Trump vill meira fé til NASA fyrir tunglferðir Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2019 11:24 Yfirvöld Bandaríkjanna hafa frá árinu 2017 ætlað að lenda mönnum aftur á tunglinu. Vísir/Getty Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á við þingið að fjárveitingar til Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, NASA, verði auknar um 1,6 milljarð dala. Það verði gert til að hjálpa til við það markmið ríkisstjórnarinnar að senda menn til tunglsins fyrir árið 2024. Trump tilkynnti þetta á Twitter í gær en með þessari aukningu myndu fjárveitingar til NASA verða 22,6 milljarðar á næsta ári. Reuters segir að aukningin muni að mestu verða notuð til að þróa nýtt lendingarfar fyrir tunglið. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa frá árinu 2017 ætlað að lenda mönnum aftur á tunglinu. Fyrr á þessu ári kallaði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, eftir því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi menn til tunglsins á fimm árum. Nú í sumar verða liðin 50 ár frá því að menn lentu fyrst á tunglinu og var það gert síðast árið 1972. Verkefnið ber heitið Artemis í höfuðið á grískri gyðju sem var systir guðsins Appolo. Artemis er einmitt gyðja tunglsins í grískri goðafræði. ARTEMIS: Twin sister of Apollo and goddess of the Moon. Now, the name for our #Moon2024 mission to return @NASA_Astronauts to the surface of the Moon by 2024, including the first woman and next man. pic.twitter.com/1K9qIloZwp — NASA (@NASA) May 13, 2019 Í fyrstu stendur til að byggja geimstöð á braut um tunglið og svo seinna meir að lenda þar og þá sérstaklega á suðurpóli tunglsins. Rannsóknir sýna að ís megi finna á báðum pólum tunglsins og þá sérstaklega á suðurpólnum. Ísinn er í gígum þar sem sólin nær ekki að skína en þann ís má nota til að framleiða eldsneyti fyrir geimför. Ísinn væri einnig hægt að nota til að halda við byggð manna. Með því að skjóta geimförum af stað frá tunglinu í stað yfirborðs jarðarinnar væri hægt að spara mikið eldsneyti og í senn gera geimförum kleift að fljúga hraðar. Sérstaklega stendur til að nota tunglið sem stökkpall til Mars. Til að byrja með. NASA birti myndband í gær þar sem Jim Bridenstein, yfirmaður stofnunarinnar, stiklar á stóru yfir þau verkefni sem NASA stendur frammi fyrir og hvernig þessi aukna fjárveiting geti hjálpað til. Hún hefur þó auðvitað ekki verið samþykkt enn. Bandaríkin Donald Trump Geimurinn Tækni Vísindi Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Það er orðið að hefð hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA að láta geimför sín á Mars taka mynd af sólinni rísa og setjast. 3. maí 2019 11:01 Rannsókn NASA leiddi í ljós gríðarleg áhrif sem geimferðir geta haft á líkama manna Geimfarinn Scott Kelly segir sér ekki hafa liðið "eðlilega“ aftur fyrr en átta mánuðum eftir að hann snéri til baka til Jarðar eftir ársdvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni. 12. apríl 2019 15:14 Segir nýtt geimrusl ógna geimstöðinni Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni. 2. apríl 2019 09:15 Pence vill menn á tunglið innan fimm ára Hann sagði það nauðsynlegt og að NASA þyrfti að taka stakkaskiptum á næstu árum. 27. mars 2019 13:16 Bezos stefnir á tunglið fyrir 2024 Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024. 9. maí 2019 21:39 Geimfar SpaceX ætlað mönnuðum geimferðum virðist hafa sprungið í tætlur Geimfar SpaceX, sem til stendur að nota til að skjóta mönnum út í geim, virðist hafa sprungið í tætlur við prófanir í Flórída á laugardaginn. Geimfarið, sem nefnist Crew Dragon, hefur verið prófað á ýmsa vegu að undanförnu en óvissa ríkir nú um hvernig SpaceX mun bregðast við atvikinu. 22. apríl 2019 21:51 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á við þingið að fjárveitingar til Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, NASA, verði auknar um 1,6 milljarð dala. Það verði gert til að hjálpa til við það markmið ríkisstjórnarinnar að senda menn til tunglsins fyrir árið 2024. Trump tilkynnti þetta á Twitter í gær en með þessari aukningu myndu fjárveitingar til NASA verða 22,6 milljarðar á næsta ári. Reuters segir að aukningin muni að mestu verða notuð til að þróa nýtt lendingarfar fyrir tunglið. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa frá árinu 2017 ætlað að lenda mönnum aftur á tunglinu. Fyrr á þessu ári kallaði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, eftir því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi menn til tunglsins á fimm árum. Nú í sumar verða liðin 50 ár frá því að menn lentu fyrst á tunglinu og var það gert síðast árið 1972. Verkefnið ber heitið Artemis í höfuðið á grískri gyðju sem var systir guðsins Appolo. Artemis er einmitt gyðja tunglsins í grískri goðafræði. ARTEMIS: Twin sister of Apollo and goddess of the Moon. Now, the name for our #Moon2024 mission to return @NASA_Astronauts to the surface of the Moon by 2024, including the first woman and next man. pic.twitter.com/1K9qIloZwp — NASA (@NASA) May 13, 2019 Í fyrstu stendur til að byggja geimstöð á braut um tunglið og svo seinna meir að lenda þar og þá sérstaklega á suðurpóli tunglsins. Rannsóknir sýna að ís megi finna á báðum pólum tunglsins og þá sérstaklega á suðurpólnum. Ísinn er í gígum þar sem sólin nær ekki að skína en þann ís má nota til að framleiða eldsneyti fyrir geimför. Ísinn væri einnig hægt að nota til að halda við byggð manna. Með því að skjóta geimförum af stað frá tunglinu í stað yfirborðs jarðarinnar væri hægt að spara mikið eldsneyti og í senn gera geimförum kleift að fljúga hraðar. Sérstaklega stendur til að nota tunglið sem stökkpall til Mars. Til að byrja með. NASA birti myndband í gær þar sem Jim Bridenstein, yfirmaður stofnunarinnar, stiklar á stóru yfir þau verkefni sem NASA stendur frammi fyrir og hvernig þessi aukna fjárveiting geti hjálpað til. Hún hefur þó auðvitað ekki verið samþykkt enn.
Bandaríkin Donald Trump Geimurinn Tækni Vísindi Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Það er orðið að hefð hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA að láta geimför sín á Mars taka mynd af sólinni rísa og setjast. 3. maí 2019 11:01 Rannsókn NASA leiddi í ljós gríðarleg áhrif sem geimferðir geta haft á líkama manna Geimfarinn Scott Kelly segir sér ekki hafa liðið "eðlilega“ aftur fyrr en átta mánuðum eftir að hann snéri til baka til Jarðar eftir ársdvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni. 12. apríl 2019 15:14 Segir nýtt geimrusl ógna geimstöðinni Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni. 2. apríl 2019 09:15 Pence vill menn á tunglið innan fimm ára Hann sagði það nauðsynlegt og að NASA þyrfti að taka stakkaskiptum á næstu árum. 27. mars 2019 13:16 Bezos stefnir á tunglið fyrir 2024 Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024. 9. maí 2019 21:39 Geimfar SpaceX ætlað mönnuðum geimferðum virðist hafa sprungið í tætlur Geimfar SpaceX, sem til stendur að nota til að skjóta mönnum út í geim, virðist hafa sprungið í tætlur við prófanir í Flórída á laugardaginn. Geimfarið, sem nefnist Crew Dragon, hefur verið prófað á ýmsa vegu að undanförnu en óvissa ríkir nú um hvernig SpaceX mun bregðast við atvikinu. 22. apríl 2019 21:51 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Það er orðið að hefð hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA að láta geimför sín á Mars taka mynd af sólinni rísa og setjast. 3. maí 2019 11:01
Rannsókn NASA leiddi í ljós gríðarleg áhrif sem geimferðir geta haft á líkama manna Geimfarinn Scott Kelly segir sér ekki hafa liðið "eðlilega“ aftur fyrr en átta mánuðum eftir að hann snéri til baka til Jarðar eftir ársdvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni. 12. apríl 2019 15:14
Segir nýtt geimrusl ógna geimstöðinni Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni. 2. apríl 2019 09:15
Pence vill menn á tunglið innan fimm ára Hann sagði það nauðsynlegt og að NASA þyrfti að taka stakkaskiptum á næstu árum. 27. mars 2019 13:16
Bezos stefnir á tunglið fyrir 2024 Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024. 9. maí 2019 21:39
Geimfar SpaceX ætlað mönnuðum geimferðum virðist hafa sprungið í tætlur Geimfar SpaceX, sem til stendur að nota til að skjóta mönnum út í geim, virðist hafa sprungið í tætlur við prófanir í Flórída á laugardaginn. Geimfarið, sem nefnist Crew Dragon, hefur verið prófað á ýmsa vegu að undanförnu en óvissa ríkir nú um hvernig SpaceX mun bregðast við atvikinu. 22. apríl 2019 21:51