Andúð meirihlutans á einkabílnum er komin út í öfgar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 26. maí 2019 11:17 Andúð borgarmeirihlutans á einkabílnum birtist í því að allt skal gert til að útiloka ökutæki frá miðbænum sama hvort þau eru vistvæn eða ekki. Þeir sem vilja aka vistvænum bílum fá enga hvatningu en eins og menn muna voru reglur um bílastæðaklukku vistvænna bíla þrengdar verulega fyrir nokkrum árum. Ekki er heldur nein hvatning fyrir þá sem eiga eða vilja eignast rafbíla. Bíll er bíll í augum þeirra sem stýra borginni sama hvernig hann er knúinn og hann er ekki velkominn í miðbæinn. Nú er það komið í umræðuna að setja tafagjöld á þá staði þar sem verða miklar umferðarteppur á álagstíma, einnig á umhverfisvæna bíla. Þessa hugmynd kom formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur með heim af umhverfisráðstefnu frá Osló en þar vorum við oddvitar, borgarstjóri og fleiri sem tengjast skipulags- og umhverfismálum í Reykjavík. Samráð við borgarbúa? En Reykjavík er ekki Osló. Reykjavík er langt á eftir Osló hvað varðar t.d. almenningssamgöngur. Þessar borgir eru því engan veginn sambærilegar. Ég óttast mjög að meirihluti borgarinnar verði búinn að setja á tafagjöld áður en við náum að snúa okkur við og án mikils eða nokkurs samráðs við borgarbúa. Lítil hugsun virðist vera um hvernig slík gjöld munu koma við þá sem minnst hafa milli handanna eða þá sem koma akandi lengra frá eða þá sem vilja og þurfa að nota bílinn sinn og eiga erindi í bæinn ýmist í vinnu eða til að sinna öðrum erindum. Ekki má heldur gleyma þeim sem eiga erfitt með hreyfingu en langar af og til að koma í miðborgina. Aðgengi er nú þegar víða slæmt og tafir oft óhjákvæmilegar. Tafagjald er við þær aðstæður ekki sanngjarnt fyrir þennan hóp. Í samtali sem ég átti við nokkra ráðamenn í Osló um tafagjöld kom fram að það skiptir öllu máli þegar um svo stóra ákvörðun er að ræða sem snertir marga eins og að setja á tafagjald að það sé gert að vel athuguðu máli og í samráði og sátt við borgarbúa. Að ætla að keyra eitthvað í gegn með látum og hörku kallar á reiði fólks og veldur óöryggi. Kannski búa valdhafar borgarinnar meira og minna miðsvæðis og eiga því erfiðara með að setja sig í spor þeirra sem búa í úthverfum og vilja nota bílinn sinn? Loks er ekki hjá því komist að velta því fyrir sér hvað varð um loforð meirihlutans um að hafa notendasamráð ávallt að leiðarljósi við stjórn borgarinnar. Nýjasta dæmið um skort á samráði er ákvörðun um að loka götum í miðbænum varanlega án mikils samráðs. Hagsmuna- og rekstraraðilar fullyrða að lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þá hvað varðar varanlega lokun vinsælustu gatnanna í miðbænum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Andúð borgarmeirihlutans á einkabílnum birtist í því að allt skal gert til að útiloka ökutæki frá miðbænum sama hvort þau eru vistvæn eða ekki. Þeir sem vilja aka vistvænum bílum fá enga hvatningu en eins og menn muna voru reglur um bílastæðaklukku vistvænna bíla þrengdar verulega fyrir nokkrum árum. Ekki er heldur nein hvatning fyrir þá sem eiga eða vilja eignast rafbíla. Bíll er bíll í augum þeirra sem stýra borginni sama hvernig hann er knúinn og hann er ekki velkominn í miðbæinn. Nú er það komið í umræðuna að setja tafagjöld á þá staði þar sem verða miklar umferðarteppur á álagstíma, einnig á umhverfisvæna bíla. Þessa hugmynd kom formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur með heim af umhverfisráðstefnu frá Osló en þar vorum við oddvitar, borgarstjóri og fleiri sem tengjast skipulags- og umhverfismálum í Reykjavík. Samráð við borgarbúa? En Reykjavík er ekki Osló. Reykjavík er langt á eftir Osló hvað varðar t.d. almenningssamgöngur. Þessar borgir eru því engan veginn sambærilegar. Ég óttast mjög að meirihluti borgarinnar verði búinn að setja á tafagjöld áður en við náum að snúa okkur við og án mikils eða nokkurs samráðs við borgarbúa. Lítil hugsun virðist vera um hvernig slík gjöld munu koma við þá sem minnst hafa milli handanna eða þá sem koma akandi lengra frá eða þá sem vilja og þurfa að nota bílinn sinn og eiga erindi í bæinn ýmist í vinnu eða til að sinna öðrum erindum. Ekki má heldur gleyma þeim sem eiga erfitt með hreyfingu en langar af og til að koma í miðborgina. Aðgengi er nú þegar víða slæmt og tafir oft óhjákvæmilegar. Tafagjald er við þær aðstæður ekki sanngjarnt fyrir þennan hóp. Í samtali sem ég átti við nokkra ráðamenn í Osló um tafagjöld kom fram að það skiptir öllu máli þegar um svo stóra ákvörðun er að ræða sem snertir marga eins og að setja á tafagjald að það sé gert að vel athuguðu máli og í samráði og sátt við borgarbúa. Að ætla að keyra eitthvað í gegn með látum og hörku kallar á reiði fólks og veldur óöryggi. Kannski búa valdhafar borgarinnar meira og minna miðsvæðis og eiga því erfiðara með að setja sig í spor þeirra sem búa í úthverfum og vilja nota bílinn sinn? Loks er ekki hjá því komist að velta því fyrir sér hvað varð um loforð meirihlutans um að hafa notendasamráð ávallt að leiðarljósi við stjórn borgarinnar. Nýjasta dæmið um skort á samráði er ákvörðun um að loka götum í miðbænum varanlega án mikils samráðs. Hagsmuna- og rekstraraðilar fullyrða að lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þá hvað varðar varanlega lokun vinsælustu gatnanna í miðbænum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun