Minnst 19 hefur verið sagt upp hjá Isavia. Uppsagnirnar voru tilkynntar á fundi með starfsmönnum í morgun og þar að auki var fimmtán starfsmönnum boðið lægra starfshlutfall. Um er að ræða starfsmenn sem starfa meðal annars við öryggisleit og farþegaþjónustu.
Í tilkynningu frá Isavia segir að til þessara aðgerða sé gripið vegna breytinga á rekstrarumhverfis Keflavíkurflugvallar í kjölfar brotthvarfs Wow air. Þar segir einnig að breytt flugáætlun Icelandair í kjölfar kyrrsetninga á MAXC vélum Boeing hafi haft áhrif.
„Umsvif í þjónustu vegna millilandaflugs eru minni en áætlanir gerðu ráð fyrir, því er óhjákvæmilegt annað en að grípa til þessara aðgerða,“ segir í tilkynningunni.
Viðskipti innlent