Colin Cowherd stýrir daglegum íþróttaþætti á Fox Sport, The Herd with Colin Cowherd, þar sem hann tekur fyrir mál sem eru hæst uppi í bandarísku íþróttalífi hverju sinni.
Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er nú í fullum gangi og Cowherd var að ræða einvígi Golden State Warriors og Houston Rockets.
Kevin Durant hefur verið frábær í úrslitakeppninni og þá sérstaklega í síðustu sex leikjum þar sem hann hefur skorað 38,3 stig að meðaltali í leik.
Meistararnir í Golden State eru komnir í 2-0 í undanúrslitaeinvíginu á móti Houston eftir tvo heimasigra en þriðji leikurinn er í Houston á laugardaginn.
Hér fyrir neðan má sjá Colin Cowherd rökstyðja þá skoðun sína að Kevin Durant sé besti körfuboltamaður heims í dag.