Saksóknari í Svíþjóð mun í dag taka afstöðu til þess hvort rannsóknin gegn Julian Assange stofnanda Wikileaks verði hafin að nýju, en hann var á sínum tíma sakaður um nauðgun í Svíþjóð.
Assange hefur ávallt neitað sök í málinu en flúði inn í sendiráð Ekvadors í London til að komast hjá því að verða framseldur til Svíþjóðar.
Málið var síðan látið niður falla í Svíþjóð en Eva-Marie Persson yfirsaksóknari mun í dag taka ákvörðun um framhaldið en konan sem sakaði Assange um nauðgun í upphafi fer nú fram á að málið verði rannsakað að nýju í ljósi þess að Assange hefur verið færður úr sendiráðinu og handtekinn.