Lögreglan á erfitt með að takast á við skipulagða glæpastarfsemi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. maí 2019 18:30 Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu. Dómsmálaráðherra segir augljóst að miðað við niðurstöðu skýrslunnar að frekara fjármagn þurfi til löggæslumála.Meginniðurstaða skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi er sú að áhætta vegna helstu brotaflokka sé enn vaxandi. Tvö ár eru síðan sambærileg skýrsla var unnin af embættinu og segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn að þá hafi staðan verið svört. „Síðan þá hefur ástandið farið versnandi þannig að þessi skýrsla en í rauninni svartari en sú sem kom út árið 2017,“ segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Áhættustigin sem unnið er eftir eru fjögur, frá því að vera lítil áhætta til gífurlegrar áhættu. Brotaflokkarnir sem teknir voru til skoðunar var innflutningur, framleiðsla og sala fíkniefna, Mansal, vinnumarkaðsbrot, peningaþvætti og farandbrotahópar. Allir fimm brotaflokkarnir sem fjallað er um í skýrslunni hafna í rauðu eða svörtu þrepi í áhættulíkani sem Ríkislögreglustjóri vinnur eftir.Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti RíkislögreglustjóraVísir/JóhannK„Við bentum á í þessari skýrslu að það sé kannski athugandi að stofna öfluga deild sem hefur eitt markmið að sinna skipulagðri glæpastarfsemi og ég held að það sé það fyrsta sem þarf að skoða,“ segir Ásgeir. Mikill niðurskurður hefur verið í löggæslu frá hruni og hefur lögreglumönnum fækkað mikið. „Það er staðreynd að lögreglan er veik. Frumkvæðisgeta lögreglunnar er í rauninni mjög lítil eins og staðan er í dag en svo er það spurningin hvers konar lögreglu viljum við hafa hér. Viljum við fá lögreglu sem er svona viðbragðslögregla eða viljum við hafa svona lögreglu með frumkvæðisgetu sem getur tekið á svona málum,“ segir Ásgeir. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjáanlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp fjögurra ráðuneyta sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir alla aðila sammála því að frekara fjármagn þurfi til löggæslumála.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherraVísir/Vilhelm„Viðbrögð okkar við þessari skýrslu voru að fulltrúar þessara ráðuneyta kæmu að því að forgangsraða þessum verkefnum og auðvitað blasir við að það mun kalla á frekara fjármagn. En við erum líka með fjármálaáætlun í þinginu og að uppfæra fjármálastefnu vegna breyttra aðstæðna, þannig að það mun vanta fjármagn víða. Þannig að það er sameiginlegt verkefni okkar að leysa úr því,“ segir Þórdís. „Þessi skýrsla er ekki gerð í þeim tilgangi til að gera kröfu um aukið fé heldur eingöngu til að upplýsa stjórnvöld og almenning um stöðuna,“ segir Ásgeir. Sjáið þið fram á að ef ekkert verður að gert hvernig þróunin geti orðið? „Við segjum það í skýrslunni að verði ekkert að gert muni ástandi versna,“ segir Ásgeir. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19 Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. 29. maí 2019 12:15 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu. Dómsmálaráðherra segir augljóst að miðað við niðurstöðu skýrslunnar að frekara fjármagn þurfi til löggæslumála.Meginniðurstaða skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi er sú að áhætta vegna helstu brotaflokka sé enn vaxandi. Tvö ár eru síðan sambærileg skýrsla var unnin af embættinu og segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn að þá hafi staðan verið svört. „Síðan þá hefur ástandið farið versnandi þannig að þessi skýrsla en í rauninni svartari en sú sem kom út árið 2017,“ segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Áhættustigin sem unnið er eftir eru fjögur, frá því að vera lítil áhætta til gífurlegrar áhættu. Brotaflokkarnir sem teknir voru til skoðunar var innflutningur, framleiðsla og sala fíkniefna, Mansal, vinnumarkaðsbrot, peningaþvætti og farandbrotahópar. Allir fimm brotaflokkarnir sem fjallað er um í skýrslunni hafna í rauðu eða svörtu þrepi í áhættulíkani sem Ríkislögreglustjóri vinnur eftir.Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti RíkislögreglustjóraVísir/JóhannK„Við bentum á í þessari skýrslu að það sé kannski athugandi að stofna öfluga deild sem hefur eitt markmið að sinna skipulagðri glæpastarfsemi og ég held að það sé það fyrsta sem þarf að skoða,“ segir Ásgeir. Mikill niðurskurður hefur verið í löggæslu frá hruni og hefur lögreglumönnum fækkað mikið. „Það er staðreynd að lögreglan er veik. Frumkvæðisgeta lögreglunnar er í rauninni mjög lítil eins og staðan er í dag en svo er það spurningin hvers konar lögreglu viljum við hafa hér. Viljum við fá lögreglu sem er svona viðbragðslögregla eða viljum við hafa svona lögreglu með frumkvæðisgetu sem getur tekið á svona málum,“ segir Ásgeir. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjáanlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp fjögurra ráðuneyta sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir alla aðila sammála því að frekara fjármagn þurfi til löggæslumála.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherraVísir/Vilhelm„Viðbrögð okkar við þessari skýrslu voru að fulltrúar þessara ráðuneyta kæmu að því að forgangsraða þessum verkefnum og auðvitað blasir við að það mun kalla á frekara fjármagn. En við erum líka með fjármálaáætlun í þinginu og að uppfæra fjármálastefnu vegna breyttra aðstæðna, þannig að það mun vanta fjármagn víða. Þannig að það er sameiginlegt verkefni okkar að leysa úr því,“ segir Þórdís. „Þessi skýrsla er ekki gerð í þeim tilgangi til að gera kröfu um aukið fé heldur eingöngu til að upplýsa stjórnvöld og almenning um stöðuna,“ segir Ásgeir. Sjáið þið fram á að ef ekkert verður að gert hvernig þróunin geti orðið? „Við segjum það í skýrslunni að verði ekkert að gert muni ástandi versna,“ segir Ásgeir.
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19 Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. 29. maí 2019 12:15 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19
Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. 29. maí 2019 12:15