Afleiðingar heimilisofbeldis Teitur Guðmundsson skrifar 2. maí 2019 07:00 Sá sem býr við ofbeldi, hverju nafni sem það kann að nefnast, er líklegur til að finna fyrir einkennum þessa vegna. Það getur stundum komið fram löngu síðar, og einnig í þá veru að það sitji í viðkomandi og hann þurfi mikla aðstoð til að komast yfir það. Það má segja að við tengjum auðveldlega við líkamlegt ofbeldi þar sem það er iðulega vel sýnilegt ef áverkar eru fyrir hendi. Mar, blæðing, brot eða jafnvel verulegar limlestingar fara almennt ekki fram hjá neinum. Kynferðislegt ofbeldi er andstyggilegt og oftsinnis lengi dulið. Andlegt ofbeldi og lítillækkun getur verið erfitt að greina. Sálrænar afleiðingar ofbeldis vara iðulega mikið lengur en marið er að hverfa. Þeir sem búa við heimilisofbeldi geta verið bæði karlar og konur og auðvitað börnin líka sem fara ekki varhluta af því sem fram fer á heimili þeirra. Fyrir utan hið augljósa er það vanlíðan og aukið spennustig sem myndar óöryggi, skapar svefntruflun, skapgerðarbreytingar og ýmislegt fleira. Þessu fylgir iðulega kvíði og ræsing streitukerfisins yfir lengri tíma getur veikt mótstöðuafl okkar líkt og við þekkjum af álagstímabilum og slíkt getur skapað jarðveg fyrir sjúkdóma af ýmsum toga og þar á meðal krabbamein. Það að lifa í ótta við aðstæður í sínu nánasta umhverfi er skemmandi. Oft fylgir þessu mikil skömm og yfirhylming sem gerir vandamálið enn verra og sá sem beitir ofbeldinu getur styrkst á sama tíma þar sem hann eða hún er ekki stöðvuð. Við þekkjum þær sögur kvenna sem þurfa að flýja heimilið með börnin vegna ofbeldis. Þegar um er að ræða börn er málið sérstaklega viðkvæmt og þau kunna ekki að segja frá með sama hætti og sá fullorðni. Þá kemur til þess að meta breytt hegðunarmynstur, jafnvel að átta sig á minniháttar áverkum sem koma reglulega upp. Þeir sem starfa við umönnun og í heilbrigðisþjónustu eru sérþjálfaðir í því að átta sig á þeim teiknum sem eiga að vekja athygli þeirra og kalla fram frekara mat. Stundum koma þessi atriði fram fyrir tilviljun til dæmis við röntgenmynd þar sem eru greinilega sýnilegir áverkar á beini án þess að það sé saga um brot svo dæmi séu tekin, húðblæðingar og marblettir sem eru misgamlir og á stöðum þar sem maður fær sjaldnar marbletti líkt og á báðum upphandeggjum samtímis og þannig mætti lengi telja. Líka er mikilvægt að átta sig á kynferðislegu ofbeldi en þar geta komið fram margvísleg einkenni sem í fyrstu væru ekki talin vera afleiðing af ofbeldi eða áföllum. Slík einkenni geta verið breyting á hægðavenjum og tregða, að barn sem var orðið þurrt byrji aftur að væta rúmið, líðan sé flöt og ánægjulaus, mynstur breytist í nærveru ákveðinna aðila. Það er ekki nóg að fagaðilar séu meðvitaðir, þeim heyrir reyndar til ákveðin tilkynningaskylda. Það verða allir að vera á vaktinni og taka til sinna ráða til að reyna að stemmu stigu við og helst stöðva ofbeldi hverju nafni sem það nefnist.Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Teitur Guðmundsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sá sem býr við ofbeldi, hverju nafni sem það kann að nefnast, er líklegur til að finna fyrir einkennum þessa vegna. Það getur stundum komið fram löngu síðar, og einnig í þá veru að það sitji í viðkomandi og hann þurfi mikla aðstoð til að komast yfir það. Það má segja að við tengjum auðveldlega við líkamlegt ofbeldi þar sem það er iðulega vel sýnilegt ef áverkar eru fyrir hendi. Mar, blæðing, brot eða jafnvel verulegar limlestingar fara almennt ekki fram hjá neinum. Kynferðislegt ofbeldi er andstyggilegt og oftsinnis lengi dulið. Andlegt ofbeldi og lítillækkun getur verið erfitt að greina. Sálrænar afleiðingar ofbeldis vara iðulega mikið lengur en marið er að hverfa. Þeir sem búa við heimilisofbeldi geta verið bæði karlar og konur og auðvitað börnin líka sem fara ekki varhluta af því sem fram fer á heimili þeirra. Fyrir utan hið augljósa er það vanlíðan og aukið spennustig sem myndar óöryggi, skapar svefntruflun, skapgerðarbreytingar og ýmislegt fleira. Þessu fylgir iðulega kvíði og ræsing streitukerfisins yfir lengri tíma getur veikt mótstöðuafl okkar líkt og við þekkjum af álagstímabilum og slíkt getur skapað jarðveg fyrir sjúkdóma af ýmsum toga og þar á meðal krabbamein. Það að lifa í ótta við aðstæður í sínu nánasta umhverfi er skemmandi. Oft fylgir þessu mikil skömm og yfirhylming sem gerir vandamálið enn verra og sá sem beitir ofbeldinu getur styrkst á sama tíma þar sem hann eða hún er ekki stöðvuð. Við þekkjum þær sögur kvenna sem þurfa að flýja heimilið með börnin vegna ofbeldis. Þegar um er að ræða börn er málið sérstaklega viðkvæmt og þau kunna ekki að segja frá með sama hætti og sá fullorðni. Þá kemur til þess að meta breytt hegðunarmynstur, jafnvel að átta sig á minniháttar áverkum sem koma reglulega upp. Þeir sem starfa við umönnun og í heilbrigðisþjónustu eru sérþjálfaðir í því að átta sig á þeim teiknum sem eiga að vekja athygli þeirra og kalla fram frekara mat. Stundum koma þessi atriði fram fyrir tilviljun til dæmis við röntgenmynd þar sem eru greinilega sýnilegir áverkar á beini án þess að það sé saga um brot svo dæmi séu tekin, húðblæðingar og marblettir sem eru misgamlir og á stöðum þar sem maður fær sjaldnar marbletti líkt og á báðum upphandeggjum samtímis og þannig mætti lengi telja. Líka er mikilvægt að átta sig á kynferðislegu ofbeldi en þar geta komið fram margvísleg einkenni sem í fyrstu væru ekki talin vera afleiðing af ofbeldi eða áföllum. Slík einkenni geta verið breyting á hægðavenjum og tregða, að barn sem var orðið þurrt byrji aftur að væta rúmið, líðan sé flöt og ánægjulaus, mynstur breytist í nærveru ákveðinna aðila. Það er ekki nóg að fagaðilar séu meðvitaðir, þeim heyrir reyndar til ákveðin tilkynningaskylda. Það verða allir að vera á vaktinni og taka til sinna ráða til að reyna að stemmu stigu við og helst stöðva ofbeldi hverju nafni sem það nefnist.Höfundur er læknir
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun