mannsins Maðurinn var svo handtekinn í flugstöðinni í febrúar á þessi ári, grunaður um þjófnað. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagðist ferðast mikið, stundum kæmi það hins vegar fyrir að honum væri ekki hleypt um borð í flugvélar eftir að hann innritaði sig. Að baki væri ýmsar ástæður, svo sem ölvun. Í dómi héraðsdóms segir að skýringar mannsins hafi á sér „nokkurn ólíkindablæ,“ ekki síst þegar litið væri til fjölda þeirra skipta sem hann hafi innritað sig án þess að ganga síðan um borð í flugvél. Þá væri í gögnum málsins einnig að finna fjölmargar myndbandsupptökur sem sýni skýrlega að maðurinn taki varninginn, sem honum var gefið að sök að hafa stolið, setji inn í opna ferðatösku sína sem staðsett sé í búðarkerru. Þá sýni myndirnar iðulega að maðurinn breiði yfir vörurnar og fari síðan á afgreiðslukassa en greiði aðeins fyrir lítilræði á borð við eina bjórkippu. Í dómi héraðsdóms segir að brot mannsins séu stórfelld, þaulskipulögð og beri vitni um einbeittan brotavilja hans. Því væri hæfileg refsing átta mánaða fangelsi. Þá þarf maðurinn að greiða Fríhöfninni ehf. 1,6 milljónir í bætur.
Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira