Mamma, ertu að dópa mig? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2019 15:12 Það er árið 2019 og ef ég lít um öxl, ekki lengra en til ársins 2010 þegar ég fór fyrst að vinna með börnum með ADHD, verð ég verulega stolt. Alltaf fleiri og fleiri segjast vera með ADHD án þess að skammast sín og halda að það sé eitthvað sem komi til með að eyðileggja líf þeirra. Í dag verða foreldrar og börn fegin þegar greining liggur fyrir og komin skýring á afhverju hlutirnir virka ekki eins hjá þeim og öðrum. Foreldrarnir eru ekki lélegir uppalendur, krakkarnir ekki siðblind eða óþokkar og fullorðið fólk fær loksins skýringar á erfiðleikum sem hafa truflað þau svo lengi sem þau muna.Loksins skilningur Árið 2019 er sem sagt kominn almennur skilningur á ADHD, skólakerfið þekkir einkennin og reynir statt og stöðugt að koma til móts við nemendur, ekki bara með ADHD heldur margar aðrar raskanir. Því er sorglegt að nokkuð reglulega þurfa þeir sem eru með ADHD að lesa um að við séum að setja met í notkun örvandi lyfja og framsetningin að mínu mati illa ígrunduð, oft á tíðum með sláandi fyrirsögn sem virkar neikvæð og setur þá sem ekki misnota lyfin í varnarstöðu. Foreldrar fá jafnvel á tilfinningu að þeir séu að dópa börnin sín og eldri einstaklingar velta fyrir sér hvort þau séu að dópa sjálf. Þar með elur þetta því miður líka stundum á skömm. Skömm sem við höfum hægt og bítandi reynt að koma burt.Umræða um lyf á villigötum Að vera með ADHD er ekki tabú lengur og við þurfum að passa uppá að lyfjagjöf við ADHD sé ekki tabú. Ttil þess þurfum við líka jákvæðar fyrirsagnir og jákvæðar sögur af þeim sem taka lyfin sín rétt, eru fyrir vikið sterkari, pluma sig og svo framvegis. „Mamma er ég á örvandi lyfjum?“ … „eru þau eiturlyf?“... „það er mjög vont að við tökum lyfin það stóð í blaðinu“ … og áfram gæti ég lengi haldið með setningar sem foreldrar og börn hafa sagt við mig eftir að slíkar greinar birtast.Lyf við ADHD eru lífsbjörg Það er frábært að við séum vakandi fyrir misnotkun en það er ekki frábært að alltof margir af þeim sem þurfa þessi lyf og eru á engan hátt að misnota þau skuli finna fyrir skömm, verða óákveðin eða jafnvel hætta notkun þessara lyfja vegna þess að við einblínum of mikið á það neikvæða þegar við ræðum um ADHD og lyf. Mín tillaga er að næstu fyrirsagnir væru t.d.: „Líf mitt gjörbreyttist þegar ég fékk lyfin.“ „þegar ég tek lyfin er ekki lengur partí í heilanum á mér“ „Ég hefði sko farið í fýlu núna en af því ég tek lyfin þá veit ég að þú ert að hjálpa mér“ „Mamma þú ert núna alltaf eins góð og þegar ég er veikur“Eineltinu linni Trúið mér, það er sko hægt að bæta lengi við og kominn tími til að fjölmiðlar og starfsmenn Embættis landlæknis muni eftir jákvæðu þáttum og afleiðingum þessara lyfja. Geri sér í leiðinni vonandi grein fyrir að margir, hvort heldur með ADHD eða ekki, lesa fyrirsögnina og jafnvel ekkert meira. Það er kominn timi til að eineltinu linni.Höfundur er kennari og móðir með ADHD. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Jóna Kristín Gunnarsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Það er árið 2019 og ef ég lít um öxl, ekki lengra en til ársins 2010 þegar ég fór fyrst að vinna með börnum með ADHD, verð ég verulega stolt. Alltaf fleiri og fleiri segjast vera með ADHD án þess að skammast sín og halda að það sé eitthvað sem komi til með að eyðileggja líf þeirra. Í dag verða foreldrar og börn fegin þegar greining liggur fyrir og komin skýring á afhverju hlutirnir virka ekki eins hjá þeim og öðrum. Foreldrarnir eru ekki lélegir uppalendur, krakkarnir ekki siðblind eða óþokkar og fullorðið fólk fær loksins skýringar á erfiðleikum sem hafa truflað þau svo lengi sem þau muna.Loksins skilningur Árið 2019 er sem sagt kominn almennur skilningur á ADHD, skólakerfið þekkir einkennin og reynir statt og stöðugt að koma til móts við nemendur, ekki bara með ADHD heldur margar aðrar raskanir. Því er sorglegt að nokkuð reglulega þurfa þeir sem eru með ADHD að lesa um að við séum að setja met í notkun örvandi lyfja og framsetningin að mínu mati illa ígrunduð, oft á tíðum með sláandi fyrirsögn sem virkar neikvæð og setur þá sem ekki misnota lyfin í varnarstöðu. Foreldrar fá jafnvel á tilfinningu að þeir séu að dópa börnin sín og eldri einstaklingar velta fyrir sér hvort þau séu að dópa sjálf. Þar með elur þetta því miður líka stundum á skömm. Skömm sem við höfum hægt og bítandi reynt að koma burt.Umræða um lyf á villigötum Að vera með ADHD er ekki tabú lengur og við þurfum að passa uppá að lyfjagjöf við ADHD sé ekki tabú. Ttil þess þurfum við líka jákvæðar fyrirsagnir og jákvæðar sögur af þeim sem taka lyfin sín rétt, eru fyrir vikið sterkari, pluma sig og svo framvegis. „Mamma er ég á örvandi lyfjum?“ … „eru þau eiturlyf?“... „það er mjög vont að við tökum lyfin það stóð í blaðinu“ … og áfram gæti ég lengi haldið með setningar sem foreldrar og börn hafa sagt við mig eftir að slíkar greinar birtast.Lyf við ADHD eru lífsbjörg Það er frábært að við séum vakandi fyrir misnotkun en það er ekki frábært að alltof margir af þeim sem þurfa þessi lyf og eru á engan hátt að misnota þau skuli finna fyrir skömm, verða óákveðin eða jafnvel hætta notkun þessara lyfja vegna þess að við einblínum of mikið á það neikvæða þegar við ræðum um ADHD og lyf. Mín tillaga er að næstu fyrirsagnir væru t.d.: „Líf mitt gjörbreyttist þegar ég fékk lyfin.“ „þegar ég tek lyfin er ekki lengur partí í heilanum á mér“ „Ég hefði sko farið í fýlu núna en af því ég tek lyfin þá veit ég að þú ert að hjálpa mér“ „Mamma þú ert núna alltaf eins góð og þegar ég er veikur“Eineltinu linni Trúið mér, það er sko hægt að bæta lengi við og kominn tími til að fjölmiðlar og starfsmenn Embættis landlæknis muni eftir jákvæðu þáttum og afleiðingum þessara lyfja. Geri sér í leiðinni vonandi grein fyrir að margir, hvort heldur með ADHD eða ekki, lesa fyrirsögnina og jafnvel ekkert meira. Það er kominn timi til að eineltinu linni.Höfundur er kennari og móðir með ADHD.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun