Útlit fyrir verulegan samdrátt í flugi og sætaframboði í millilandaflugi á næstu mánuðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. maí 2019 19:00 Útlit er fyrir að sætaframboð dragist verulega saman í millilandaflugi á næstu mánuðum. Fréttablaðið/Anton Brink Útlit er fyrir að flug um Keflavíkurflugvöll dragist saman um fjórðung og sætaframboð um tæp þrjátíu prósent frá maí til október borið saman við sama tímabil í fyrra. Isavia hefur hins vegar ekki gefið út nýja farþegaspá eftir fall WOW AIR sem flaug þriðju hverja flugferð á síðasta ári. Forsvarsmenn í ferðaþjónustunni hafa sagt frá því í fréttum okkar að nú sé gert ráð fyrir enn meiri samdrætti í greininni en áður hafði verið spáð. Í hádegisfréttum okkar sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri að búast mætti við samdrætti uppá 15 til 20 prósent milli ára. Auðveldara verður hins vegar að gera áætlanir þegar farþegaspá Isavia liggur fyrir en hún hefur ekki verið uppfærð eftir fall WOW AIR. Þegar flugáætlun Isavia er skoðuð er hins vegar hægt að spá í spilin. Þar kemur fram að flug um Keflavík dregst saman um 25% milli ára á tímabilinu 1. maí til 1. október og framboð á flugsætum dregst saman um tæp þrjátíu prósent á sama tímabili. Þetta er svipað hlutfall og Wow air var með en félagið flaug um þrjátíu prósent allra flugferða um Keflavík á síðasta ári og var Icelandair með um 45% alls flugs á þeim tíma. Þá er hægt að skoða hversu mörg flugfélög fljúga til landsins í sumar en þau verða 27, einu færra en í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Af þeim hefur EasyJet gefið út að það ætli að halda áfram að draga úr flugi til landsins. Flugfélagið Transavia hefur hinsvegar gefið út að það ætli að fjölga ferðum til Amsterdam og París. Wizz Air fjölgar ferðum til London og Varsjár og United Airlines hefur á ný áætlunarflug til New York í sumar. Þá ætlar flugfélagið Air Baltic að bæta við þremur ferðum á viku milli Keflavíkur og Riga frá júní til ágúst. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Sjá meira
Útlit er fyrir að flug um Keflavíkurflugvöll dragist saman um fjórðung og sætaframboð um tæp þrjátíu prósent frá maí til október borið saman við sama tímabil í fyrra. Isavia hefur hins vegar ekki gefið út nýja farþegaspá eftir fall WOW AIR sem flaug þriðju hverja flugferð á síðasta ári. Forsvarsmenn í ferðaþjónustunni hafa sagt frá því í fréttum okkar að nú sé gert ráð fyrir enn meiri samdrætti í greininni en áður hafði verið spáð. Í hádegisfréttum okkar sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri að búast mætti við samdrætti uppá 15 til 20 prósent milli ára. Auðveldara verður hins vegar að gera áætlanir þegar farþegaspá Isavia liggur fyrir en hún hefur ekki verið uppfærð eftir fall WOW AIR. Þegar flugáætlun Isavia er skoðuð er hins vegar hægt að spá í spilin. Þar kemur fram að flug um Keflavík dregst saman um 25% milli ára á tímabilinu 1. maí til 1. október og framboð á flugsætum dregst saman um tæp þrjátíu prósent á sama tímabili. Þetta er svipað hlutfall og Wow air var með en félagið flaug um þrjátíu prósent allra flugferða um Keflavík á síðasta ári og var Icelandair með um 45% alls flugs á þeim tíma. Þá er hægt að skoða hversu mörg flugfélög fljúga til landsins í sumar en þau verða 27, einu færra en í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Af þeim hefur EasyJet gefið út að það ætli að halda áfram að draga úr flugi til landsins. Flugfélagið Transavia hefur hinsvegar gefið út að það ætli að fjölga ferðum til Amsterdam og París. Wizz Air fjölgar ferðum til London og Varsjár og United Airlines hefur á ný áætlunarflug til New York í sumar. Þá ætlar flugfélagið Air Baltic að bæta við þremur ferðum á viku milli Keflavíkur og Riga frá júní til ágúst.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Sjá meira