Hlustum á Attenborough Ingólfur Ásgeirsson skrifar 14. maí 2019 08:00 Merkasti náttúruverndarsinni okkar tíma er Sir David Attenborough. Þessi aldni höfðingi hefur tekið að sér það mikilvæga hlutverk að vera rödd þeirra sem geta ekki tjáð sig sjálf: dýra og plantna, gjörvalls lífríkis jarðar sem stendur frammi fyrir áður óþekktri ógn af hálfu mannkyns. Í nýrri skýrslu nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að um milljón tegundir dýra og jurta eru í útrýmingarhættu og að það séu aðferðir mannsins við að skapa orku og búa til matvæli sem er helst um að kenna. Niðurstöður skýrslunnar eru skýrar. Við verðum að breyta hegðun okkar og neyslu, annað er ekki í boði. Nýir náttúrulífsþættir Attenboroughs á Netflix eru sláandi vitnisburður um þá gereyðingarvegferð sem mannkynið er á. Í þáttunum talar hann beint til okkar og af meiri þunga en nokkru sinni fyrr. Þessi framganga er ekki sjálfbær. Þessari ábyrgðarlausu umgengni við náttúruna verður að linna. Meðal þess sem Attenborough hefur gert að umtalsefni er sú hætta sem villtum laxastofnum stafar af sjókvíaeldi á laxi. Kringum 1970 voru um tíu milljón villtir laxar í Norður-Atlantshafinu og hafði fækkað hratt áratugina á undan. Nú er þessi tala komin í um þrjár milljónir. Með sama áframhaldi mun villtur lax verða ein af þeim tegundum sem mannkynið útrýmir, einsog varað er við í skýrslu SÞ. Eins og Attenborough bendir á hefur mannkynið um langa hríð farið illa með náttúruleg heimkynni laxastofna í ám og hafinu. Nýjasta ógnin er stóraukið sjókvíaeldi á laxi en erfðablöndunin við eldislax dregur mjög úr getu villtra stofna til að lifa af í umhverfi sem er þeim nú þegar fjandsamlegt af manna völdum. Það er löngu tímabært að við snúum af þessari óábyrgu braut í umgengninni við náttúruna. Ísland er eitt af síðustu vígjum villta laxins vegna þess að hér hefur ekki verið sjókvíaeldi á iðnaðarskala. Okkur ber skylda til að verja þetta vígi. Þegar Sir David talar, þá eigum við að hlusta.Ingólfur Ásgeirsson félagi í náttúruverndarsjóðnum Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Merkasti náttúruverndarsinni okkar tíma er Sir David Attenborough. Þessi aldni höfðingi hefur tekið að sér það mikilvæga hlutverk að vera rödd þeirra sem geta ekki tjáð sig sjálf: dýra og plantna, gjörvalls lífríkis jarðar sem stendur frammi fyrir áður óþekktri ógn af hálfu mannkyns. Í nýrri skýrslu nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að um milljón tegundir dýra og jurta eru í útrýmingarhættu og að það séu aðferðir mannsins við að skapa orku og búa til matvæli sem er helst um að kenna. Niðurstöður skýrslunnar eru skýrar. Við verðum að breyta hegðun okkar og neyslu, annað er ekki í boði. Nýir náttúrulífsþættir Attenboroughs á Netflix eru sláandi vitnisburður um þá gereyðingarvegferð sem mannkynið er á. Í þáttunum talar hann beint til okkar og af meiri þunga en nokkru sinni fyrr. Þessi framganga er ekki sjálfbær. Þessari ábyrgðarlausu umgengni við náttúruna verður að linna. Meðal þess sem Attenborough hefur gert að umtalsefni er sú hætta sem villtum laxastofnum stafar af sjókvíaeldi á laxi. Kringum 1970 voru um tíu milljón villtir laxar í Norður-Atlantshafinu og hafði fækkað hratt áratugina á undan. Nú er þessi tala komin í um þrjár milljónir. Með sama áframhaldi mun villtur lax verða ein af þeim tegundum sem mannkynið útrýmir, einsog varað er við í skýrslu SÞ. Eins og Attenborough bendir á hefur mannkynið um langa hríð farið illa með náttúruleg heimkynni laxastofna í ám og hafinu. Nýjasta ógnin er stóraukið sjókvíaeldi á laxi en erfðablöndunin við eldislax dregur mjög úr getu villtra stofna til að lifa af í umhverfi sem er þeim nú þegar fjandsamlegt af manna völdum. Það er löngu tímabært að við snúum af þessari óábyrgu braut í umgengninni við náttúruna. Ísland er eitt af síðustu vígjum villta laxins vegna þess að hér hefur ekki verið sjókvíaeldi á iðnaðarskala. Okkur ber skylda til að verja þetta vígi. Þegar Sir David talar, þá eigum við að hlusta.Ingólfur Ásgeirsson félagi í náttúruverndarsjóðnum Icelandic Wildlife Fund
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun