Meiri eftirspurn eftir liðskiptaaðgerðum en reiknað var með Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2019 20:30 Þörfin fyrir liðskiptaaðgerðir reyndist meiri en gert var ráð fyrir í upphafi þriggja ára átaks til að fækka fólki á biðlistum eftir slíkum aðgerðum. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur aukist töluvert umfram það. Auknir fjármunir voru settir áttak til að fækka fólki á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum á Landsspítalanum og sjúkrahúsunum á Akureyri og Akranesi á þriggja ára tímabili frá 2016 til 2018. Í skýrslu landlæknis um hvernig til tókst kemur fram að aðgerðatíðni á Íslandi hafi vaxið töluvert á þessum þremur árum og nálgist tíðnina í nágrannalöndum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir meginástæðu þess að ekki hafi tekist að stytta biðtímann eins mikið og ráð hafi verið gert fyrir sé að eftirspurnin eftir þessum aðgerðum hafi vaxið hraðar en búist hafi verið við. „Við sjáum að það er að nást verulegur árangur í að fjölga aðgerðum. En hins vegar eru biðlistarnir enn þá mjög langir. Biðtíminn er kannski betri mælikvarði og hann er enn þá óásættanlegur. Hann er of langur miðað við alla okkar mælikvarða en hann hefur styst,“ segir Svandís. Lausnir þurfi að koma fram víða í heilbrigðiskerfinu meðal annars með því að létta á Landsspítalanum með fjölgun hjúkrunarheimila, aukinni heimahjúkrun þannig að það losni um legurými á spítalanum og bæta úr skorti á starfsfólki. Í skýrslu landlæknis kemur fram að sjúkrahúsið á Akureyri geti bætt við sig aðgerðum. „Við erum að tala um að þessir sem hafa þurft að fara utan á fjórum árum séu innan við fimmtíu manns. Þannig að miðað við heildartöluna eru það ekki ýkja margir og ef sjúkrahúsið á Akureyri getur bætt við sig einhverjum tugum gæti það mál verið leyst,“ segir heilbrigðisráðherra.Aðgerðir í útlöndum Í fréttum að undanförnu hefur verið greint frá fólki sem gefist hefur upp á biðinni eftir aðgerð og farið til útlanda til að fá lausn meina sinna og hafa Sjúkratryggingar Íslands greitt kostnað vegna aðgerðanna. María Heimisdóttir forstjóri SÍ segir stofnunina hafa tiltekið fjármagn til að greiða fyrir aðgerðum fólks í öðrum löndum sem beðið hafi óhóflega lengi. Þá geti fólk samkvæmt Evrópureglum almennt sótt heilbrigðisþjónustu í útlöndum og fengið kostnaðinn greiddan. Einkarekin heilbrigðisfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að sinna liðskiptaaðgerðum en engir samningar eru til um það. „Það er ekkert nema gott að segja um það að menn hafi áhuga á að veita heilbrigðisþjónustu. En það má ekki gleyma því að það fjármagn sem er til staðar hefur þegar verið ráðstafað í liðskiptaaðgerðir á sjúkrahúsunum,“ segir María. Þá kveði lög á um að útvistun einstakra verkefna megi ekki raska getu hins opinbera heilbrigðiskerfis til að sinna hlutverki sínu. Ef útvista ætti þessum aðgerðum þyrfti að meta málið í heild sinni og væntanlega fara síðan í útboð. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Biðlistar enn mjög langir og biðtími óásættanlegur Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. 23. maí 2019 14:28 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Þörfin fyrir liðskiptaaðgerðir reyndist meiri en gert var ráð fyrir í upphafi þriggja ára átaks til að fækka fólki á biðlistum eftir slíkum aðgerðum. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur aukist töluvert umfram það. Auknir fjármunir voru settir áttak til að fækka fólki á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum á Landsspítalanum og sjúkrahúsunum á Akureyri og Akranesi á þriggja ára tímabili frá 2016 til 2018. Í skýrslu landlæknis um hvernig til tókst kemur fram að aðgerðatíðni á Íslandi hafi vaxið töluvert á þessum þremur árum og nálgist tíðnina í nágrannalöndum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir meginástæðu þess að ekki hafi tekist að stytta biðtímann eins mikið og ráð hafi verið gert fyrir sé að eftirspurnin eftir þessum aðgerðum hafi vaxið hraðar en búist hafi verið við. „Við sjáum að það er að nást verulegur árangur í að fjölga aðgerðum. En hins vegar eru biðlistarnir enn þá mjög langir. Biðtíminn er kannski betri mælikvarði og hann er enn þá óásættanlegur. Hann er of langur miðað við alla okkar mælikvarða en hann hefur styst,“ segir Svandís. Lausnir þurfi að koma fram víða í heilbrigðiskerfinu meðal annars með því að létta á Landsspítalanum með fjölgun hjúkrunarheimila, aukinni heimahjúkrun þannig að það losni um legurými á spítalanum og bæta úr skorti á starfsfólki. Í skýrslu landlæknis kemur fram að sjúkrahúsið á Akureyri geti bætt við sig aðgerðum. „Við erum að tala um að þessir sem hafa þurft að fara utan á fjórum árum séu innan við fimmtíu manns. Þannig að miðað við heildartöluna eru það ekki ýkja margir og ef sjúkrahúsið á Akureyri getur bætt við sig einhverjum tugum gæti það mál verið leyst,“ segir heilbrigðisráðherra.Aðgerðir í útlöndum Í fréttum að undanförnu hefur verið greint frá fólki sem gefist hefur upp á biðinni eftir aðgerð og farið til útlanda til að fá lausn meina sinna og hafa Sjúkratryggingar Íslands greitt kostnað vegna aðgerðanna. María Heimisdóttir forstjóri SÍ segir stofnunina hafa tiltekið fjármagn til að greiða fyrir aðgerðum fólks í öðrum löndum sem beðið hafi óhóflega lengi. Þá geti fólk samkvæmt Evrópureglum almennt sótt heilbrigðisþjónustu í útlöndum og fengið kostnaðinn greiddan. Einkarekin heilbrigðisfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að sinna liðskiptaaðgerðum en engir samningar eru til um það. „Það er ekkert nema gott að segja um það að menn hafi áhuga á að veita heilbrigðisþjónustu. En það má ekki gleyma því að það fjármagn sem er til staðar hefur þegar verið ráðstafað í liðskiptaaðgerðir á sjúkrahúsunum,“ segir María. Þá kveði lög á um að útvistun einstakra verkefna megi ekki raska getu hins opinbera heilbrigðiskerfis til að sinna hlutverki sínu. Ef útvista ætti þessum aðgerðum þyrfti að meta málið í heild sinni og væntanlega fara síðan í útboð.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Biðlistar enn mjög langir og biðtími óásættanlegur Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. 23. maí 2019 14:28 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Biðlistar enn mjög langir og biðtími óásættanlegur Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. 23. maí 2019 14:28