Íslenskt stúlknalið keppir við bestu lið Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 11:00 Blikastelpur mættar til Svíþjóðar. Mynd/Fésbókin/Lennart Johansson Academy Trophy Ísland á fulltrúa í ár á virtu unglingamóti í knattspyrnu en fjórtán ára gamlar stelpur úr Breiðabliki komust í hóp liðanna sem keppa um Lennart Johansson Academy bikarinn í ár. Þetta er í níunda skipti sem þetta mót fer fram en það heitir eftir Svíanum Lennart Johansson sem var forseti UEFA í sautján ár frá 1990 til 2007. Mótið er haldið af sænska liðinu AIK frá Stokkhólmi og í ár taka 30 félög þátt frá sautján löndum í ár. Keppt er í þremur aldursflokkum, tveimur hjá strákum og einum hjá stelpum. Þetta eru undir fjórtán ára og undir þrettán ára lið hjá strákunum en undir fjórtán ára lið hjá stelpunum. Meðal þátttakenda á þessu sterka móti eru lið frá stórum klúbbum eins og FC Barcelona, PSG, Inter Milan, Atlético Madrid og Manchester City. Fjórtán ára kvennalið Breiðabliks fær að keppa á mótinu að þessu sinni. Það eru stelpur fæddar árið 2005. Stelpurnar eru farnar út til Svíþjóðar enda hefst mótið í dag og stendur þangað til á sunnudaginn. Blikastelpunum er boðið á þetta mót enda hafa þær verið mjög sigursælar hér heima og hafa ekki tapað leik í mörg ár. Nú fá þá þær mikla áskorun að keppa við bestu lið Evrópu í sínum aldursflokki. Alls keppa tíu félög um titilinn í hverjum aldursflokki. Liðin sem keppa við Blikastelpurnar eru Atlético Madrid Crossfire Premier, EPS frá Finnalandi, HJK Helsinki, Oslo Fotballkrets, Manchester City, Brondby IF, RCD Espanyol og heimastúlkur í AIK Fotboll. Spænska félagið Atlético Madrid á titil að verja síðan á síðasta ári.Liðin sem keppa um Lennart Johansson Academy bikarinn í ár:Þrettán ára strákar (Fæddir 2006) Atlético Madrid Galatasaray Rapid Wien Inter Milan PAOK SC Heerenveen PVF Academy (Víetnam) Stromsgodset KuPS AIK FotbollFjórtán ára strákar (Fæddir 2005) Altinordu SK PSV Eindhoven Club Brugge FC Barcelona Paris Saint-Germain Odense BK SK Brann FC Honka FC Bayern München AIK FotbollFjórtán ára stelpur (Fæddar 2005) Atlético Madrid Crossfire Premier EPS Finland HJK Helsinki Oslo Fotballkrets Manchester City Brondby IF RCD EspanyolBreiðablik (Íslandi) AIK Fotboll Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Ísland á fulltrúa í ár á virtu unglingamóti í knattspyrnu en fjórtán ára gamlar stelpur úr Breiðabliki komust í hóp liðanna sem keppa um Lennart Johansson Academy bikarinn í ár. Þetta er í níunda skipti sem þetta mót fer fram en það heitir eftir Svíanum Lennart Johansson sem var forseti UEFA í sautján ár frá 1990 til 2007. Mótið er haldið af sænska liðinu AIK frá Stokkhólmi og í ár taka 30 félög þátt frá sautján löndum í ár. Keppt er í þremur aldursflokkum, tveimur hjá strákum og einum hjá stelpum. Þetta eru undir fjórtán ára og undir þrettán ára lið hjá strákunum en undir fjórtán ára lið hjá stelpunum. Meðal þátttakenda á þessu sterka móti eru lið frá stórum klúbbum eins og FC Barcelona, PSG, Inter Milan, Atlético Madrid og Manchester City. Fjórtán ára kvennalið Breiðabliks fær að keppa á mótinu að þessu sinni. Það eru stelpur fæddar árið 2005. Stelpurnar eru farnar út til Svíþjóðar enda hefst mótið í dag og stendur þangað til á sunnudaginn. Blikastelpunum er boðið á þetta mót enda hafa þær verið mjög sigursælar hér heima og hafa ekki tapað leik í mörg ár. Nú fá þá þær mikla áskorun að keppa við bestu lið Evrópu í sínum aldursflokki. Alls keppa tíu félög um titilinn í hverjum aldursflokki. Liðin sem keppa við Blikastelpurnar eru Atlético Madrid Crossfire Premier, EPS frá Finnalandi, HJK Helsinki, Oslo Fotballkrets, Manchester City, Brondby IF, RCD Espanyol og heimastúlkur í AIK Fotboll. Spænska félagið Atlético Madrid á titil að verja síðan á síðasta ári.Liðin sem keppa um Lennart Johansson Academy bikarinn í ár:Þrettán ára strákar (Fæddir 2006) Atlético Madrid Galatasaray Rapid Wien Inter Milan PAOK SC Heerenveen PVF Academy (Víetnam) Stromsgodset KuPS AIK FotbollFjórtán ára strákar (Fæddir 2005) Altinordu SK PSV Eindhoven Club Brugge FC Barcelona Paris Saint-Germain Odense BK SK Brann FC Honka FC Bayern München AIK FotbollFjórtán ára stelpur (Fæddar 2005) Atlético Madrid Crossfire Premier EPS Finland HJK Helsinki Oslo Fotballkrets Manchester City Brondby IF RCD EspanyolBreiðablik (Íslandi) AIK Fotboll
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira