Lögreglan á erfitt með að takast á við skipulagða glæpastarfsemi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. maí 2019 18:30 Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu. Dómsmálaráðherra segir augljóst að miðað við niðurstöðu skýrslunnar að frekara fjármagn þurfi til löggæslumála.Meginniðurstaða skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi er sú að áhætta vegna helstu brotaflokka sé enn vaxandi. Tvö ár eru síðan sambærileg skýrsla var unnin af embættinu og segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn að þá hafi staðan verið svört. „Síðan þá hefur ástandið farið versnandi þannig að þessi skýrsla en í rauninni svartari en sú sem kom út árið 2017,“ segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Áhættustigin sem unnið er eftir eru fjögur, frá því að vera lítil áhætta til gífurlegrar áhættu. Brotaflokkarnir sem teknir voru til skoðunar var innflutningur, framleiðsla og sala fíkniefna, Mansal, vinnumarkaðsbrot, peningaþvætti og farandbrotahópar. Allir fimm brotaflokkarnir sem fjallað er um í skýrslunni hafna í rauðu eða svörtu þrepi í áhættulíkani sem Ríkislögreglustjóri vinnur eftir.Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti RíkislögreglustjóraVísir/JóhannK„Við bentum á í þessari skýrslu að það sé kannski athugandi að stofna öfluga deild sem hefur eitt markmið að sinna skipulagðri glæpastarfsemi og ég held að það sé það fyrsta sem þarf að skoða,“ segir Ásgeir. Mikill niðurskurður hefur verið í löggæslu frá hruni og hefur lögreglumönnum fækkað mikið. „Það er staðreynd að lögreglan er veik. Frumkvæðisgeta lögreglunnar er í rauninni mjög lítil eins og staðan er í dag en svo er það spurningin hvers konar lögreglu viljum við hafa hér. Viljum við fá lögreglu sem er svona viðbragðslögregla eða viljum við hafa svona lögreglu með frumkvæðisgetu sem getur tekið á svona málum,“ segir Ásgeir. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjáanlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp fjögurra ráðuneyta sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir alla aðila sammála því að frekara fjármagn þurfi til löggæslumála.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherraVísir/Vilhelm„Viðbrögð okkar við þessari skýrslu voru að fulltrúar þessara ráðuneyta kæmu að því að forgangsraða þessum verkefnum og auðvitað blasir við að það mun kalla á frekara fjármagn. En við erum líka með fjármálaáætlun í þinginu og að uppfæra fjármálastefnu vegna breyttra aðstæðna, þannig að það mun vanta fjármagn víða. Þannig að það er sameiginlegt verkefni okkar að leysa úr því,“ segir Þórdís. „Þessi skýrsla er ekki gerð í þeim tilgangi til að gera kröfu um aukið fé heldur eingöngu til að upplýsa stjórnvöld og almenning um stöðuna,“ segir Ásgeir. Sjáið þið fram á að ef ekkert verður að gert hvernig þróunin geti orðið? „Við segjum það í skýrslunni að verði ekkert að gert muni ástandi versna,“ segir Ásgeir. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19 Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. 29. maí 2019 12:15 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu. Dómsmálaráðherra segir augljóst að miðað við niðurstöðu skýrslunnar að frekara fjármagn þurfi til löggæslumála.Meginniðurstaða skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi er sú að áhætta vegna helstu brotaflokka sé enn vaxandi. Tvö ár eru síðan sambærileg skýrsla var unnin af embættinu og segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn að þá hafi staðan verið svört. „Síðan þá hefur ástandið farið versnandi þannig að þessi skýrsla en í rauninni svartari en sú sem kom út árið 2017,“ segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Áhættustigin sem unnið er eftir eru fjögur, frá því að vera lítil áhætta til gífurlegrar áhættu. Brotaflokkarnir sem teknir voru til skoðunar var innflutningur, framleiðsla og sala fíkniefna, Mansal, vinnumarkaðsbrot, peningaþvætti og farandbrotahópar. Allir fimm brotaflokkarnir sem fjallað er um í skýrslunni hafna í rauðu eða svörtu þrepi í áhættulíkani sem Ríkislögreglustjóri vinnur eftir.Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti RíkislögreglustjóraVísir/JóhannK„Við bentum á í þessari skýrslu að það sé kannski athugandi að stofna öfluga deild sem hefur eitt markmið að sinna skipulagðri glæpastarfsemi og ég held að það sé það fyrsta sem þarf að skoða,“ segir Ásgeir. Mikill niðurskurður hefur verið í löggæslu frá hruni og hefur lögreglumönnum fækkað mikið. „Það er staðreynd að lögreglan er veik. Frumkvæðisgeta lögreglunnar er í rauninni mjög lítil eins og staðan er í dag en svo er það spurningin hvers konar lögreglu viljum við hafa hér. Viljum við fá lögreglu sem er svona viðbragðslögregla eða viljum við hafa svona lögreglu með frumkvæðisgetu sem getur tekið á svona málum,“ segir Ásgeir. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjáanlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp fjögurra ráðuneyta sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir alla aðila sammála því að frekara fjármagn þurfi til löggæslumála.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherraVísir/Vilhelm„Viðbrögð okkar við þessari skýrslu voru að fulltrúar þessara ráðuneyta kæmu að því að forgangsraða þessum verkefnum og auðvitað blasir við að það mun kalla á frekara fjármagn. En við erum líka með fjármálaáætlun í þinginu og að uppfæra fjármálastefnu vegna breyttra aðstæðna, þannig að það mun vanta fjármagn víða. Þannig að það er sameiginlegt verkefni okkar að leysa úr því,“ segir Þórdís. „Þessi skýrsla er ekki gerð í þeim tilgangi til að gera kröfu um aukið fé heldur eingöngu til að upplýsa stjórnvöld og almenning um stöðuna,“ segir Ásgeir. Sjáið þið fram á að ef ekkert verður að gert hvernig þróunin geti orðið? „Við segjum það í skýrslunni að verði ekkert að gert muni ástandi versna,“ segir Ásgeir.
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19 Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. 29. maí 2019 12:15 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19
Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. 29. maí 2019 12:15
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent