Maður í annarlegu ástandi sprautaði úr brunaslöngu á þingvörð í bílakjallara Alþingis Sylvía Hall skrifar 6. júní 2019 18:42 Lögreglan hafði í nógu að snúast í dag. Vísir/Vilhelm Yfir fimmtíu mál komu inn á borð lögreglu frá klukkan ellefu í morgun til fimm nú síðdegis. Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á tímabilinu. Rétt fyrir klukkan fjögur í dag óskuðu þingverðir eftir aðstoð lögreglu vegna manns í annarlegu ástandi í bílakjallara þinghússins. Þingvörður hafði haft afskipti af manninum og beðið hann að yfirgefa bílakjallarann en hafði ekki erindi sem erfiði því maðurinn svaraði með því að sprauta úr slöngunni á þingvörðinn. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna hegðunar og ástands. Á fimmta tímanum barst lögreglu tilkynning um átta „undarlega“ krakka í Hafnarfirði. Þegar lögregla kom á vettvang var ekkert annað að sjá en útskrift við Flensborgarskólann en enga undarlega krakka. Klukkan ellefu í morgun var svo tilkynnt um eftirlitslaust barn á svölum fjölbýlishúss í Breiðholti og engan fullorðinn að sjá. Barnið, sem er tveggja ára gamalt, hafði verið í umsjá unglingssystur sinnar á meðan móðir þeirra var í vinnu en systirin hafði steinsofnað. Bæði móður og barnaverndarnefnd var gert viðvart. Í Kópavogi óskaði svo starfsfólk verslunar eftir aðstoðar lögreglu vegna þjófnaðar en þar höfðu tvær fjórtán ára stúlkur verið staðnar að búðarhnupli en þær höfðu tekið snyrtivörur ófrjálsri hendi. Forráðamenn voru boðaðir á staðinn og tilkynning send við barnaverndarnefndar. Um hádegisbil var tilkynnt um umferðaróhapp í Grafarholti en tjónvaldur hafði yfirgefið vettvang. Ekið hafði verið á kyrrstæða og mannlausa bifreið en engin slys urðu á fólki. Vitni sáu atvikið og gáfu lögreglu skýrslu sem hafði síðan samband við grunaðan tjónvald. Alþingi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Yfir fimmtíu mál komu inn á borð lögreglu frá klukkan ellefu í morgun til fimm nú síðdegis. Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á tímabilinu. Rétt fyrir klukkan fjögur í dag óskuðu þingverðir eftir aðstoð lögreglu vegna manns í annarlegu ástandi í bílakjallara þinghússins. Þingvörður hafði haft afskipti af manninum og beðið hann að yfirgefa bílakjallarann en hafði ekki erindi sem erfiði því maðurinn svaraði með því að sprauta úr slöngunni á þingvörðinn. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna hegðunar og ástands. Á fimmta tímanum barst lögreglu tilkynning um átta „undarlega“ krakka í Hafnarfirði. Þegar lögregla kom á vettvang var ekkert annað að sjá en útskrift við Flensborgarskólann en enga undarlega krakka. Klukkan ellefu í morgun var svo tilkynnt um eftirlitslaust barn á svölum fjölbýlishúss í Breiðholti og engan fullorðinn að sjá. Barnið, sem er tveggja ára gamalt, hafði verið í umsjá unglingssystur sinnar á meðan móðir þeirra var í vinnu en systirin hafði steinsofnað. Bæði móður og barnaverndarnefnd var gert viðvart. Í Kópavogi óskaði svo starfsfólk verslunar eftir aðstoðar lögreglu vegna þjófnaðar en þar höfðu tvær fjórtán ára stúlkur verið staðnar að búðarhnupli en þær höfðu tekið snyrtivörur ófrjálsri hendi. Forráðamenn voru boðaðir á staðinn og tilkynning send við barnaverndarnefndar. Um hádegisbil var tilkynnt um umferðaróhapp í Grafarholti en tjónvaldur hafði yfirgefið vettvang. Ekið hafði verið á kyrrstæða og mannlausa bifreið en engin slys urðu á fólki. Vitni sáu atvikið og gáfu lögreglu skýrslu sem hafði síðan samband við grunaðan tjónvald.
Alþingi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira