Minntust 300 ára afmælis Bjarna Pálssonar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. maí 2019 06:00 Blómsveigur var lagður að minnisvarða Bjarna Pálssonar við Nesstofu í gær. Fréttablaðið/Valgarður Þrjú hundruð áru eru liðin frá fæðingu Bjarna Pálssonar. Bjarni var fyrstur manna til að gegna embætti landlæknis hér á landi og sáði í embættistíð sinni fræjum sem síðar áttu eftir að verða hin íslenska heilbrigðisþjónusta. Þess var minnst um helgina að um þessar mundir eru 300 ár frá fæðingu Bjarna Pálssonar. Bjarni var læknir og náttúrufræðingur, en er fyrst og fremst minnst sem fyrsta landlæknis Íslands. Bjarni var skipaður í embætti landlæknis 18. mars 1760. Formleg læknisþjónusta á Íslandi á þessum tíma var af skornum skammti og Bjarni tók að sér það mikla verk að mennta lækna og útskrifa, hafa umsjón með lyfsölu og annast sóttvarnir og heilsugæslu Íslendinga allra. „Þetta var mikið verkefni fyrir einn mann í strjálbýlu landi sem var erfitt yfirferðar með óbrúaðar ár,“ ritaði Kolbrún S. Ingólfsdóttir í sögulegri yfirlitsgrein sinni um landlækna fyrri tíma í Læknablaðið árið 2003. Upphaf íslenskrar læknastéttar má rekja til Bjarna og segja má að hann hafi sáð fræjum þess heilbrigðiskerfis sem Íslendingar þekkja í dag. Bjarni þótt með eindæmum ötull maður og metnaðarfullur. Bjarni lærði í Danmörku og þótti mikið efni. Hann fór í margar ferðir til Íslands ásamt Eggert Ólafssyni til að safna náttúrugripum og handritum. Í einni slíkri ferð, árið 1756, rannsakaði Bjarni sárasótt sem hafði blossað upp í verksmiðju í Reykjavík. Guðmundur Magnússon, prófessor og ritstjóri Læknablaðsins árið 1919, rifjaði upp ummæli Bjarna við amtmann í verksmiðjunni um að taka þyrfti alvarlega í strenginn til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn rótfestist ekki í landinu til óbætandi skaða og hneisu. „Menn létu sér fátt um finnast, og varð sjúkdóminum ekki útrýmt fyrr en hann [Bjarni] var orðinn landlæknir,“ ritaði Guðmundur. Skrif sín byggði Guðmundur á ævisögu Bjarna sem Sveinn Pálsson ritaði og gaf út árið 1800. Guðmundur segir í grein sinni, sem rituð var þegar 200 ár voru liðin frá fæðingu Bjarna, að þessi fyrsti landlæknir Íslands hafi haft ríkan áhuga á því að hefja hér land og lýð. Eins og áður segir var Bjarna falið að kenna læknaefnum og útskrifa en biskupar vildu jafnframt að hann tæki að sér að kenna prestum og gera þá að læknum. „Bjarni afsagði það,“ ritaði Guðmundur. „ [Bjarni] vildi koma upp vel lærðum læknum en ekki skottulæknum!“ Á meðal þess sem Bjarni barðist fyrir var að mennta yfirsetukonur og útvega þeim laun og að hér yrði byggður landsspítali en kom því ekki fram „öllum landsvinum til hrellingar“. Bjarni lést 8. september árið 1779. Kona hans og börn stóðu félaus uppi, því skuldlausar eignir voru 111 ríkisdalir: „Þetta var kaupið fyrir æfistarfið!“ ritaði Guðmundur. Blómsveigur var lagður á minnisvarða um Bjarna við Nesstofu í gær en þar settist hann að þegar hann tók fyrstur manna við embætti landlæknis. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tímamót Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Þrjú hundruð áru eru liðin frá fæðingu Bjarna Pálssonar. Bjarni var fyrstur manna til að gegna embætti landlæknis hér á landi og sáði í embættistíð sinni fræjum sem síðar áttu eftir að verða hin íslenska heilbrigðisþjónusta. Þess var minnst um helgina að um þessar mundir eru 300 ár frá fæðingu Bjarna Pálssonar. Bjarni var læknir og náttúrufræðingur, en er fyrst og fremst minnst sem fyrsta landlæknis Íslands. Bjarni var skipaður í embætti landlæknis 18. mars 1760. Formleg læknisþjónusta á Íslandi á þessum tíma var af skornum skammti og Bjarni tók að sér það mikla verk að mennta lækna og útskrifa, hafa umsjón með lyfsölu og annast sóttvarnir og heilsugæslu Íslendinga allra. „Þetta var mikið verkefni fyrir einn mann í strjálbýlu landi sem var erfitt yfirferðar með óbrúaðar ár,“ ritaði Kolbrún S. Ingólfsdóttir í sögulegri yfirlitsgrein sinni um landlækna fyrri tíma í Læknablaðið árið 2003. Upphaf íslenskrar læknastéttar má rekja til Bjarna og segja má að hann hafi sáð fræjum þess heilbrigðiskerfis sem Íslendingar þekkja í dag. Bjarni þótt með eindæmum ötull maður og metnaðarfullur. Bjarni lærði í Danmörku og þótti mikið efni. Hann fór í margar ferðir til Íslands ásamt Eggert Ólafssyni til að safna náttúrugripum og handritum. Í einni slíkri ferð, árið 1756, rannsakaði Bjarni sárasótt sem hafði blossað upp í verksmiðju í Reykjavík. Guðmundur Magnússon, prófessor og ritstjóri Læknablaðsins árið 1919, rifjaði upp ummæli Bjarna við amtmann í verksmiðjunni um að taka þyrfti alvarlega í strenginn til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn rótfestist ekki í landinu til óbætandi skaða og hneisu. „Menn létu sér fátt um finnast, og varð sjúkdóminum ekki útrýmt fyrr en hann [Bjarni] var orðinn landlæknir,“ ritaði Guðmundur. Skrif sín byggði Guðmundur á ævisögu Bjarna sem Sveinn Pálsson ritaði og gaf út árið 1800. Guðmundur segir í grein sinni, sem rituð var þegar 200 ár voru liðin frá fæðingu Bjarna, að þessi fyrsti landlæknir Íslands hafi haft ríkan áhuga á því að hefja hér land og lýð. Eins og áður segir var Bjarna falið að kenna læknaefnum og útskrifa en biskupar vildu jafnframt að hann tæki að sér að kenna prestum og gera þá að læknum. „Bjarni afsagði það,“ ritaði Guðmundur. „ [Bjarni] vildi koma upp vel lærðum læknum en ekki skottulæknum!“ Á meðal þess sem Bjarni barðist fyrir var að mennta yfirsetukonur og útvega þeim laun og að hér yrði byggður landsspítali en kom því ekki fram „öllum landsvinum til hrellingar“. Bjarni lést 8. september árið 1779. Kona hans og börn stóðu félaus uppi, því skuldlausar eignir voru 111 ríkisdalir: „Þetta var kaupið fyrir æfistarfið!“ ritaði Guðmundur. Blómsveigur var lagður á minnisvarða um Bjarna við Nesstofu í gær en þar settist hann að þegar hann tók fyrstur manna við embætti landlæknis.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tímamót Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira