Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2019 15:19 Tiltækar upplýsingar lögregluembætta benda til að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta. Vísir/Vilhelm Skipulögð brotastarfsemi er alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi að frátöldum náttúruhamförum. Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi.Þar segir að skipulögð brotastarfsemi á Íslandi sé hvað greinilegust í innflutningi, framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Ljóst sé að þessi markaður velti miklum fjármunum og að starfsemin sé þaulskipulögð hjá sumum þeirra afbrotahópa sem að honum koma. Þá benda tiltækar upplýsingar lögregluembætta að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta. Einn tiltekinn hópur erlendra afbrotamanna er stórtækur á sviði kókaínsölu hér á landi og selur hópurinn sérleg hreint og öflugt efni. Hópurinn er talinn vera með fingurna í allskonar brotastarfsemi og er talið að rúmlega hundrað manns tengist honum. „Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tengdust á annað hundrað manns fíkniefnamálum á árunum 2015-2017 sem flokkast undir skipulagða brotastarfsemi, innflutning, framleiðslu og sölu. Íslenskir karlmenn eru meirihluti gerenda en hlutur erlendra ríkisborgara er umtalsverður. Í rúmlega þriðjungi mála eru sakborningar útlendingar,“ segir í skýrslunniKókaín sterkara en áður og neysla meiri Kannabisræktun hér á landi hefur stóraukist á undanförnum árum og er kannabismarkaðurinn talinn sjálfbær. Í mörgum tilvikum er sú rækt skipulögð af hópum afbrotamanna. Þá hafa breytingar á alþjóðlegum kókaínmarkaði komið fram hér á landi. Þar sem eftirspurn í Bandaríkjunum hafi dregist saman, framleiðsla í Suður-Ameríku hafi aukist og hagnaður hafi dregist saman leggi alþjóðlegir glæpahópar áherslu á að auka framboð á kókaíni í Evrópu. Þar sé meðalstyrkur kókaíns meiri en hann hafi verið á síðustu tíu árum. Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur þar að auki að neysla kókaíns fari vaxandi á Íslandi og fíklum fjölgi hratt hjá íslenskum meðferðaraðilum.Einn hópur með fingurna víða Aukning þessi í framboði og neyslu kókaíns er, samkvæmt skýrslunni, til marks um aukin umsvif skipulagðra brotahópa á Íslandi og alþjóðlegar tengingar þeirra. Einn þeirra hópa stendur upp úr. „Vitað er að hópur erlendra afbrotamanna er stórtækur á sviði kókaínsölu á Íslandi og að efnið sem hann selur er sérlega hreint og þar með öflugt. Aukinn hreinleiki efna á markaði felur í sér hættu þar eð neytendur fá þá sterkari efni en þeir eru vanir og taka því inn of mikið magn. Samkvæmt upplýsingum greiningardeildar ríkislögreglustjóra látast tugir manna árlega af völdum fíkniefna hér á landi og sérfræðingar segja að „lífshættulegur kókaínfaraldur“ hafa riðið yfir á undanliðnum misserum,“ segir í skýrslunni. Þar að auki segir að áðurnefndur hópur afbrotamanna komi að flestum birtingarmyndum skipulagðrar brotastarfsemi. Hann smygli inn sterkum fíkniefnum og reki öflugt net sölumanna, stundi skipulögð vinnumarkaðsbrot, komi að innflutningi á erlendum vændiskonum til landsins, fremur skattsvik og peningaþvæti. Greiningardeildin segir vísbendingar um að hópur þessi sé að eflast. „Að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra stendur hópur þessi fyrir þaulskipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi og telst hann vaxandi ógn við einstaklinga og samfélag.“ Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Skipulögð brotastarfsemi er alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi að frátöldum náttúruhamförum. Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi.Þar segir að skipulögð brotastarfsemi á Íslandi sé hvað greinilegust í innflutningi, framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Ljóst sé að þessi markaður velti miklum fjármunum og að starfsemin sé þaulskipulögð hjá sumum þeirra afbrotahópa sem að honum koma. Þá benda tiltækar upplýsingar lögregluembætta að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta. Einn tiltekinn hópur erlendra afbrotamanna er stórtækur á sviði kókaínsölu hér á landi og selur hópurinn sérleg hreint og öflugt efni. Hópurinn er talinn vera með fingurna í allskonar brotastarfsemi og er talið að rúmlega hundrað manns tengist honum. „Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tengdust á annað hundrað manns fíkniefnamálum á árunum 2015-2017 sem flokkast undir skipulagða brotastarfsemi, innflutning, framleiðslu og sölu. Íslenskir karlmenn eru meirihluti gerenda en hlutur erlendra ríkisborgara er umtalsverður. Í rúmlega þriðjungi mála eru sakborningar útlendingar,“ segir í skýrslunniKókaín sterkara en áður og neysla meiri Kannabisræktun hér á landi hefur stóraukist á undanförnum árum og er kannabismarkaðurinn talinn sjálfbær. Í mörgum tilvikum er sú rækt skipulögð af hópum afbrotamanna. Þá hafa breytingar á alþjóðlegum kókaínmarkaði komið fram hér á landi. Þar sem eftirspurn í Bandaríkjunum hafi dregist saman, framleiðsla í Suður-Ameríku hafi aukist og hagnaður hafi dregist saman leggi alþjóðlegir glæpahópar áherslu á að auka framboð á kókaíni í Evrópu. Þar sé meðalstyrkur kókaíns meiri en hann hafi verið á síðustu tíu árum. Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur þar að auki að neysla kókaíns fari vaxandi á Íslandi og fíklum fjölgi hratt hjá íslenskum meðferðaraðilum.Einn hópur með fingurna víða Aukning þessi í framboði og neyslu kókaíns er, samkvæmt skýrslunni, til marks um aukin umsvif skipulagðra brotahópa á Íslandi og alþjóðlegar tengingar þeirra. Einn þeirra hópa stendur upp úr. „Vitað er að hópur erlendra afbrotamanna er stórtækur á sviði kókaínsölu á Íslandi og að efnið sem hann selur er sérlega hreint og þar með öflugt. Aukinn hreinleiki efna á markaði felur í sér hættu þar eð neytendur fá þá sterkari efni en þeir eru vanir og taka því inn of mikið magn. Samkvæmt upplýsingum greiningardeildar ríkislögreglustjóra látast tugir manna árlega af völdum fíkniefna hér á landi og sérfræðingar segja að „lífshættulegur kókaínfaraldur“ hafa riðið yfir á undanliðnum misserum,“ segir í skýrslunni. Þar að auki segir að áðurnefndur hópur afbrotamanna komi að flestum birtingarmyndum skipulagðrar brotastarfsemi. Hann smygli inn sterkum fíkniefnum og reki öflugt net sölumanna, stundi skipulögð vinnumarkaðsbrot, komi að innflutningi á erlendum vændiskonum til landsins, fremur skattsvik og peningaþvæti. Greiningardeildin segir vísbendingar um að hópur þessi sé að eflast. „Að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra stendur hópur þessi fyrir þaulskipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi og telst hann vaxandi ógn við einstaklinga og samfélag.“
Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira