Mamma, ertu að dópa mig? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2019 15:12 Það er árið 2019 og ef ég lít um öxl, ekki lengra en til ársins 2010 þegar ég fór fyrst að vinna með börnum með ADHD, verð ég verulega stolt. Alltaf fleiri og fleiri segjast vera með ADHD án þess að skammast sín og halda að það sé eitthvað sem komi til með að eyðileggja líf þeirra. Í dag verða foreldrar og börn fegin þegar greining liggur fyrir og komin skýring á afhverju hlutirnir virka ekki eins hjá þeim og öðrum. Foreldrarnir eru ekki lélegir uppalendur, krakkarnir ekki siðblind eða óþokkar og fullorðið fólk fær loksins skýringar á erfiðleikum sem hafa truflað þau svo lengi sem þau muna.Loksins skilningur Árið 2019 er sem sagt kominn almennur skilningur á ADHD, skólakerfið þekkir einkennin og reynir statt og stöðugt að koma til móts við nemendur, ekki bara með ADHD heldur margar aðrar raskanir. Því er sorglegt að nokkuð reglulega þurfa þeir sem eru með ADHD að lesa um að við séum að setja met í notkun örvandi lyfja og framsetningin að mínu mati illa ígrunduð, oft á tíðum með sláandi fyrirsögn sem virkar neikvæð og setur þá sem ekki misnota lyfin í varnarstöðu. Foreldrar fá jafnvel á tilfinningu að þeir séu að dópa börnin sín og eldri einstaklingar velta fyrir sér hvort þau séu að dópa sjálf. Þar með elur þetta því miður líka stundum á skömm. Skömm sem við höfum hægt og bítandi reynt að koma burt.Umræða um lyf á villigötum Að vera með ADHD er ekki tabú lengur og við þurfum að passa uppá að lyfjagjöf við ADHD sé ekki tabú. Ttil þess þurfum við líka jákvæðar fyrirsagnir og jákvæðar sögur af þeim sem taka lyfin sín rétt, eru fyrir vikið sterkari, pluma sig og svo framvegis. „Mamma er ég á örvandi lyfjum?“ … „eru þau eiturlyf?“... „það er mjög vont að við tökum lyfin það stóð í blaðinu“ … og áfram gæti ég lengi haldið með setningar sem foreldrar og börn hafa sagt við mig eftir að slíkar greinar birtast.Lyf við ADHD eru lífsbjörg Það er frábært að við séum vakandi fyrir misnotkun en það er ekki frábært að alltof margir af þeim sem þurfa þessi lyf og eru á engan hátt að misnota þau skuli finna fyrir skömm, verða óákveðin eða jafnvel hætta notkun þessara lyfja vegna þess að við einblínum of mikið á það neikvæða þegar við ræðum um ADHD og lyf. Mín tillaga er að næstu fyrirsagnir væru t.d.: „Líf mitt gjörbreyttist þegar ég fékk lyfin.“ „þegar ég tek lyfin er ekki lengur partí í heilanum á mér“ „Ég hefði sko farið í fýlu núna en af því ég tek lyfin þá veit ég að þú ert að hjálpa mér“ „Mamma þú ert núna alltaf eins góð og þegar ég er veikur“Eineltinu linni Trúið mér, það er sko hægt að bæta lengi við og kominn tími til að fjölmiðlar og starfsmenn Embættis landlæknis muni eftir jákvæðu þáttum og afleiðingum þessara lyfja. Geri sér í leiðinni vonandi grein fyrir að margir, hvort heldur með ADHD eða ekki, lesa fyrirsögnina og jafnvel ekkert meira. Það er kominn timi til að eineltinu linni.Höfundur er kennari og móðir með ADHD. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Jóna Kristín Gunnarsdóttir Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er árið 2019 og ef ég lít um öxl, ekki lengra en til ársins 2010 þegar ég fór fyrst að vinna með börnum með ADHD, verð ég verulega stolt. Alltaf fleiri og fleiri segjast vera með ADHD án þess að skammast sín og halda að það sé eitthvað sem komi til með að eyðileggja líf þeirra. Í dag verða foreldrar og börn fegin þegar greining liggur fyrir og komin skýring á afhverju hlutirnir virka ekki eins hjá þeim og öðrum. Foreldrarnir eru ekki lélegir uppalendur, krakkarnir ekki siðblind eða óþokkar og fullorðið fólk fær loksins skýringar á erfiðleikum sem hafa truflað þau svo lengi sem þau muna.Loksins skilningur Árið 2019 er sem sagt kominn almennur skilningur á ADHD, skólakerfið þekkir einkennin og reynir statt og stöðugt að koma til móts við nemendur, ekki bara með ADHD heldur margar aðrar raskanir. Því er sorglegt að nokkuð reglulega þurfa þeir sem eru með ADHD að lesa um að við séum að setja met í notkun örvandi lyfja og framsetningin að mínu mati illa ígrunduð, oft á tíðum með sláandi fyrirsögn sem virkar neikvæð og setur þá sem ekki misnota lyfin í varnarstöðu. Foreldrar fá jafnvel á tilfinningu að þeir séu að dópa börnin sín og eldri einstaklingar velta fyrir sér hvort þau séu að dópa sjálf. Þar með elur þetta því miður líka stundum á skömm. Skömm sem við höfum hægt og bítandi reynt að koma burt.Umræða um lyf á villigötum Að vera með ADHD er ekki tabú lengur og við þurfum að passa uppá að lyfjagjöf við ADHD sé ekki tabú. Ttil þess þurfum við líka jákvæðar fyrirsagnir og jákvæðar sögur af þeim sem taka lyfin sín rétt, eru fyrir vikið sterkari, pluma sig og svo framvegis. „Mamma er ég á örvandi lyfjum?“ … „eru þau eiturlyf?“... „það er mjög vont að við tökum lyfin það stóð í blaðinu“ … og áfram gæti ég lengi haldið með setningar sem foreldrar og börn hafa sagt við mig eftir að slíkar greinar birtast.Lyf við ADHD eru lífsbjörg Það er frábært að við séum vakandi fyrir misnotkun en það er ekki frábært að alltof margir af þeim sem þurfa þessi lyf og eru á engan hátt að misnota þau skuli finna fyrir skömm, verða óákveðin eða jafnvel hætta notkun þessara lyfja vegna þess að við einblínum of mikið á það neikvæða þegar við ræðum um ADHD og lyf. Mín tillaga er að næstu fyrirsagnir væru t.d.: „Líf mitt gjörbreyttist þegar ég fékk lyfin.“ „þegar ég tek lyfin er ekki lengur partí í heilanum á mér“ „Ég hefði sko farið í fýlu núna en af því ég tek lyfin þá veit ég að þú ert að hjálpa mér“ „Mamma þú ert núna alltaf eins góð og þegar ég er veikur“Eineltinu linni Trúið mér, það er sko hægt að bæta lengi við og kominn tími til að fjölmiðlar og starfsmenn Embættis landlæknis muni eftir jákvæðu þáttum og afleiðingum þessara lyfja. Geri sér í leiðinni vonandi grein fyrir að margir, hvort heldur með ADHD eða ekki, lesa fyrirsögnina og jafnvel ekkert meira. Það er kominn timi til að eineltinu linni.Höfundur er kennari og móðir með ADHD.
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun