Orkumarkaður fyrir neytendur Vilhjálmur Árnason skrifar 22. maí 2019 07:00 Hagkvæmt og skilvirkt viðskiptaumhverfi er grundvöllur efnahagslegrar velferðar hverrar þjóðar. Um raforkumarkað gilda sömu lögmál og gilda um aðra markaði; samkeppni leiðir af sér sterkari markað neytendum til hagsbóta, bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Nú stendur fyrir dyrum að renna enn styrkari stoðum undir samkeppnisumhverfi íslensks raforkumarkaðs með innleiðingu þriðja orkupakkans, en löggjöfin er í anda sameiginlegrar stefnu aðildarríkja EES-samningsins um mikilvægi markaðsbúskapar. Í aldarfjórðung hefur íslenskur almenningur og fyrirtæki notið góðs af EES-samningnum, samstarfi ESB og EFTA-ríkjanna. Samningurinn veitir Íslendingum aðgang að rúmlega 500 milljóna manna innri markaði ESB og á grundvelli fjórfrelsisins tryggir hann frjálst flæði vöruflutninga, fólksflutninga, þjónustustarfsemi og fjármagns. Samningurinn hefur á þessum tíma fært okkur frjáls og tollalaus viðskipti, leitt til aukinnar samkeppni samfélaginu til hagsbóta, hagvöxt og gert íslenskum almenningi kleift að velja sér búsetu innan svæðisins, stunda nám og einfaldað ferðalög. EES-samningurinn hefur stutt ríkulega við útflutning Íslendinga, en markaðurinn sem samningurinn tekur til er okkur Íslendingum sá allra mikilvægasti; til EES-ríkja beinum við 65 prósent allra milliríkjaviðskipta okkar. Innleiðing þriðja orkupakkans, sem hefur verið í meðförum Alþingis frá árinu 2010, í íslenskan landsrétt er Íslendingum til hagsbóta. Reglur hans leiða til aukinnar neytendaverndar og stuðla að aukinni samkeppni og jafnræði milli aðila, sem alla jafna stuðlar að lægra verði og betri þjónustu neytendum til handa. Þetta hafa dæmin sýnt, eins og innleiðing fjarskiptapakkans sem var leiddur í íslensk lög í gegnum EES-samstarfið. EES-samstarfið tekur ekki til eignarhalds og meðferðar auðlinda og það mun ekki breytast með innleiðingu þriðja orkupakkans. Ákvarðanir um ráðstöfun eða nýtingu jarðhitans, vatnsafls eða vindorku verða áfram alfarið hjá Íslendingum. Enginn tekur ákvörðun um lagningu sæstrengs nema íslensk stjórnvöld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá stofnun barist fyrir markaðshyggju og búið atvinnulífinu stöðugt umhverfi. Þess vegna styður Sjálfstæðisflokkurinn innleiðingu þriðja orkupakkans.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Vilhjálmur Árnason Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Hagkvæmt og skilvirkt viðskiptaumhverfi er grundvöllur efnahagslegrar velferðar hverrar þjóðar. Um raforkumarkað gilda sömu lögmál og gilda um aðra markaði; samkeppni leiðir af sér sterkari markað neytendum til hagsbóta, bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Nú stendur fyrir dyrum að renna enn styrkari stoðum undir samkeppnisumhverfi íslensks raforkumarkaðs með innleiðingu þriðja orkupakkans, en löggjöfin er í anda sameiginlegrar stefnu aðildarríkja EES-samningsins um mikilvægi markaðsbúskapar. Í aldarfjórðung hefur íslenskur almenningur og fyrirtæki notið góðs af EES-samningnum, samstarfi ESB og EFTA-ríkjanna. Samningurinn veitir Íslendingum aðgang að rúmlega 500 milljóna manna innri markaði ESB og á grundvelli fjórfrelsisins tryggir hann frjálst flæði vöruflutninga, fólksflutninga, þjónustustarfsemi og fjármagns. Samningurinn hefur á þessum tíma fært okkur frjáls og tollalaus viðskipti, leitt til aukinnar samkeppni samfélaginu til hagsbóta, hagvöxt og gert íslenskum almenningi kleift að velja sér búsetu innan svæðisins, stunda nám og einfaldað ferðalög. EES-samningurinn hefur stutt ríkulega við útflutning Íslendinga, en markaðurinn sem samningurinn tekur til er okkur Íslendingum sá allra mikilvægasti; til EES-ríkja beinum við 65 prósent allra milliríkjaviðskipta okkar. Innleiðing þriðja orkupakkans, sem hefur verið í meðförum Alþingis frá árinu 2010, í íslenskan landsrétt er Íslendingum til hagsbóta. Reglur hans leiða til aukinnar neytendaverndar og stuðla að aukinni samkeppni og jafnræði milli aðila, sem alla jafna stuðlar að lægra verði og betri þjónustu neytendum til handa. Þetta hafa dæmin sýnt, eins og innleiðing fjarskiptapakkans sem var leiddur í íslensk lög í gegnum EES-samstarfið. EES-samstarfið tekur ekki til eignarhalds og meðferðar auðlinda og það mun ekki breytast með innleiðingu þriðja orkupakkans. Ákvarðanir um ráðstöfun eða nýtingu jarðhitans, vatnsafls eða vindorku verða áfram alfarið hjá Íslendingum. Enginn tekur ákvörðun um lagningu sæstrengs nema íslensk stjórnvöld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá stofnun barist fyrir markaðshyggju og búið atvinnulífinu stöðugt umhverfi. Þess vegna styður Sjálfstæðisflokkurinn innleiðingu þriðja orkupakkans.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun