Orkumarkaður fyrir neytendur Vilhjálmur Árnason skrifar 22. maí 2019 07:00 Hagkvæmt og skilvirkt viðskiptaumhverfi er grundvöllur efnahagslegrar velferðar hverrar þjóðar. Um raforkumarkað gilda sömu lögmál og gilda um aðra markaði; samkeppni leiðir af sér sterkari markað neytendum til hagsbóta, bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Nú stendur fyrir dyrum að renna enn styrkari stoðum undir samkeppnisumhverfi íslensks raforkumarkaðs með innleiðingu þriðja orkupakkans, en löggjöfin er í anda sameiginlegrar stefnu aðildarríkja EES-samningsins um mikilvægi markaðsbúskapar. Í aldarfjórðung hefur íslenskur almenningur og fyrirtæki notið góðs af EES-samningnum, samstarfi ESB og EFTA-ríkjanna. Samningurinn veitir Íslendingum aðgang að rúmlega 500 milljóna manna innri markaði ESB og á grundvelli fjórfrelsisins tryggir hann frjálst flæði vöruflutninga, fólksflutninga, þjónustustarfsemi og fjármagns. Samningurinn hefur á þessum tíma fært okkur frjáls og tollalaus viðskipti, leitt til aukinnar samkeppni samfélaginu til hagsbóta, hagvöxt og gert íslenskum almenningi kleift að velja sér búsetu innan svæðisins, stunda nám og einfaldað ferðalög. EES-samningurinn hefur stutt ríkulega við útflutning Íslendinga, en markaðurinn sem samningurinn tekur til er okkur Íslendingum sá allra mikilvægasti; til EES-ríkja beinum við 65 prósent allra milliríkjaviðskipta okkar. Innleiðing þriðja orkupakkans, sem hefur verið í meðförum Alþingis frá árinu 2010, í íslenskan landsrétt er Íslendingum til hagsbóta. Reglur hans leiða til aukinnar neytendaverndar og stuðla að aukinni samkeppni og jafnræði milli aðila, sem alla jafna stuðlar að lægra verði og betri þjónustu neytendum til handa. Þetta hafa dæmin sýnt, eins og innleiðing fjarskiptapakkans sem var leiddur í íslensk lög í gegnum EES-samstarfið. EES-samstarfið tekur ekki til eignarhalds og meðferðar auðlinda og það mun ekki breytast með innleiðingu þriðja orkupakkans. Ákvarðanir um ráðstöfun eða nýtingu jarðhitans, vatnsafls eða vindorku verða áfram alfarið hjá Íslendingum. Enginn tekur ákvörðun um lagningu sæstrengs nema íslensk stjórnvöld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá stofnun barist fyrir markaðshyggju og búið atvinnulífinu stöðugt umhverfi. Þess vegna styður Sjálfstæðisflokkurinn innleiðingu þriðja orkupakkans.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Vilhjálmur Árnason Þriðji orkupakkinn Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hagkvæmt og skilvirkt viðskiptaumhverfi er grundvöllur efnahagslegrar velferðar hverrar þjóðar. Um raforkumarkað gilda sömu lögmál og gilda um aðra markaði; samkeppni leiðir af sér sterkari markað neytendum til hagsbóta, bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Nú stendur fyrir dyrum að renna enn styrkari stoðum undir samkeppnisumhverfi íslensks raforkumarkaðs með innleiðingu þriðja orkupakkans, en löggjöfin er í anda sameiginlegrar stefnu aðildarríkja EES-samningsins um mikilvægi markaðsbúskapar. Í aldarfjórðung hefur íslenskur almenningur og fyrirtæki notið góðs af EES-samningnum, samstarfi ESB og EFTA-ríkjanna. Samningurinn veitir Íslendingum aðgang að rúmlega 500 milljóna manna innri markaði ESB og á grundvelli fjórfrelsisins tryggir hann frjálst flæði vöruflutninga, fólksflutninga, þjónustustarfsemi og fjármagns. Samningurinn hefur á þessum tíma fært okkur frjáls og tollalaus viðskipti, leitt til aukinnar samkeppni samfélaginu til hagsbóta, hagvöxt og gert íslenskum almenningi kleift að velja sér búsetu innan svæðisins, stunda nám og einfaldað ferðalög. EES-samningurinn hefur stutt ríkulega við útflutning Íslendinga, en markaðurinn sem samningurinn tekur til er okkur Íslendingum sá allra mikilvægasti; til EES-ríkja beinum við 65 prósent allra milliríkjaviðskipta okkar. Innleiðing þriðja orkupakkans, sem hefur verið í meðförum Alþingis frá árinu 2010, í íslenskan landsrétt er Íslendingum til hagsbóta. Reglur hans leiða til aukinnar neytendaverndar og stuðla að aukinni samkeppni og jafnræði milli aðila, sem alla jafna stuðlar að lægra verði og betri þjónustu neytendum til handa. Þetta hafa dæmin sýnt, eins og innleiðing fjarskiptapakkans sem var leiddur í íslensk lög í gegnum EES-samstarfið. EES-samstarfið tekur ekki til eignarhalds og meðferðar auðlinda og það mun ekki breytast með innleiðingu þriðja orkupakkans. Ákvarðanir um ráðstöfun eða nýtingu jarðhitans, vatnsafls eða vindorku verða áfram alfarið hjá Íslendingum. Enginn tekur ákvörðun um lagningu sæstrengs nema íslensk stjórnvöld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá stofnun barist fyrir markaðshyggju og búið atvinnulífinu stöðugt umhverfi. Þess vegna styður Sjálfstæðisflokkurinn innleiðingu þriðja orkupakkans.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun