Stærsta verkefni Íslendinga í umhverfismálum er í Kína Heimir Már Pétursson skrifar 21. maí 2019 20:30 Íslendingar koma að uppbyggingu og rekstri á stærsta hitaveitukerfi í heimi í tugum borga í Kína. Þannig hjálpar íslenskt hugvit og áratugareynsla á uppbyggingu hitaveitna Kínverjum að losa borgir undan mikilli loftmengun sem fylgir kolaorkuverum. Sigsteinn Grétarsson forstjóri Arctic Green Energy segir samvinnu íslenska fyrirtækisins og kínverska orkurisans Sinopec ná allt aftur til ársins 2006 þegar þáverandi forseti Kína kom í opinbera heimsókn til Íslands í boði Ólafs Ragnars Grímssonar. „Hann á mjög stóran hluta í því að þetta hófst árið 2006,“ segir Sigsteinn en Ólafur Ragnar hafi verið óþreytandi í að kynna möguleika jarðvarmans fyrir Kínverjum. Arctic Green Energy kemur að lagningu hitaveitna í um 60 borgum í Kína. En eitt stærsta verkefnið er að byggja hitaveitu fyrir nýja borg skammt fyrir utan Beijing sem heitir Xiongan. Til að skýra stærðina á þessu verkefni hjá Arctic Green Energy í Xiongan munu í framtíðinni, kannski innan tveggja til þriggja áratuga, búa um 4,5 milljónir manna í nýju borginni. En fyrirhugað er að flytja um 30 prósent starfsmanna stjórnsýslunnar í Beijing til borgarinnar.Hita nú þegar upp 40 milljónir fermetra „Þetta er stærsta jarðvarmaverkefni eða jarðhitaveita heims og sú sem er að vaxa hvað hraðast. Við erum í dag með um 40 milljón fermetra í hitun,“ segir Sigsteinn. Og eftir því sem borgin stækki muni hitaveitan ná til um 70 milljón fermetra en hún er nú þegar fjórum til fimm sinnum stærri en allar hitaveitur til samans á Íslandi. Uppbyggingin gerir Kínverjum kleift að minnka kolabrennslu sína um milljónir tonna, því í dag er hitun húsa og kæling að mestu fengin með orku frá kolaorkuverum. „Í Kína hafa menn áttað sig á því að jarðhitinn er möguleiki sem hægt er að nýta. Við þekkjum þetta á Íslandi. En þeir hafa verið að hita með kolum og í dag erum við búin að skipta eins og ég segi fjórum gígavöttum úr kolahitun yfir í hreina jarðhitaorku. Sem skiptir verulega miklu máli þegar kemur að loftlagsmálum,“ segir Sigsteinn. Stærstu verkefnin séu í kringum Beijing. „Á þessu svæði eru einar bestu lághitaauðlindir heims sem hingað til hafa ekki verið nýttar. Þannig að ef við horfum á bæði það sem búið er að gera hér á síðustu árum og það sem gert verður á næstu árum þá er þetta lang, lang stærsta verkefni í umhverfismálum sem Íslendingar koma að,“ segir Sigsteinn Grétarsson. Kína Orkumál Umhverfismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Íslendingar koma að uppbyggingu og rekstri á stærsta hitaveitukerfi í heimi í tugum borga í Kína. Þannig hjálpar íslenskt hugvit og áratugareynsla á uppbyggingu hitaveitna Kínverjum að losa borgir undan mikilli loftmengun sem fylgir kolaorkuverum. Sigsteinn Grétarsson forstjóri Arctic Green Energy segir samvinnu íslenska fyrirtækisins og kínverska orkurisans Sinopec ná allt aftur til ársins 2006 þegar þáverandi forseti Kína kom í opinbera heimsókn til Íslands í boði Ólafs Ragnars Grímssonar. „Hann á mjög stóran hluta í því að þetta hófst árið 2006,“ segir Sigsteinn en Ólafur Ragnar hafi verið óþreytandi í að kynna möguleika jarðvarmans fyrir Kínverjum. Arctic Green Energy kemur að lagningu hitaveitna í um 60 borgum í Kína. En eitt stærsta verkefnið er að byggja hitaveitu fyrir nýja borg skammt fyrir utan Beijing sem heitir Xiongan. Til að skýra stærðina á þessu verkefni hjá Arctic Green Energy í Xiongan munu í framtíðinni, kannski innan tveggja til þriggja áratuga, búa um 4,5 milljónir manna í nýju borginni. En fyrirhugað er að flytja um 30 prósent starfsmanna stjórnsýslunnar í Beijing til borgarinnar.Hita nú þegar upp 40 milljónir fermetra „Þetta er stærsta jarðvarmaverkefni eða jarðhitaveita heims og sú sem er að vaxa hvað hraðast. Við erum í dag með um 40 milljón fermetra í hitun,“ segir Sigsteinn. Og eftir því sem borgin stækki muni hitaveitan ná til um 70 milljón fermetra en hún er nú þegar fjórum til fimm sinnum stærri en allar hitaveitur til samans á Íslandi. Uppbyggingin gerir Kínverjum kleift að minnka kolabrennslu sína um milljónir tonna, því í dag er hitun húsa og kæling að mestu fengin með orku frá kolaorkuverum. „Í Kína hafa menn áttað sig á því að jarðhitinn er möguleiki sem hægt er að nýta. Við þekkjum þetta á Íslandi. En þeir hafa verið að hita með kolum og í dag erum við búin að skipta eins og ég segi fjórum gígavöttum úr kolahitun yfir í hreina jarðhitaorku. Sem skiptir verulega miklu máli þegar kemur að loftlagsmálum,“ segir Sigsteinn. Stærstu verkefnin séu í kringum Beijing. „Á þessu svæði eru einar bestu lághitaauðlindir heims sem hingað til hafa ekki verið nýttar. Þannig að ef við horfum á bæði það sem búið er að gera hér á síðustu árum og það sem gert verður á næstu árum þá er þetta lang, lang stærsta verkefni í umhverfismálum sem Íslendingar koma að,“ segir Sigsteinn Grétarsson.
Kína Orkumál Umhverfismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira