Jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd stofnaður í Kína Heimir Már Pétursson skrifar 24. maí 2019 21:00 Á næstu mánuðum hefur starfsemi sína jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd í Kína í samstarfi við Orkustofnun. Menntamálaráðherra segir vísindasamstarf þjóða vera lykilinn að árangri í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í mánuðinum fór fram hátíðarundirskrift á samstarfssamningi Orkumálastofnunar, Jarðhitamiðstöðvar Kína og íslenska fyrirtækisins Arctic Green Energy um rekstur Jarðhitaskóla í Kína. Guðni A. Jóhannesson forstjóri Orkustofnunar segir að skólinn muni hefja starfsemi á næstu tíu mánuðum. Hann verði fyrst um sinn staðsettur í Beijing en í framtíðinni í grænu borginni Xiongan sem nú er verið að byggja skammt frá höfuðborginni. „Það sem er merkilegt hér í Kína er að reynsla okkar af beinni jarðhitanýtingu til hitunar er að koma beint til nýtingar hér í Kína. Og valda í raun miklum breytingum á orkunotkun og síðan losun og mengun,“ segir Guðni. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra sótti Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir fjölþjóðlegt samstarf ríkja hafa mikla þýðingu fyrir Ísland. „Þess vegna erum við hérna. Vegna þess að við viljum auka vísindasamstarf viðönnur ríki. Vísindasamstarf ríkja er að aukast mikiðþessa dagana vegna loftlagsbreytinga og eina leiðin til að ná utan um þessar loftlagsbreytingar er einmitt í gegnum vísindarannsóknir og nýsköpun,“ segir Lilja. Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna áÍslandi tekur inn 25 til 30 nemendur með BS gráður á ári í hagnýtt nám í nýtingu jarðvarma. Orkumálastjóri segir Kínverja hins vegar vilja taka allt að 150 nemendur inn áári í nýja skólann þar. Um eða yfir hundraðíslenskir sérfræðingar og vísindamenn muni koma að skólanum undir handleiðslu Orkustofnunar. „Þannig að hér verða auðvitað mikil verkefni fyrir íslenska sérfræðinga, íslenska kennara og leiðbeinendur. Síðan getur þetta samstarf leitt til þess að fyrirtæki komi að jarðhitauppbyggingu í Kína,“ segir Guðni A. Jóhannesson. Kína Orkumál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Á næstu mánuðum hefur starfsemi sína jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd í Kína í samstarfi við Orkustofnun. Menntamálaráðherra segir vísindasamstarf þjóða vera lykilinn að árangri í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í mánuðinum fór fram hátíðarundirskrift á samstarfssamningi Orkumálastofnunar, Jarðhitamiðstöðvar Kína og íslenska fyrirtækisins Arctic Green Energy um rekstur Jarðhitaskóla í Kína. Guðni A. Jóhannesson forstjóri Orkustofnunar segir að skólinn muni hefja starfsemi á næstu tíu mánuðum. Hann verði fyrst um sinn staðsettur í Beijing en í framtíðinni í grænu borginni Xiongan sem nú er verið að byggja skammt frá höfuðborginni. „Það sem er merkilegt hér í Kína er að reynsla okkar af beinni jarðhitanýtingu til hitunar er að koma beint til nýtingar hér í Kína. Og valda í raun miklum breytingum á orkunotkun og síðan losun og mengun,“ segir Guðni. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra sótti Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir fjölþjóðlegt samstarf ríkja hafa mikla þýðingu fyrir Ísland. „Þess vegna erum við hérna. Vegna þess að við viljum auka vísindasamstarf viðönnur ríki. Vísindasamstarf ríkja er að aukast mikiðþessa dagana vegna loftlagsbreytinga og eina leiðin til að ná utan um þessar loftlagsbreytingar er einmitt í gegnum vísindarannsóknir og nýsköpun,“ segir Lilja. Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna áÍslandi tekur inn 25 til 30 nemendur með BS gráður á ári í hagnýtt nám í nýtingu jarðvarma. Orkumálastjóri segir Kínverja hins vegar vilja taka allt að 150 nemendur inn áári í nýja skólann þar. Um eða yfir hundraðíslenskir sérfræðingar og vísindamenn muni koma að skólanum undir handleiðslu Orkustofnunar. „Þannig að hér verða auðvitað mikil verkefni fyrir íslenska sérfræðinga, íslenska kennara og leiðbeinendur. Síðan getur þetta samstarf leitt til þess að fyrirtæki komi að jarðhitauppbyggingu í Kína,“ segir Guðni A. Jóhannesson.
Kína Orkumál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira