Á Siðanefnd Alþingis að álykta um einstaka mál kjörinna fulltrúa? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 21. maí 2019 09:08 Siðanefnd sem forsætisnefnd Alþingis skipaði hefur ályktað að þingmaður hafi brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum sínum um annan þingmann. Um er að ræða ráðgefandi álit og hefur forsætisnefnd Alþingis síðasta orðið. Þetta hefur vakið upp ýmsar spurningar m.a. hvort siðanefnd á hinum pólitíska vettvangi ætti yfirhöfuð að vera til og ef hún er til hvert á þá hlutverk hennar að vera? Hlutverk þessarar nefndar sem hér um ræðir er m.a. að láta í ljós álit sitt á því hvort þingmaður hafi með hátterni sínu brotið gegn hátternisskyldum sínum og meginreglum um hátterni, sbr. 5. gr. siðareglna fyrir alþingismenn. Siðanefnd á vettvangi stjórnmála - á hún að fjalla um einstaklingsmál? Siðanefndir starfsstétta hafa vissulega margar hverjar það hlutverk að leggja mat á framkomu, hegðun og atferli aðila í viðkomandi starfsstétt. En öðru máli hlýtur að gegna um siðanefndir á pólitískum vettvangi. Sé slík nefnd til ætti hennar hlutverk kannski aðallega að beinast að tillögugerð um endurskoðun siðareglna og framsetningu þeirra frekar en að fjalla um og álykta um einstaka kvörtunarmál þingmanns yfir öðrum þingmanni. Það er mín skoðun að álit siðanefndar um einstök mál kjörinna fulltrúa geti ekki verið trúverðugt og hafi í raun litla þýðingu. Álit er bara álit og siðareglur eru auðvitað engin lög og þótt einhver segi að brotnar hafa verið siðareglur hefur það engar afleiðingar. Ég tel að siðanefndarkerfi eins og er á Alþingi henti illa fyrir kjörna fulltrúa. Af hverju hentar siðanefnd illa fyrir kjörna fulltrúa? Þingmaður/kjörinn fulltrúi er ekki í sömu stöðu og sá sem ræður sig í vinnu samkvæmt samningi sem grundvallaður er á réttindum og skyldum starfsmanna. Stéttarfélög halda utan um kjara- og réttindamál. Stjórnmálamaður er kosinn af fólkinu. Hegðun hans og framkoma m.a. á hinum pólitíska vettvangi er á ábyrgð hans sjálfs. Sé talið að hann hafi sýnt af sér dónalega eða óviðeigandi framkomu gagnvart öðrum þingmanni eða starfsmanni eða brotið af sér samkvæmt siðareglum á hann það fyrst og fremst við samvisku sína, flokkinn sem stendur að baki honum og kjósendur sína. Margir hafa tjáð sig um þetta fyrirkomulag á Alþingi og sumir segja að það gangi ekki upp. Einhverjir sjá lausnina í því að „fjarlægja“ forsætisnefndina úr ferlinu en hún hefur síðasta orðið í málinu um hvort brotið hafi verið í bága við siðareglur eða ekki. Ég get ekki séð að fyrirkomulagið verði bættara við að „fjarlægja“ forsætisnefndina með síðasta orðið. Eftir sem áður stæði álit siðanefndar sem verður án efa alltaf umdeilt hver svo niðurstaðan er. Hvað varðar þetta einstaka mál sem hæst hefur borið síðustu daga er ekki gott að segja um hvað verður. En ef horft er til framtíðar finnst mér tvennt koma til greina er varðar Siðanefndina á Alþingi: 1. Að Siðanefnd Alþingis fjalli ekki um einstaklingsmál 2. Að Siðanefnd Alþingis verði lögð niður. Siða- og samstarfsreglur Á vettvangi stjórnmála, hvort heldur á Alþingi eða í borgarstjórn, tel ég að ekki eigi að vera nein siðanefnd. Deila má um hvort setja eigi kjörnum fulltrúum einhverjar sérstakar siðareglur. Siðareglur um afmarkað efni geta verið góðar en einna helst finnst mér skipta máli að setja skýrar samstarfsreglur. Leiðbeinandi siða- og samstarfsreglur geta gagnast vel í samfélagi eins og okkar þar sem flæði upplýsinga er gríðarlegt og samskipti einstaklinga margbrotin og flókin. Úrvinnsla: samtal, dómstólaleið eða bara ekki neitt? Eftir áratuga reynslu af úrvinnslu eineltismála á vinnustöðum þar sem einmitt réttindi, skyldur og jafnræði aðila máls hafa iðulega komið til álita tel ég að leiðir til lausna mála þar sem kvartað er yfir kjörnum fulltrúa séu kannski tvenns konar. Fyrri leiðin er samtalsleiðin. Komi upp tilvik þar sem talið er að þingmaður/kjörinn fulltrúi hafi sýnt af sér hrokafulla eða dónalega framkomu er „samtal“ milli aðila stundum vænleg leið til lausnar þ.e.a.s. ef það hugnast báðum aðilum að ræða saman um atvikið. Frumkvæði að slíku samtali getur verið hjá „geranda eða þolanda“. Gangi sú leið ekki t.d. vegna alvarleika málsins, í tilfellum þar sem um er að ræða meint lagabrot eða grun um misferli/glæp kjörins fulltrúa fer málið til þar til bærra yfirvalda til rannsóknar og til dómstóla eftir atvikum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Sjá meira
Siðanefnd sem forsætisnefnd Alþingis skipaði hefur ályktað að þingmaður hafi brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum sínum um annan þingmann. Um er að ræða ráðgefandi álit og hefur forsætisnefnd Alþingis síðasta orðið. Þetta hefur vakið upp ýmsar spurningar m.a. hvort siðanefnd á hinum pólitíska vettvangi ætti yfirhöfuð að vera til og ef hún er til hvert á þá hlutverk hennar að vera? Hlutverk þessarar nefndar sem hér um ræðir er m.a. að láta í ljós álit sitt á því hvort þingmaður hafi með hátterni sínu brotið gegn hátternisskyldum sínum og meginreglum um hátterni, sbr. 5. gr. siðareglna fyrir alþingismenn. Siðanefnd á vettvangi stjórnmála - á hún að fjalla um einstaklingsmál? Siðanefndir starfsstétta hafa vissulega margar hverjar það hlutverk að leggja mat á framkomu, hegðun og atferli aðila í viðkomandi starfsstétt. En öðru máli hlýtur að gegna um siðanefndir á pólitískum vettvangi. Sé slík nefnd til ætti hennar hlutverk kannski aðallega að beinast að tillögugerð um endurskoðun siðareglna og framsetningu þeirra frekar en að fjalla um og álykta um einstaka kvörtunarmál þingmanns yfir öðrum þingmanni. Það er mín skoðun að álit siðanefndar um einstök mál kjörinna fulltrúa geti ekki verið trúverðugt og hafi í raun litla þýðingu. Álit er bara álit og siðareglur eru auðvitað engin lög og þótt einhver segi að brotnar hafa verið siðareglur hefur það engar afleiðingar. Ég tel að siðanefndarkerfi eins og er á Alþingi henti illa fyrir kjörna fulltrúa. Af hverju hentar siðanefnd illa fyrir kjörna fulltrúa? Þingmaður/kjörinn fulltrúi er ekki í sömu stöðu og sá sem ræður sig í vinnu samkvæmt samningi sem grundvallaður er á réttindum og skyldum starfsmanna. Stéttarfélög halda utan um kjara- og réttindamál. Stjórnmálamaður er kosinn af fólkinu. Hegðun hans og framkoma m.a. á hinum pólitíska vettvangi er á ábyrgð hans sjálfs. Sé talið að hann hafi sýnt af sér dónalega eða óviðeigandi framkomu gagnvart öðrum þingmanni eða starfsmanni eða brotið af sér samkvæmt siðareglum á hann það fyrst og fremst við samvisku sína, flokkinn sem stendur að baki honum og kjósendur sína. Margir hafa tjáð sig um þetta fyrirkomulag á Alþingi og sumir segja að það gangi ekki upp. Einhverjir sjá lausnina í því að „fjarlægja“ forsætisnefndina úr ferlinu en hún hefur síðasta orðið í málinu um hvort brotið hafi verið í bága við siðareglur eða ekki. Ég get ekki séð að fyrirkomulagið verði bættara við að „fjarlægja“ forsætisnefndina með síðasta orðið. Eftir sem áður stæði álit siðanefndar sem verður án efa alltaf umdeilt hver svo niðurstaðan er. Hvað varðar þetta einstaka mál sem hæst hefur borið síðustu daga er ekki gott að segja um hvað verður. En ef horft er til framtíðar finnst mér tvennt koma til greina er varðar Siðanefndina á Alþingi: 1. Að Siðanefnd Alþingis fjalli ekki um einstaklingsmál 2. Að Siðanefnd Alþingis verði lögð niður. Siða- og samstarfsreglur Á vettvangi stjórnmála, hvort heldur á Alþingi eða í borgarstjórn, tel ég að ekki eigi að vera nein siðanefnd. Deila má um hvort setja eigi kjörnum fulltrúum einhverjar sérstakar siðareglur. Siðareglur um afmarkað efni geta verið góðar en einna helst finnst mér skipta máli að setja skýrar samstarfsreglur. Leiðbeinandi siða- og samstarfsreglur geta gagnast vel í samfélagi eins og okkar þar sem flæði upplýsinga er gríðarlegt og samskipti einstaklinga margbrotin og flókin. Úrvinnsla: samtal, dómstólaleið eða bara ekki neitt? Eftir áratuga reynslu af úrvinnslu eineltismála á vinnustöðum þar sem einmitt réttindi, skyldur og jafnræði aðila máls hafa iðulega komið til álita tel ég að leiðir til lausna mála þar sem kvartað er yfir kjörnum fulltrúa séu kannski tvenns konar. Fyrri leiðin er samtalsleiðin. Komi upp tilvik þar sem talið er að þingmaður/kjörinn fulltrúi hafi sýnt af sér hrokafulla eða dónalega framkomu er „samtal“ milli aðila stundum vænleg leið til lausnar þ.e.a.s. ef það hugnast báðum aðilum að ræða saman um atvikið. Frumkvæði að slíku samtali getur verið hjá „geranda eða þolanda“. Gangi sú leið ekki t.d. vegna alvarleika málsins, í tilfellum þar sem um er að ræða meint lagabrot eða grun um misferli/glæp kjörins fulltrúa fer málið til þar til bærra yfirvalda til rannsóknar og til dómstóla eftir atvikum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun