Vígreifur Maduro stillti sér upp með hernum Birgir Olgeirsson skrifar 2. maí 2019 23:45 Maduro hrósaði hernum fyrir hollustu í sinn garð Vísir/EPA Forseti Venesúela, Nicolás Maduro, birtist í dag vígreifur fyrir framan herlið í herstöð í höfuðborginni Caracas um leið og hann kom boðum til andstæðinga sinna. Maduro bað hermennina um að koma í veg fyrir allar tilraunir til valdaráns, en mikil óöld hefur ríkt í Venesúela síðastliðna daga þar sem andstæðingar Maduro og stuðningsmenn hans hafa tekist á. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Juan Guaidó, reyndi í gær að koma af stað uppreisn innan hersins til að koma Maduro frá völdum. Hann hvatti einnig opinbera starfsmenn til að leggja niður störf til að grafa undan stjórn Maduros. Maduro hrósaði hins vegar hernum fyrir hollustu í sinn garð. „Það skal enginn dirfast að snerta okkar helgu jörð eða breyta Venesúela í vígvöll,“ sagði Maduro. Fjórir hafa látist í þessum átökum, þar á meðal tveir táningar. Guaidó lýsti því yfir að hann væri sjálfskipaður forseti landsins í janúar síðastliðnum. Hefur Guaidó stuðning rúmlega fimmtíu ríkja, þar með talið Bandaríkjanna, Bretlands og flestra ríkja Suður Ameríku. Íslensk yfirvöld hafa einnig lýst yfir stuðningi við hann. Guaidó heldur því fram að endurkjör Maduro sem forseta í fyrra hafi verið ólögmætt. Maduro nýtur stuðnings Rússa, Kína og leiðtoga hersins í Venesúela og neitar alfarið að fara frá. Hann hefur neitað fullyrðingum Mike Pompeo, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þess efnist að Maduro hafi verið reiðubúinn að flýja landið. Sakaði Maduro Bandaríkin um að stýra tilraun til valdaráns í Venesúela. Venesúela Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Forseti Venesúela, Nicolás Maduro, birtist í dag vígreifur fyrir framan herlið í herstöð í höfuðborginni Caracas um leið og hann kom boðum til andstæðinga sinna. Maduro bað hermennina um að koma í veg fyrir allar tilraunir til valdaráns, en mikil óöld hefur ríkt í Venesúela síðastliðna daga þar sem andstæðingar Maduro og stuðningsmenn hans hafa tekist á. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Juan Guaidó, reyndi í gær að koma af stað uppreisn innan hersins til að koma Maduro frá völdum. Hann hvatti einnig opinbera starfsmenn til að leggja niður störf til að grafa undan stjórn Maduros. Maduro hrósaði hins vegar hernum fyrir hollustu í sinn garð. „Það skal enginn dirfast að snerta okkar helgu jörð eða breyta Venesúela í vígvöll,“ sagði Maduro. Fjórir hafa látist í þessum átökum, þar á meðal tveir táningar. Guaidó lýsti því yfir að hann væri sjálfskipaður forseti landsins í janúar síðastliðnum. Hefur Guaidó stuðning rúmlega fimmtíu ríkja, þar með talið Bandaríkjanna, Bretlands og flestra ríkja Suður Ameríku. Íslensk yfirvöld hafa einnig lýst yfir stuðningi við hann. Guaidó heldur því fram að endurkjör Maduro sem forseta í fyrra hafi verið ólögmætt. Maduro nýtur stuðnings Rússa, Kína og leiðtoga hersins í Venesúela og neitar alfarið að fara frá. Hann hefur neitað fullyrðingum Mike Pompeo, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þess efnist að Maduro hafi verið reiðubúinn að flýja landið. Sakaði Maduro Bandaríkin um að stýra tilraun til valdaráns í Venesúela.
Venesúela Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira