Erlent

Hyggjast banna bensín- og dísil­bíla í borginni frá 2030

Atli Ísleifsson skrifar
Á næsta ári verður bannað að keyra dísilbíla, sem framleiddir voru fyrir árið 2005, á götum Amsterdam.
Á næsta ári verður bannað að keyra dísilbíla, sem framleiddir voru fyrir árið 2005, á götum Amsterdam. Getty
Bílar sem knúnir eru bensíni eða dísil verða bannaðir í hollensku höfuðborginni Amsterdag frá árinu 2030. Markmiðið með þessu er að bæta loftgæðin í borginni.

Sharon Dijksma, formaður samgöngunefndar borgarinnar, segir að heilsu íbúa og gesta í borginni stafi einna helst hætta af mikilli loftmengun.

Fjölmargir Hollendinga kjósa að fara leiðar sinnar á hjóli, en loftgæðin í Amsterdam eru engu að síður yfir evrópskum heilsuverndarmörkum og er það fyrst og fremst rakið til mikillar bílaumferðar í stórborgunum Amsterdam og Rotterdam.

Hollensk heilbrigðisyfirvöld hafa varað við að núverandi loftmengun kunni að leiða til frekari veikinda í lungum hjá íbúum, auk þess að draga úr lífslíkum.

Á næsta ári verður bannað að keyra dísilbíla, sem framleiddir voru fyrir árið 2005, á götum Amsterdam.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×