Fimm fyrrverandi prestar ákærðir fyrir kynferðisbrot í Michigan 24. maí 2019 16:23 Dana Nessel, dómsmálaráðherra Michigan. Vísir/Getty Saksóknarar í Michigan í Bandaríkjunum hafa ákært fimm fyrrverandi presta kaþólsku kirkjunnar fyrir kynferðisbrot. Ákærurnar eru til komnar vegna umfangsmiklar rannsóknar á meintum kynferðisbrotum presta í ríkinu en fjórir þeirra hafa verið handteknir víðs vegar um Bandaríkin. Sá fimmti er í Indlandi og hafa Bandaríkin farið fram á að hann verði framseldur. Dana Nessel, dómsmálaráðherra Michigan, segir suma prestanna hafa níðst á ungum börnum og viðkvæmu fullorðnu fólki. Þeir hafi falið brot sín í allra augsýn, með því að brjóta af sér við störf þeirra í kirkjum. „Í dag, byrjum við að draga þessa presta til ábyrgðar,“ sagði Nessel í tilkynningu samkvæmt CNN.Saksóknarar í Michigan hafa um nokkuð skeið verið að rannsaka grun um kynferðisbrot í sjö biskupsdæmum í ríkinu. Í október voru gerðar húsleitir á skrifstofum kirkjunnar og hald lagt á gífurlegt magn skjala. Frá byrjun ársins hafa rannsakendum borist um 400 ábendingar um mögulega kynferðisbrot presta. Biskupsdæmum hefur verið gert að binda enda á innri rannsóknir kirkjunnar á meðan rannsókn yfirvalda stendur yfir. Nessel segir að málin gegn flestum prestanna fimm eigi uppruna sinn í ábendingarsíma Dómsmálaráðuneytis Michigan en gögn sem fundust á skrifstofum biskupsdæma hafi stutt við frásagnir af brotum prestanna. Rannsóknin í Michigan er liður í umfangsmikilli alríkisrannsókn og tengist öðrum rannsóknum sem teygja anga sína víða um Bandaríkin. Rætur þeirra rannsókna má rekja til skýrslu frá Pennsylvaniu sem opinberuð var í fyrra þar sem því var haldið fram að rúmlega 300 prestar hefðu brotið gegn minnst þúsund börnum í sex biskupsdæmum frá 1947. Bandaríkin Indland Páfagarður Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Saksóknarar í Michigan í Bandaríkjunum hafa ákært fimm fyrrverandi presta kaþólsku kirkjunnar fyrir kynferðisbrot. Ákærurnar eru til komnar vegna umfangsmiklar rannsóknar á meintum kynferðisbrotum presta í ríkinu en fjórir þeirra hafa verið handteknir víðs vegar um Bandaríkin. Sá fimmti er í Indlandi og hafa Bandaríkin farið fram á að hann verði framseldur. Dana Nessel, dómsmálaráðherra Michigan, segir suma prestanna hafa níðst á ungum börnum og viðkvæmu fullorðnu fólki. Þeir hafi falið brot sín í allra augsýn, með því að brjóta af sér við störf þeirra í kirkjum. „Í dag, byrjum við að draga þessa presta til ábyrgðar,“ sagði Nessel í tilkynningu samkvæmt CNN.Saksóknarar í Michigan hafa um nokkuð skeið verið að rannsaka grun um kynferðisbrot í sjö biskupsdæmum í ríkinu. Í október voru gerðar húsleitir á skrifstofum kirkjunnar og hald lagt á gífurlegt magn skjala. Frá byrjun ársins hafa rannsakendum borist um 400 ábendingar um mögulega kynferðisbrot presta. Biskupsdæmum hefur verið gert að binda enda á innri rannsóknir kirkjunnar á meðan rannsókn yfirvalda stendur yfir. Nessel segir að málin gegn flestum prestanna fimm eigi uppruna sinn í ábendingarsíma Dómsmálaráðuneytis Michigan en gögn sem fundust á skrifstofum biskupsdæma hafi stutt við frásagnir af brotum prestanna. Rannsóknin í Michigan er liður í umfangsmikilli alríkisrannsókn og tengist öðrum rannsóknum sem teygja anga sína víða um Bandaríkin. Rætur þeirra rannsókna má rekja til skýrslu frá Pennsylvaniu sem opinberuð var í fyrra þar sem því var haldið fram að rúmlega 300 prestar hefðu brotið gegn minnst þúsund börnum í sex biskupsdæmum frá 1947.
Bandaríkin Indland Páfagarður Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira