EOnline greinir frá því að slysið hafi átt sér stað á sunnudaginn þegar Bittencourt og eiginmaður hennar, Jorge Sestini, voru á báti sínum ásamt tveimur hundum sínum.
Mikið óveður skall þá á sem varð til þess Bittencourt féll útbyrðis. Sestini stökk út í skömmu síðar í tilraun til að bjarga eiginkonu sinni en tókst ekki að hafa uppi á henni.
Sestini var bjargað úr sjónum nokkrum klukkustundum síðar, en lík Bittencourt rak svo á land á nærliggjandi strönd á mánudaginn. Einhverjir fjölmiðlar segja að Bittencourt hafi drukknað í tilraun sinni að bjarga tveimur hundum hjónanna sem einnig hafi fallið útbyrðis, en ættingjar og talsmenn yfirvalda segja það ekki rétt.
Sautján ára dóttir Bittencourt hefur staðfest andlát móður sinnar á samfélagsmiðlum. Segist hún þakklát fyrir allan stuðning sem borist hafi frá vinum og aðdáendum móður sinnar.
Bittencourt er önnur brasilíska fyrirsætan sem lést á skömmum tíma en fyrr í vikunni var greint frá því að hinn 26 ára Tales Soares hafi fallið saman á tískusýningu í São Paulo.
E a cara da Canjica ??? !! Morro com esta safada !! Biquíni deuso @agbeachwear e óculos @artyetoView this post on Instagram
A post shared by Caroline Bittencourt (@cabitten) on Feb 12, 2019 at 3:43pm PST