Baldur kallaður „gyðingahatari“ á götum Tel Avív Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2019 19:14 Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson eru nú staddir í Tel Avív en Felix er fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins. Una Sighvatsdóttir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segist hafa verið kallaður „gyðingahatari“ af manni, sem hafði komist að því að Baldur væri Íslendingur, á götum Tel Aviv í Ísrael þar sem Eurovision fer nú fram. Baldur segir frá þessu í færslu á Facebook þar sem hann ræðir þátttöku Íslands í keppninni, pólitíkina og boðskap keppninnar. Hann segir að Ísraelar hafi almennt tekið mjög vel á móti Íslendingunum í borginni. Baldur segir í færslu sinni að hann hafi ekki verið fyrsti Íslendingurinn í Tel Avív sem hafi lent í því að vera kallaður „gyðingahatari“. Þannig varð blaðamaður Vísis vitni að því eftir undanúrslitakvöldið á þriðjudaginn, þegar foreldrar liðsmanna Hatara fögnuðu góðum árangri fyrir utan keppnishöllina, að ungur Ísraeli kallaði í áttina að þeim ljótum orðum. Blaðamaður ræddi stuttlega við hann og eftir að reiðin rann af honum útskýrði hann að hann hefði ekkert á móti Íslandi. Framkoma Hatara væri hins vegar móðgandi gagnvart Ísrael.Ungur Ísraeli kallaði ljótum orðum í áttina að foreldrum liðsmanna Hatara fyrir utan keppnishöllina eftir að ljóst var að Hatari kæmist í úrslit.Vísir/Kolbeinn TumiRæði af yfirvegun um þátttökuna Baldur segir í færslu sinni að langflestir Íslendingar ræði af yfirvegun um þátttöku Íslands í keppninni og hvetji Eurovision-hópinn til dáða á faglegum forsendum. „Það er þó ekki laust við að einstaka aðili ráði ekki við sig í því pólitíska andrúmslofti sem keppninni fylgir í ár. Síðastliðinn sólarhring hefur verið ýjað að því á fésbókarsíðunni minni að við sem séum fylgjandi þátttöku í keppninni styðjum dráp ísraelskra stjórnvalda á palestínskum börnum! Nú síðast þegar gangandi vegfarandi hér í Tel Aviv komst að því að ég væri Íslendingur var kallað á eftir mér að ég væri gyðingahatari! Aðrir vegfarendur litu á mig furðu losnir og vissu ekki hvaðan á þeim stóð veðrið! Ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta tengist umfjöllun ísraelskra dagblaða um yfirlýsingar íslensku listamannanna um stjórnmálaástandið hér. Ég er ekki fyrsti Íslendingurinn sem lendi í þessu í vikunni,“ segir Baldur.Friður, samvinna og fjölbreytileiki Hann heldur áfram og bendir á að Eurovision boði frið, samvinnu og fjölbreytileika. Íslendingar hafi ákveðið að halda áfram að veðja á vettvang samvinnu frekar en átaka þetta árið. „Í stað þess að sniðganga keppnina sameinuðust flestir landsmenn um að velja grípandi lag með hápólitískan boðskap. Það var snjall leikur. Textinn og sviðsetningin er hárbeitt ádeila á harðstjóra, lýðskrum og mannréttindabrot. Þetta er gert án þess að vísað sé til tiltekins lands, þjóðar eða atburðar. Þannig brýtur listaverkið ekki reglur keppninnar og fellur í raun vel inn í pólitíkina sem Eurovision boðar. Listaverkið þarf engra skýringa við,“ segir Baldur.Lesa má færsluna í heild sinni hér. Blaðamenn Vísis í Tel Aviv tóku púlsinn á Ísraelum í Euro Village í dag. Þeir sögðust yfir sig hrifnir af Íslandi og ekki að merkja að Hatari hafi reitt hinn almenna Ísraela til reiði, a.m.k. í Tel Aviv. Eurovision Ísrael Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segist hafa verið kallaður „gyðingahatari“ af manni, sem hafði komist að því að Baldur væri Íslendingur, á götum Tel Aviv í Ísrael þar sem Eurovision fer nú fram. Baldur segir frá þessu í færslu á Facebook þar sem hann ræðir þátttöku Íslands í keppninni, pólitíkina og boðskap keppninnar. Hann segir að Ísraelar hafi almennt tekið mjög vel á móti Íslendingunum í borginni. Baldur segir í færslu sinni að hann hafi ekki verið fyrsti Íslendingurinn í Tel Avív sem hafi lent í því að vera kallaður „gyðingahatari“. Þannig varð blaðamaður Vísis vitni að því eftir undanúrslitakvöldið á þriðjudaginn, þegar foreldrar liðsmanna Hatara fögnuðu góðum árangri fyrir utan keppnishöllina, að ungur Ísraeli kallaði í áttina að þeim ljótum orðum. Blaðamaður ræddi stuttlega við hann og eftir að reiðin rann af honum útskýrði hann að hann hefði ekkert á móti Íslandi. Framkoma Hatara væri hins vegar móðgandi gagnvart Ísrael.Ungur Ísraeli kallaði ljótum orðum í áttina að foreldrum liðsmanna Hatara fyrir utan keppnishöllina eftir að ljóst var að Hatari kæmist í úrslit.Vísir/Kolbeinn TumiRæði af yfirvegun um þátttökuna Baldur segir í færslu sinni að langflestir Íslendingar ræði af yfirvegun um þátttöku Íslands í keppninni og hvetji Eurovision-hópinn til dáða á faglegum forsendum. „Það er þó ekki laust við að einstaka aðili ráði ekki við sig í því pólitíska andrúmslofti sem keppninni fylgir í ár. Síðastliðinn sólarhring hefur verið ýjað að því á fésbókarsíðunni minni að við sem séum fylgjandi þátttöku í keppninni styðjum dráp ísraelskra stjórnvalda á palestínskum börnum! Nú síðast þegar gangandi vegfarandi hér í Tel Aviv komst að því að ég væri Íslendingur var kallað á eftir mér að ég væri gyðingahatari! Aðrir vegfarendur litu á mig furðu losnir og vissu ekki hvaðan á þeim stóð veðrið! Ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta tengist umfjöllun ísraelskra dagblaða um yfirlýsingar íslensku listamannanna um stjórnmálaástandið hér. Ég er ekki fyrsti Íslendingurinn sem lendi í þessu í vikunni,“ segir Baldur.Friður, samvinna og fjölbreytileiki Hann heldur áfram og bendir á að Eurovision boði frið, samvinnu og fjölbreytileika. Íslendingar hafi ákveðið að halda áfram að veðja á vettvang samvinnu frekar en átaka þetta árið. „Í stað þess að sniðganga keppnina sameinuðust flestir landsmenn um að velja grípandi lag með hápólitískan boðskap. Það var snjall leikur. Textinn og sviðsetningin er hárbeitt ádeila á harðstjóra, lýðskrum og mannréttindabrot. Þetta er gert án þess að vísað sé til tiltekins lands, þjóðar eða atburðar. Þannig brýtur listaverkið ekki reglur keppninnar og fellur í raun vel inn í pólitíkina sem Eurovision boðar. Listaverkið þarf engra skýringa við,“ segir Baldur.Lesa má færsluna í heild sinni hér. Blaðamenn Vísis í Tel Aviv tóku púlsinn á Ísraelum í Euro Village í dag. Þeir sögðust yfir sig hrifnir af Íslandi og ekki að merkja að Hatari hafi reitt hinn almenna Ísraela til reiði, a.m.k. í Tel Aviv.
Eurovision Ísrael Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira