Bandaríska Talibananum sleppt úr haldi Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2019 16:55 John Walker Lindh, eftir og fyrir hann var handsamaður í Afganistan árið 2001. Vísir/AP Bandaríkjamanninum John Walker Lindh, sem barðist með Talibönum í Afganistan, hefur verið sleppt úr haldi eftir sautján ára fangelsisvist. Hann játaði að hafa gengið til liðs við Talibana eftir að hann var handtekinn þegar Bandaríkin réðust inn í landið árið 2001 og var upprunalega gert að sæta tuttugu ára fangelsisvist. Lindh var sleppt snemma í dag vegna góðrar hegðunar. Þeirri ákvörðun hefur þó ekki verið tekið vel í Bandaríkjunum. Frelsi hans fylgja þó ákveðin skilyrði sem dómari setti á af ótta við að Lindh styddi enn Talibana. Hann má ekki yfirgefa Bandaríkin og verður að setta ráðgjöf. Þá má hann ekki skoða áróður öfgasamtaka og öll hans samskipti á netinu verða að fara fram á ensku. Fylgst verður með netnotkun hans. Lindh var samkvæmt AP fréttaveitunni, mótfallinn þessu skilyrðum en mun hafa sæst við þau á endanum.Ennþá sagður ógna Bandaríkjunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi ákvörðunina í dag og sagði Lindh enn ógna Bandaríkjunum. Hann hafi ekki snúið bakinu við öfgum Talibana og er það í samræmi við álit annarra.Foreign Policy birti árið 2017 grein um skýrslur yfirvalda þar sem sérfræðingar segja Lindh enn aðhyllast skilaboðum og markmiðum Talibana. Þar að auki segir blaðamaður Atlantic Magazine, sem hefur skrifast á við Lindh, að hann sýni ekki iðrun og að svo virðist sem að fangavist hans hafi breytt honum úr Talibana í ISIS-liða, samkvæmt BBC.Þar að auki segir NBC News að Lindh hafi sent bréf til sjónvarpsstöðvar NBC í Los Angeles árið 2015 þar sem hann sagði Íslamska ríkið vera að „vinna frábært starf“ í Írak og Sýrlandi.Fór ungur til Afganistan Skömmu eftir að Lindh var handsamaður í Afganistan árið 2001 var hann staðsettur í fangabúðum þar sem hópur Talibana gerði uppreisn. Einn bandarískur hermaður sem hét Johnny Michael Spann, lét lífið og var Lindh ákærður fyrir þátttöku hans í uppreisninni og morði hermannsins. Hann játaði að vera Talibani en neitaði að hafa komið að morði Spann. Fjölskylda hermannsins hefur þó mótmælt þeirri ákvörðun að sleppa Lindh harðlega. Gail Spann, móðir hermannsins, sagði fyrr á árinu að það að Lindh hafi ekki varað hann við uppreisninni sé til marks um að hann hafi svikið Bandaríkin. Þegar Lindh, sem fæddist árið 1981, var táningur tók hann upp íslamstrú eftir að hafa séð kvikmyndina Malcolm X. Hann fluttist til Jemen til að læra arabísku og fleira. Í nóvember árið 2000 flutti hann til Pakistan og þaðan fór hann til Afganistan og gekk til liðs við Talibana. Hann hitti Osama bin Laden og var með Talibönum í september 2001 þegar árásin var gerð á tvíburaturnana í New York. Við lok ársins var hann handsamaður af Afgönum sem studdu innrás Bandaríkjanna. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Bandaríkjamanninum John Walker Lindh, sem barðist með Talibönum í Afganistan, hefur verið sleppt úr haldi eftir sautján ára fangelsisvist. Hann játaði að hafa gengið til liðs við Talibana eftir að hann var handtekinn þegar Bandaríkin réðust inn í landið árið 2001 og var upprunalega gert að sæta tuttugu ára fangelsisvist. Lindh var sleppt snemma í dag vegna góðrar hegðunar. Þeirri ákvörðun hefur þó ekki verið tekið vel í Bandaríkjunum. Frelsi hans fylgja þó ákveðin skilyrði sem dómari setti á af ótta við að Lindh styddi enn Talibana. Hann má ekki yfirgefa Bandaríkin og verður að setta ráðgjöf. Þá má hann ekki skoða áróður öfgasamtaka og öll hans samskipti á netinu verða að fara fram á ensku. Fylgst verður með netnotkun hans. Lindh var samkvæmt AP fréttaveitunni, mótfallinn þessu skilyrðum en mun hafa sæst við þau á endanum.Ennþá sagður ógna Bandaríkjunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi ákvörðunina í dag og sagði Lindh enn ógna Bandaríkjunum. Hann hafi ekki snúið bakinu við öfgum Talibana og er það í samræmi við álit annarra.Foreign Policy birti árið 2017 grein um skýrslur yfirvalda þar sem sérfræðingar segja Lindh enn aðhyllast skilaboðum og markmiðum Talibana. Þar að auki segir blaðamaður Atlantic Magazine, sem hefur skrifast á við Lindh, að hann sýni ekki iðrun og að svo virðist sem að fangavist hans hafi breytt honum úr Talibana í ISIS-liða, samkvæmt BBC.Þar að auki segir NBC News að Lindh hafi sent bréf til sjónvarpsstöðvar NBC í Los Angeles árið 2015 þar sem hann sagði Íslamska ríkið vera að „vinna frábært starf“ í Írak og Sýrlandi.Fór ungur til Afganistan Skömmu eftir að Lindh var handsamaður í Afganistan árið 2001 var hann staðsettur í fangabúðum þar sem hópur Talibana gerði uppreisn. Einn bandarískur hermaður sem hét Johnny Michael Spann, lét lífið og var Lindh ákærður fyrir þátttöku hans í uppreisninni og morði hermannsins. Hann játaði að vera Talibani en neitaði að hafa komið að morði Spann. Fjölskylda hermannsins hefur þó mótmælt þeirri ákvörðun að sleppa Lindh harðlega. Gail Spann, móðir hermannsins, sagði fyrr á árinu að það að Lindh hafi ekki varað hann við uppreisninni sé til marks um að hann hafi svikið Bandaríkin. Þegar Lindh, sem fæddist árið 1981, var táningur tók hann upp íslamstrú eftir að hafa séð kvikmyndina Malcolm X. Hann fluttist til Jemen til að læra arabísku og fleira. Í nóvember árið 2000 flutti hann til Pakistan og þaðan fór hann til Afganistan og gekk til liðs við Talibana. Hann hitti Osama bin Laden og var með Talibönum í september 2001 þegar árásin var gerð á tvíburaturnana í New York. Við lok ársins var hann handsamaður af Afgönum sem studdu innrás Bandaríkjanna.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira