Stærsta verkefni Íslendinga í umhverfismálum er í Kína Heimir Már Pétursson skrifar 21. maí 2019 20:30 Íslendingar koma að uppbyggingu og rekstri á stærsta hitaveitukerfi í heimi í tugum borga í Kína. Þannig hjálpar íslenskt hugvit og áratugareynsla á uppbyggingu hitaveitna Kínverjum að losa borgir undan mikilli loftmengun sem fylgir kolaorkuverum. Sigsteinn Grétarsson forstjóri Arctic Green Energy segir samvinnu íslenska fyrirtækisins og kínverska orkurisans Sinopec ná allt aftur til ársins 2006 þegar þáverandi forseti Kína kom í opinbera heimsókn til Íslands í boði Ólafs Ragnars Grímssonar. „Hann á mjög stóran hluta í því að þetta hófst árið 2006,“ segir Sigsteinn en Ólafur Ragnar hafi verið óþreytandi í að kynna möguleika jarðvarmans fyrir Kínverjum. Arctic Green Energy kemur að lagningu hitaveitna í um 60 borgum í Kína. En eitt stærsta verkefnið er að byggja hitaveitu fyrir nýja borg skammt fyrir utan Beijing sem heitir Xiongan. Til að skýra stærðina á þessu verkefni hjá Arctic Green Energy í Xiongan munu í framtíðinni, kannski innan tveggja til þriggja áratuga, búa um 4,5 milljónir manna í nýju borginni. En fyrirhugað er að flytja um 30 prósent starfsmanna stjórnsýslunnar í Beijing til borgarinnar.Hita nú þegar upp 40 milljónir fermetra „Þetta er stærsta jarðvarmaverkefni eða jarðhitaveita heims og sú sem er að vaxa hvað hraðast. Við erum í dag með um 40 milljón fermetra í hitun,“ segir Sigsteinn. Og eftir því sem borgin stækki muni hitaveitan ná til um 70 milljón fermetra en hún er nú þegar fjórum til fimm sinnum stærri en allar hitaveitur til samans á Íslandi. Uppbyggingin gerir Kínverjum kleift að minnka kolabrennslu sína um milljónir tonna, því í dag er hitun húsa og kæling að mestu fengin með orku frá kolaorkuverum. „Í Kína hafa menn áttað sig á því að jarðhitinn er möguleiki sem hægt er að nýta. Við þekkjum þetta á Íslandi. En þeir hafa verið að hita með kolum og í dag erum við búin að skipta eins og ég segi fjórum gígavöttum úr kolahitun yfir í hreina jarðhitaorku. Sem skiptir verulega miklu máli þegar kemur að loftlagsmálum,“ segir Sigsteinn. Stærstu verkefnin séu í kringum Beijing. „Á þessu svæði eru einar bestu lághitaauðlindir heims sem hingað til hafa ekki verið nýttar. Þannig að ef við horfum á bæði það sem búið er að gera hér á síðustu árum og það sem gert verður á næstu árum þá er þetta lang, lang stærsta verkefni í umhverfismálum sem Íslendingar koma að,“ segir Sigsteinn Grétarsson. Kína Orkumál Umhverfismál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Íslendingar koma að uppbyggingu og rekstri á stærsta hitaveitukerfi í heimi í tugum borga í Kína. Þannig hjálpar íslenskt hugvit og áratugareynsla á uppbyggingu hitaveitna Kínverjum að losa borgir undan mikilli loftmengun sem fylgir kolaorkuverum. Sigsteinn Grétarsson forstjóri Arctic Green Energy segir samvinnu íslenska fyrirtækisins og kínverska orkurisans Sinopec ná allt aftur til ársins 2006 þegar þáverandi forseti Kína kom í opinbera heimsókn til Íslands í boði Ólafs Ragnars Grímssonar. „Hann á mjög stóran hluta í því að þetta hófst árið 2006,“ segir Sigsteinn en Ólafur Ragnar hafi verið óþreytandi í að kynna möguleika jarðvarmans fyrir Kínverjum. Arctic Green Energy kemur að lagningu hitaveitna í um 60 borgum í Kína. En eitt stærsta verkefnið er að byggja hitaveitu fyrir nýja borg skammt fyrir utan Beijing sem heitir Xiongan. Til að skýra stærðina á þessu verkefni hjá Arctic Green Energy í Xiongan munu í framtíðinni, kannski innan tveggja til þriggja áratuga, búa um 4,5 milljónir manna í nýju borginni. En fyrirhugað er að flytja um 30 prósent starfsmanna stjórnsýslunnar í Beijing til borgarinnar.Hita nú þegar upp 40 milljónir fermetra „Þetta er stærsta jarðvarmaverkefni eða jarðhitaveita heims og sú sem er að vaxa hvað hraðast. Við erum í dag með um 40 milljón fermetra í hitun,“ segir Sigsteinn. Og eftir því sem borgin stækki muni hitaveitan ná til um 70 milljón fermetra en hún er nú þegar fjórum til fimm sinnum stærri en allar hitaveitur til samans á Íslandi. Uppbyggingin gerir Kínverjum kleift að minnka kolabrennslu sína um milljónir tonna, því í dag er hitun húsa og kæling að mestu fengin með orku frá kolaorkuverum. „Í Kína hafa menn áttað sig á því að jarðhitinn er möguleiki sem hægt er að nýta. Við þekkjum þetta á Íslandi. En þeir hafa verið að hita með kolum og í dag erum við búin að skipta eins og ég segi fjórum gígavöttum úr kolahitun yfir í hreina jarðhitaorku. Sem skiptir verulega miklu máli þegar kemur að loftlagsmálum,“ segir Sigsteinn. Stærstu verkefnin séu í kringum Beijing. „Á þessu svæði eru einar bestu lághitaauðlindir heims sem hingað til hafa ekki verið nýttar. Þannig að ef við horfum á bæði það sem búið er að gera hér á síðustu árum og það sem gert verður á næstu árum þá er þetta lang, lang stærsta verkefni í umhverfismálum sem Íslendingar koma að,“ segir Sigsteinn Grétarsson.
Kína Orkumál Umhverfismál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira